fimmtudagur, 20. desember 2007

Ég er með sæluverk í fótunum

Hvílík unaðstilfinning. Ég er kominn í jólafrí. Reykjavík, ég sé þig á morgun. Þess má einnig geta að ég hef ekki haft nokkurn einasta tíma til annars í jólakortagerðinni en að kaupa frímerkin og vil ég því biðja fólk um að móðgast ekki þótt það fái ekki jólakort en gleðjast þeim mun meira við síðbúið janúar- eða jafnvel febrúarkort.

tack tack

--Drekafluga að pakka--

föstudagur, 14. desember 2007

1/6 grafískur hönnuður

Í lokaprófið áttum við að koma með blýant og skæri. Við fengum 1stk A4 160g glanspappír, áttum að gera verk úr honum, teikna mynd með verkinu og skrifa texta. Þetta er það sem ég gerði.

(van)Helgun

Árið 2002 stóð ungur maður agndofa inni í rjóðri í frumskógi í norðurhluta Guatemala. Hann var staddur í Tikal og átti eftir að vera snortinn yfir því sem hann sá þennan dag ævilangt. Fyrir framan hann og allt í kring risu tilkomumiklir pýramídar, hver öðrum voldugri. Ungi maðurinn stóð og horfði og horfði og horfði. Stuttu síðar hafði ísköld og óþægileg tilfinning gripið hann. Hann hafði gengið inn í einn pýramídann og fyllst hryllingi þegar hann sá að á hverjum einasta fleti var búið að klóra og rispa veggina. Ferðamenn hvaðanæfa að úr heiminum höfðu komið þangað og þeir höfðu ekki fengið sömu tilfinningu og ungi maðurinn. Í stað þess að fyllast lotningu fannst þeim rétt að láta þá sem á eftir þeim kæmu vita að þeir hefðu verið þarna líka. Mjúkur kalksteinninn lét auðveldlega undan ágangi fólksins og eftir stóð ljótasta form veggjakrots á ómetanlegum veggjum. Og ungi maðurinn sá hvað þeir voru viðkvæmir. Eins og pappír...





tack tack

--Drekafluga, búinn í skólanum--

miðvikudagur, 12. desember 2007

Mismunun jólasveina

Ég fékk ekkert í skóinn og samt hef ég verið svo afskaplega þægur. Ég held að þeir horfi framhjá einstæðingum og leitist við að gleðja fjölskyldur. Gunnþóra er í Reykjavík og ég er einn á Akureyri. Og ég fékk ekkert í skóinn. Ég á þó súkkulaðidagatal.

tack tack

--Drekafluga í inniskóm--

QI 1x03:
Stephen Fry - "What do you think is the largest thing a blue whale can swallow?"
Bill Bailey - "Is is a conceptual question, the blue whale, a very vain animal; perhaps the largest thing it has to swallow is it's pride."

sunnudagur, 9. desember 2007

Bob, Bobb... Bop... Pfbob (með þöglu 'pf')..?

Hér að neðan má sjá Bobb borð. Eða Bop eða Bob eða hvað það nú heitir. Og það er einmitt vandamálið. Mig langar afskaplega að smíða mér svona borð en finn hvergi nokkuð um stærð og hlutföll sökum þess að ég veit ekki að hverju ég á að leita. Því spyr ég: veit einhver hvað þetta heitir, sama á hvaða tungumáli, eða hvernig borðið er að stærð? Ég gat ekki einu sinni fundið mynd af þessu á netinu, hvað þá texta eða leikreglur. Ég varð að gera þessa mynd sjálfur. Mig langar að smíða borðið í svolítilli yfirstærð. Þetta er afskaplega skemmtilegur leikur. Tveir leikmenn spila, hvor á móti öðrum og hvorum um sig er úthlutað litaðar skífur til að skjóta í holurnar. Við hvert skot er svartri skífu stillt upp á línu þess leikmanns og er hún notuð til að slá skífur þess leikmanns ofan í holurnar við hinn enda borðsins. Ég veit um eitt svona borð en að því er ekki greiður aðgangur auk þess sem það er bólgið og skælt sökum margra ára raka. Það bætir að vísu nýrri vídd í leikinn að þurfa að hugsa um hallann í hverju skoti, eins og þegar á að setja pútt í golfi en ég vil samt byrja á að smíða slétt borð.



tack tack

--leitandi Drekafluga--

QI 4x07:
Stephen Fry - "What is the similarity between herring and teenage boys?"
Dara O'Briain - "They're both a delicacy in Norway."

þriðjudagur, 4. desember 2007

Skotta

Ætli það sé viljandi að strikamerkjaskannar geti ekki með nokkru móti lesið strikamerkið á DVD disknum um lesblindu? Ætli þetta sé líka gert af heilum hug eða eru feministar gagngert að reyna að fá alla á móti sér? Auk þess finnst mér jafn fáránleg hugmynd vera móðgun við hundinn minn. Hún heitir Skotta.

tack tack

--Drekafluga spekúlerar--

mánudagur, 26. nóvember 2007

Ok, sjáið þið þetta fyrir ykkur sem sjónvarpsauglýsingu?

Panorama skot yfir borg. Svo sést borgarlífið nánar, verkamenn að reisa byggingu, umræður á Alþingi, skrifstofuhæð í stórfyrirtæki, skot úr kennslustofu og fleira þess háttar en karlar eru hvergi sjáanlegir. Í stað þeirra eru konur í öllum stöðum og öllum störfum. Þetta er hrein og ómenguð kvennaveröld. Svo sjáum við dreymna konu, kannski milli tvítugs og þrítugs og það kemur í ljós að það sem á undan hefur farið eru hugarórar hennar, þeir fljóta ljóslifandi í loftinu fyrir ofan hana. Önnur kona gengur að henni og slær hana utan undir. Sú fyrri hrekkur við en sú síðari bendir ásakandi fingri að henni og segir: "Hættu þessu. Við erum ekki svona." ... -Femínistafélag Íslands-

Við erum nokkur í skólanum að reyna að koma með jákvæðari ímynd á feminista. Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt. Hvað finnst ykkur?

tack tack

--Snap, Crackle, Drekafluga & Pop--

þriðjudagur, 20. nóvember 2007

Til hamingju SMÁÍS

Nú hefur Istorrent vefnum verið lokað. En hvað íbúum þessa hrjáða lands hlýtur að vera létt. Hvað sem öðru líður þá breytir þetta nákvæmlega engu. Það eina sem Smáís gerði var að missa alla yfirsýn á niðurhalinu því nú þegar eru allavega tvær síður risnar í stað Istorrent. Stjórnentur síðunnar buðust líka til að hafa hvers kyns hömlur á dreifingu efnis. Það eina sem höfundarrétthafar þurftu að gera var að senda þeim einn lítinn tölvupóst og biðja um að tekið verði fyrir innsendingar viðkomandi mynda / þátta / tónlistar. Á meðan sölukerfi og söluumhverfi mynd- og hljóðefnis vernduðu af höfundarréttarlögum helst í núverandi ástandi þá munu torrentsíður og annað slíkt halda góðu lífi. Ég gæti farið út í fáránleg rök og villandi tölfræði sem lögð eru til höfuðs frjálsu niðurhali en ég er of syfjaður. Kannski seinna.

tack tack

--Drekafluga, ennþá að ná í efni af netinu--

föstudagur, 9. nóvember 2007

...yes, Yes, YES!!

Joss Whedon snýr sér aftur að sjónvarpi! Það er reyndar sorglegt að hann er ekki að endurvekja Firefly, bestu þætti sem Fox hefur afskrifað (og þeir eru þó nokkrir) en hvað um það. Serenity tók líka fyrir endurkomu þeirra en það hefði mátt líta á hana sem "hvað ef" mynd. Svo mæli ég eindregið með þáttum sem kallast Reaper. Kevin Smith átti hlut í að koma þessum þáttum af stað og framleiddi, leikstýrði og lék cameo hlutverk í fyrsta þættinum. Trailerinn má sjá hér fyrir neðan:



tack tack

--Drekafluga, ánægður gott sjónvarp--

miðvikudagur, 7. nóvember 2007

Hmm... þetta er deyjandi síða

Ég hef mikið að gera og hef valið að eyða nettíma mínum frekar inni á t.d. Deviant Art heldur en að þvinga fram færslu hér. Þetta gengur þó varla mikið lengur svona. Því mun ég skrifa hér nokkrar hugleiðingar frá því um daginn (ég hef ekki andann til að hugleiða eitthvað nýtt og ferskt).

Heilræði Gumma:
1. Klæðið ykkur vel. Sama þó þið ætlið ekkert að vera úti, gerið það samt.
2. Hafið alltaf, alltaf felgulykil í bílnum.
3. Þegar loft hefur sigið úr dekki á bílnum ykkar og þið uppgötvið að þið eruð ekki með felgulykil, ekki hlaupa í ofboði heim til að geta borðað matinn sem bíður ykkar þar, náð í verkfæri og komið til baka, allt í hádegishléinu svo þið mætið ekki of seint.
4. Það er í lagi að mæta of seint, sérstaklega þegar heilsa ykkar er að veði.
5. Ekki skammast ykkar fyrir að liggja hóstandi og með höfuðverk heima. Þið voruð bara þetta vitlaus og urðuð síðan veik.

tack tack

--Drekafluga sem veiktist um daginn--

mánudagur, 22. október 2007

Síðan 21. október 2002

Í gær héldum við Gunnþóra upp á fimm ára afmæli okkar saman. Það eru reyndar þessir 10 - 11 mánuðir sem hún var úti í Brasilíu og ég hér heima en við teljum það ekki með. Það er bara of leiðinlegt reikningsdæmi að draga það frá og fá út nýja dagsetningu og nýjan tíma. Svo fimm ár. Það er skemmtileg tilviljun en mamma og pabbi hittu hvort annað þegar þau voru 17 og 19 ára gömul, alveg eins og við Gunnþóra. Við erum svakalega fullorðin. Til að halda upp á þetta átum við indverskan í sparifötunum og við kertaljós. Það er að segja, við vorum í sparifötunum og átum mat eldaðan á indverska vísu. Það lá ekki spariklæddur indverji undir hnífapörum okkar. Það varð eiginlega eins og á jólunum. Gunnþóra er fallegasta stelpa í heimi og ég trúi vart upp á hvern einasta dag hversu heppinn ég er. Og hananú. Það má hver sem er vita það.

tack tack

--hamingjusöm Drekafluga--

laugardagur, 20. október 2007

Með orðum Marvin: "Ouch, ouch... ouch"

Ég er veikur og með höfuðverk og nenni heldur ekki að skrifa eitthvað tilgangslaust hérna. Ég ætla bara að láta Lev um þetta:





tack tack

--þyrst Drekafluga--

fimmtudagur, 4. október 2007

Snilld, snilld, snilld

Ég fæ ekki nóg af þessari síðu

The 8 Least Threatening Comic Book Villains by Cracked.com

tack tack

--Drekafluga hefur mikið að gera--

föstudagur, 28. september 2007

Le Hrouws

Ég vildi taka smá tíma í að hrósa Símanum en ég veit ekki hvernig ég á að orða það svo færslan verði skemmtileg. Hlykkjóttur stígur það. Þannig er mál með vexti að ég er kominn með heimasíma. Í umslaginu með fyrsta símreikningnum fylgdi síðan snepill, hannaður með allt of mikilli gleði þar sem á stóð að út september væri ekker stofngjald á nýjum númerum hjá Símanum. Númerið okkar var stofnað þann 29. ágúst. Smekklegt að senda svona með fyrstu rukkun. Við höfðum samband við Símann og skýrðum frá þessu og okkur var sagt að þetta færi fyrir nefnd sem ákvæði örlög stofngjaldsins okkar. Hljómaði semsagt ekki svo jákvætt. En viti menn, þetta var svo gott sem samstundis fellt niður í einkabankanum og alúðlegur kvenmaður með þýða rödd staðfesti það svo í símtali tveimur dögum seinna. Þeir þurftu ekki að gera þetta en gerðu það samt og fyrir það er ég þakklátur. Hrós, hrós.

tack tack

--Drekafluga - 468-1211--

laugardagur, 22. september 2007



Teljarinn hérna til hliðar sýnir nú 50.002 og í tilefni af þessum áfanga set ég upp þetta hræðilega Illustrator fikt. Hver var númer 50.000?

Tékkið líka á þessu. Photoshop í gær:


tack tack

--ofskoðuð Drekafluga--

föstudagur, 21. september 2007

Iiiiiinú!

Er ekki verið að grínast í manni með svarta gaurinn í Survivor?! Nú er nóg komið. Ég er farinn að lyfta. Á einhver kreatín handa mér?

tack tack

--væskilsleg Drekafluga--

P.S. Ég fékk svakalega hellu í dag sem er líklega til komin af því að það er helgi og ég er ekki á leiðinni yfir einhverjar heiðar. Líkaminn er orðinn innstilltur á þetta.
A Right Little Vector Beastie!

Ég er að læra á Illustrator í skólanum og finnst það bara ansi skemmtilegt forrit. Freehand er leiðinlegast í heimi við hliðina á því, en bæði eru þetta vector forrit. Ólíkt Painter og Photoshop þá er ekki dregin upp mynd í fastri punktastærð. Ég opna t.d. Photoshop og byrja nýja mynd í 1280x1024 punktum. Allt sem ég geri á þetta svæði markast þá af þeirri upphafsstærð. Ég get minnkað myndina en aldrei stækkað hana umfram upphaflegu stærðina svo vel fari.

Í Illustrator opna ég hins vegar nýtt, autt vinnusvæði og þar, óháð raunstærð þess sem ég vinn í forritinu, get ég stækkað og minnkað myndina án mikilla takmarkanna. Allt sem ég vinn í þetta forrit eru heil svæði, búin til með stýripunktum. Hlutfallinu milli þessara punkta er hægt að margfalda eða deila, allt eftir því hvort verkið á að stækka eða minnka, án þess að verkið líði fyrir það því hlutirnir voru aldrei dregnir á fasta punkta, aðeins skalanlega stýripunkta. Hmm, ég kem þessu líklega ekkert vel frá mér. Hvað um það, kíkið á þetta til að sjá dæmi:



tack tack

--Drekafluga með hálsbólgu--

fimmtudagur, 13. september 2007

Computers

Apple computers are far from being the best in the world despite the zeal of devoted followers, nor are they the worst. Apple look the best, they may even feel the best, although it is my experience that in order for them to do that, some PC derived programs and a PC derived mouse with at least, for Bob's sake, two buttons have to enter the equation. And that, for me, ruins the Apple image a bit. It corrodes and compromises the base pillars of the platform on which Apple stands. It lounges there, proud, sleek, so white and gleaming looking over at the PC platform which is overflowing with mismatched bits and parts, all making a hideous cacophony of electric sounds. Some fall over the edges and into nothingness, soon to be forgotten.

Some, who have successfully avoided falling to their deaths come over to Apple's side and even though Apple really should come up with equivalent counterparts of it's own, it lets them play. So, the overall look and feel of, say, an iMac G5 with a matching white buttoned, clear frame keyboard is effortlessly and efficiently destroyed by the black and silver Logitech mouse sitting besides them, all because Apple stubbornly refuses to believe that in order for a consumer to get the most out of a computer, he needs not only what looks good but also what's practical. The improvements Apple is making on this area seem to be few and far between.

And so, Apple's pristine platform, rising next to PC's weird one, is slowly getting ridden with peripherals that stand out from the white and sleek look. Like mice that, to Apple's astonishment, take into consideration that one of the reasons humans have gotten where they are is because of the opposable thumb. These mice, therefore, are shaped to fit the average hand and are even tailormade for different shapes and sizes, lest the hands that hold them be sacrificed on the altar of carpal tunnel. It's these things that, for some people, make the choice between a PC and a Mac an easy one and people steam into the heap of PC's and their abundant extra bits. But if you know what to look for you can strike gold so bright, so shining, gleaming and elegantly designed that Macs will never know what hit them.

Textinn er á ensku því ég setti þetta líka inn á DeviantArt.

tack tack

--Drekafluga wrote this on an iMac G5--

þriðjudagur, 4. september 2007

Mmmmmmhhhhhhh

Sweet, blessed internet. Ég er búinn að komast að því að af fimm símadósum í íbúðinni okkar, hér í Sunnuhlíð 21E, 603 Akureyri (endilega sendið okkur bréf svo við fáum fleira en ruslpóst og Fréttablaðið í póstkassann) er ein sem virkar. Hinar virðast vera mjög sérvitur ákvörðun um veggskreytingar. En einni 10m símasnúru og tveimur borgötum seinna er routerinn kominn á sinn stað. Þráðlausa netið var komið í gær en ég gat ekki beintengt borðtölvuna. Hægt var að njóta þess á tölvunni hennar Gunnþóru en tölvan mín er enn ókominn. Ég bíð spenntur eftir að hún berist mér því þá verður gleði í kotinu. Ég mun nú leyfa ykkur að njóta frekari snilldar frá Flight of the Conchords. Gleði, gleði.

Frodo, Dont Wear the Ring


Prince of Parties


tack tack

--Drekafluga, beintengdur við umheiminn--

föstudagur, 31. ágúst 2007

Ég bý á Akureyri
og ég hef ekkert internet. Ég sit við tölvu á bókasafni Háskólans á Akureyri og er skráður inn á nafni Gunnþóru. Ég vildi að ég hefði eitthvað að segja en andleysið hindrar mig. Ég þyrfti að vera á minnst tveimur stöðum í einu þessa dagana og er því svolítið sjúskaður. En það er gott að vera tengdur umheiminum akkúrat núna. Miðað við tenginguna sem ég er að bíða eftir að Símanum þóknist að setja upp þá munu fara rúmlega 230.000 krónur í nettengingu á næstu þremur árum. Það er sóðalega dýrt. Nú er tíminn hlaupinn frá mér. Vonandi get ég skrifað eitthvað betra hérna innan skamms.

tack tack

--Drekafluga með hörðu kái--

miðvikudagur, 22. ágúst 2007

Har har har



tack tack

--Drekafluga, rólega upptjúnaður--

fimmtudagur, 16. ágúst 2007

Bölvað andleysi

...en eitthvað verður maður að gera




tack tack

--Það er erfitt að flytja. Drekafluga--

föstudagur, 10. ágúst 2007

Darrius Levantus, Legionnaire of the Lancea Sanctum



Yaysies! Ég gerði sæmilega litaða mynd í Photoshop! w00t w00t! Þetta er vampírukarakter Ísleifs
Gissurarsonar og má segja að sé fyrsta commision sem ég hef gert, þó reyndar pro bono.

~Viðbót~

Ég litaði þetta áðan. =) teikning eftir Carlos Olivares, línur eftir M09. Ég er ekki viss
um að þetta fari inn á Deviant Art þar sem ég spurði ekki um leyfi. Við sjáum til.




tack tack

--Drekafluga in Technicolour--

miðvikudagur, 8. ágúst 2007

The New Fucking Old Testament

Matt Taylor, ásamt félaga sínum, eru að skrifa sína eigin útgáfu
af Gamla testamentinu og finnst mér rétt að bera hróður þess
eins langt og síðan mín nær. Hér kemur brot af byrjuninni:

The Old Testament of the Queen James Version of the Bible

The First Book of Freaks: Called Genetics

1:1 In the beginning God created sex, drugs and rock and roll.
1:2 And the earth was sadly lacking in, well, anything really. It was also pretty dark, so God went surfing.
1:3 And God said “Let there be light, according to the Wave theory” (What a prick, they’re obviously particles).
1:4 God thought his light was pretty fap. Of course he would. Then he separated the light from the darkness, using a special kind of colander.
1:5 God called the light “Light” and the dark “Dark”. Unimaginative shithead.
1:6 Then God said (Who the fuck is he talking to) something about firmaments. Earth looked bemused.
1:7 The firmament turned out to be a fence.
1:8 God called the firmament “Robin Gibb”, as this was his favourite Bee Gee.
1:9 God selected “Water” for the oceans, casting aside “Jizz”, “Fairy Liquid” and “Molten Butter”.
1:10 God made some islands, some in the shape of phallic objects. Others spelling rude words.
1:11 God planted some stuff. It took him a fair while because of his chronic back disorder.
1:12 God’s stuff grew, while he kicked back in the conservatory.
1:13 Before he knew it, he was on the 3rd day, and he hadn’t even created pizza yet.
1:14 God was feeling particularly fabulous today, so he made the skies sparkly like his gold spandex jumpsuit.
1:15 God put up some fairy lights. £19.99 for 180 from B&Q
1:16 God made the sun, because his shitty wave light ran away. Then he made the sun’s half-brother, the moon, who was epileptic.
1:17 God told them to sit tight, this could be a long universe,
1:18 God sat back and decided to admire his handiwork a bit more, maybe if he’d been working instead of slacking, we’d have had people by now!
1:19 Day 4 in the Big Brother Universe.
1:20 God made fishy things and birds. What are birds? He just didn’t know.
1:21 God made whales. And Wales. In that order. He was from Glamorgan, so it was sort of patriotic.
1:22 God told the creatures on the earth to go and multiply, For he shall soon create humans, the destroyers of all that is eatable.
1:23 Day number 5 (Thank fuck it’s Friday).
1:24 God made slightly more complex creatures like cows and velociraptors. They didn’t get on.
1:25 God took the velociraptors out of the equation and inserted chickens instead. He decided they would be much less ferocious.
1:26 "Right!" God said, "time to make humans!" But first, a cup of tea.
1:27 God created man in his own image, with some of the faults removed.
1:28 God fed them this whole spiel about killing other things and dominating all. They found it muchly hilarious.
1:29 He told them to go party, cos there’s plenty of nibbles to go round.
1:30 God invented green vegetables. Broccoli last of all.
1:31 God kicked back again, check his shit out, it was coming along nicely, so he thought. It was day 6, and still no decent food!

2:1 Thus the heavens and the earth were finished in a nice shade of green, and God said "I do enjoy green."
2:2 And on the seventh day God finished his work and called for a pizza; and he retired to the smoking room for a fag.
2:3 And God blessed the seventh day, and blew smoke all over it, and because he was a lazy bastard he didn't even sign it. Not even in the corner. A true craftsman would. A man like Snowy.
2:4 God was pretty chuffed. That commie Buddha hadn't done anything as awesome as this.
2:5 But as God looked down, he saw all the fields and the herbs as they grew. "Bugger," he said, when he realised that he'd not made any rain (or indeed any irrigation system).
2:6 God put down his fag and created a great mist from the earth, which not only looked pretty good but watered the face of the ground too.
2:7 And then God formed man of the dust of the ground, and performed CPR to provide the breath of life and man became a living soul. "Holy crap!" said man.
2:8 And God planted a garden, with a nice two level shrubbery and a path going through the middle in Eden, which was just south of Islington, and there he put the man he had created.
2:9 And out of the ground God make some trees which were kind of pretty, if a bugger to clean up after in autumn. Also they had apples, which were rather nice. In the midst of the garden he created the tree of life, and the tree of knowledge of good and evil and also the knowledge of how to remove red wine stains from almost any surface or cloth with only the power of vinegar!
2:10 All yours for only £9.99! God decided to finally get his finger out and create some irrigation system for Eden, so in went a river. Then things got really fucked up, because they became four heads.
2:11 The name of the first is Psion; that it provides palmtop software and hardware and enables you to access your data on the go;
2:12 Other features include: e-mail, games, word processing and urine analysis.
2:13 The name of the second river is Gorilla: the same that generally makes rather a mess of things in Cornwall.
2:14 And the name of the third river is Herpes: that is rather unfortunately filled with snakes and for some reason the steering wheels of 1986 VW cars. Nobody cares about the fourth river, but it's called Shopping Trolley Gorge.
2:15 And God took the man, slapped him into the garden of Eden (just south of Islington) and said unto him that he should dress it and keep it nice and clean up any turds which may appear.
2:16 And God, inserting several cigars into his mouth said, "You may order pizza, Chinese or eat from any tree in the garden:
2:17 However, eat from the tree of knowledge of good and evil and also the tree of knowledge of how to remove red wine stains from almost any surface or cloth with only the power of vinegar (only £9.99) then you'll probably die."
2:18 And God, sliding a cigar into his nose said, "It is not good you are alone. You'd probably just wank all the time. I'll give him some company."
2:19 And, out of the ground, God pulled up some animals. Like a deer and perhaps a giraffe. Also there were birds created, but what are birds? God just didn't know. Adam called the creatures names and lo, they stuck.
2:20 Adam gave them all names, even the skinny ones with three legs and the same amount of eyes, he named the birds too, but they just kept shitting on him. Adam was still devoid of company, however, so turned to compulsive masturbation.
2:21 So God slipped Adam some rohypnol and cut him. Cut him good. He pulled out two of his ribs, and marinated and ate one.
2:22 With the other, he made a woman. The entire process is pretty disgusting and God would rather not talk about it.
2:23 And Adam said, "How the fuck did I get home last night? Whoa, hello sweetcheeks!"
2:24 Then God said some shit which nobody listened to, so God just smoked some more cigars.
2:25 Both man and woman were starkers, the man and his wife, and they were not ashamed. This is, it seems, not because they were blind (or indeed naturist s), but generally because they were rather stupid.
tack tack

--Drekafluga segir þetta vera snilld--

föstudagur, 27. júlí 2007

Wolfie

Jæja ég vona að allir séu búnir að skoða Flight of the Conchords. Mér finnst þeir vera snilld. En hvað um það. Ég teiknaði úlf í fyrradag. Það er áræðanlega áratugur síðan ég hef teiknað úlf.



Mér finnst að ég ætti að gera meira af því að teikna dýr. Maður lærir af því. Þess vegna vildi ég spyrja ykkur, mínir kæru þrír lesendur, hvað ég ætti að teikna. Einhverjar tillögur? Þegar ég verð nógu lærður mun ég vonandi geta látið þau dilla sér eins og Bernard Derriman lætur þau gera. Flash hreyfimyndir hans eru æðislegar.

tack tack

--Drekafluga teiknari--

föstudagur, 20. júlí 2007

Flight of the Conchords!

Það er reginhneyksli en ég rakst á þessa hljómsveit fyrir nokkru síðan en hálf gleymdi henni þar til Daði setti lag með þeim á MySpace síðuna sína. Ég vona að það verði ekki vani hjá mér að setja svona færslur inn en þessi hljómsveit er þess virði. Þið sem ekki hafið heyrt í Flight of the Conchords, gjörið svo vel:

Business Time


Albi the Racist Dragon


Hiphopopotamus vs. Rhymenoceros


The Humans are Dead. Þetta lag er uppáhaldið mitt.


tack tack

--Drekafluga, syngjandi með--

miðvikudagur, 18. júlí 2007

It's also known as Moolah

Ég setti þetta líka inn á DeviantArt og því er eftirfarandi, ásamt fyrirsögninni, á ensku. Ég get ekki ímyndað mér að það ætti að vera fyrir neinum sem les þetta á þessari síðu.
I wish I had more money. Not necessarily just-won-the-lottery money, just... well, more. I need a notebook computer (Dell XPS M1330 is quite dreamy) before school starts in August. I need to pay for the school that starts in August. I need to rent or buy an apartment before the end of August because the school is on the other side of my island (it's mine). There are expenses and, as always, unforseen costs and lastly, I desperately want to buy a Cintiq 21UX while the currency fluctuation is still pinning the USD below 60 Icelandic kronur. And for all of that, I need a rather sizeable sum. Mmm... Cintiq. I want it. I want it!

Yeah, so, please let me know if you know any eccentric millionaires who would like to support a starving young artist. I say starving because I haven't taken my lunch break yet so it is a passing thing. This time.

tack tack

--poorish Drekafluga--

þriðjudagur, 17. júlí 2007

Umm... ok.

Ef ég set ekki eitthvað hér inn að minnsta kosti vikulega þá er þetta sama sem dautt vefrit. En þar sem ég hef ekkert að segja þá kynni ég með stolti, The Amazing Johnathan! *andvarp*



tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 10. júlí 2007

Gúmmíbjörn

Af hverju langar mann alltaf að athuga hjá sér einkabankann þegar auðkennislykillinn er víðs fjarri? Mér finnst þetta vera rannsóknarefni. Annars rakst ég á þennan gúmmíbjörn í gær og tel vera úr svipaðri átt og Crazy Frog og þarna bleika dýrið sem líktist flóðhesti en var það samt ekki. En gúmmíbjörninn höfðaði einhvern veginn til mín, kannski af því að það er sungið á þýsku, kannski af því ég heiti Gummi, ég veit það ekki. En á mínútu var ég kominn með íslenskan texta við fyrsta part lagsins. Ég veit ekki hvernig hann varð á þessa leið og veit að hann er agalegur leirburður en mér finnst þetta skemmtilegt. Hlustið á byrjunina af laginu og lesið textann. Mér finnst hann fyndinn.


Ég heiti gúmmíbjörn,
finnst gott að borða börn.
Ég mun sjóða þau í pott'
og kurla þau með kvörn.

Í kofa reyki þau
á pönnu steiki þau.
Loks ég bý til úr þeim súpu'
og upp svo sleiki þau.

tack tack

--keramikDrekafluga--

sunnudagur, 8. júlí 2007

Jæja

Ég hef verið annars staðar. Aðallega fyrir norðan. Ég er kominn inn í Myndlistaskólann á Akureyri og er orðinn vel að mér í fasteignamarkaðnum þarna í kring. Ég verð semsagt líklega á Akureyri næstu árin. What a twist. Ég er farinn út í sólina og grillið. Læt að lokum fylgja vísu eftir Kristínu frænku.

Í álversfösum og orkufrösum
með eitur í glösum, við mösum.
Á heljarsnösum, með hor í nösum
og hendur í vösum, við hrösum.


tack tack

--sumarleg Drekafluga--

föstudagur, 29. júní 2007

Cintiq Roadster Drekafluga?

Þetta finnst mér svolítið magnað. Prófið eftirfarandi og sjáið hvort þið fáið upp sömu síðu og ég, fyrir að því er virðist hendingu eina saman: Opnið Google myndaleit og sláið inn Cintiq 21UX og veljið að bara stórar myndir birtist. Smellið á myndina af slifurlita Smart Roadster sportbílnum og klórið ykkur svo í hausnum. Þetta er skemmtilegt.

tack tack

--Drekafluga hér og þar--

fimmtudagur, 28. júní 2007

Hehe

Ég man ekkert hvað ég ætlaði að skrifa en rakst á gamla uppáhaldsfærslu hjá mér. Endurpósta henni af því mér finnst hún ennþá fyndin.

You have one unread message.
---

-This is a friend test-
"No, this is fucking annoying. Delete."
-No, really. This IS a friend test, you heartless bastard. Read it!-
"Oh alright. Reading."

[Insert-nice-poem-about-me-being-the-bestest-friend here]

"Well, wasn't that nice. I, just like the 326 others who this was sent to, am the very favourite bestest friend of the sender. But wait a minute. What the hell is this?"
-Oh this? Well now you get to scroll down and make a free wish!-
"A free wish?! Really? Naturally, I've spent uncounted amounts on my previous wishes and now you're giving me one for free?"
-Yes.-
"Well jolly good. ...done. So what's this then?"
-Oh that's just the part where you're told to send this to gazilliontwentyone people or your virginity will grow back and you'll be forced to walk around for the rest of your life with a stamp on your forehead, saying: "I am a rotten friend."-
"What!?! But I don't know gazilliontwentyone people!"
-You don't know gazilliontwentyone people? Well aren't you the isolated caveman.-
"Who knows a gazilliontwentyone people?"
-With an 'a' eh? Fancy. Well I don't know but can we please drop this. Gazilliontwentyone is pretty tedious to write.-
"Yes, yes. You're right... Wait! There's more!?!"
-What? Oh that's just the part regarding that every time you pass this on, a fraction of a cent will be donated to the Little Starving Legless Armless Goatless Boy from Tuonglasedobah who's really having a rather rotten time and if you haven't passed this on in 27 seconds your computer will crash.-
"What!?! You've gone completely fucking bananas. I will delete this."
-No! Wait! Nooooo.....-

tack tack

--löt Drekafluga?--

föstudagur, 22. júní 2007

What to do, what to do...

Mig langar í Cintiq 21UX. Eftir fyrirspurn til tollsins fékk ég þau svör að ofan á þessa vöru + flutning + tryggingu + 0,15% gjald af eftirlitsskyldum rafföngum legðist 24,5% virðisaukaskattur. Frá Bandaríkjunum kostar teikniborðið eitt og sér 155.000kr. Segjum sem svo að flutningur sé 15.000 kall, það verður að fara varlega með þetta og kassinn er 11kg. Trygging kannski 5.000 = 175.000 kall. Vsk ofan á það gerir þá 218.750kr. Þetta er gróflega reiknað dæmi en ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði ódýrara. Ef ég kaupi borðið frá Evrópu er þetta enn dýrara. Ætli ég stofni ekki samskotsreikning sem velviljaðir einstaklingar og fyrirtæki geta lagt inn á. Hehe.
Munurinn á þessu teikniborði og öðrum er sá að þetta er 1600x1200 LCD skjár líka og maður notar pennann á sama flöt og horft er á. Betra gerist það ekki. Til að sýna ykkur hversu slefandi flott og ómótstæðileg græja þetta er þá eru hlekkir á tvö myndbönd hér fyrir neðan.

tack tack

--Drekafluga í fjárkröggum--

mánudagur, 18. júní 2007

Gleði gleði

Og sjá, það var merki. Það er alveg gallsúr og agaleg mynd af mér þarna en ég bið fólk bara að hundsa það. Ég vann. Ég vann! Nú þarf ég bara að snyrta merkið, setja betri borð á skjöldinn og þess háttar svo það verði lýtalaust. Gleði gleði.
tack tack

--Drekafluga, stoltur af sveit sinni--

fimmtudagur, 14. júní 2007

Pffffffffjú maður

Einhver í Pennanum tók það upp hjá sér í dag að setja Bylgjuna á hátalarakerfið í búðinni í dag. Ekki of hátt til að yfirgnæfa neitt en ekki nógu lágt til að maður fái ekki vonleysistónlistina sem er á þessari stöð á heilann. Eitt gott lag heyrði ég í dag. Eitt. Núna, hér heima, er það hann Colin Hay sem blíðkar aftur viðhorf mitt til tónlistar. Maðurinn er frábær.

Ég fór í bingó í Vinabæ í gær. Við vorum þarna, sex saman þegar mest var og fórum agalega í taugaranar á professional spilurunum í kring um okkur. Gamla fólkið leit okkur hornauga allt frá því við stigum fæti á stéttina þeirra. Ég veit ekki alveg hvort ég hefði haft góða samvisku ef ég hefði unnið einhvern stórvinning frá þeim svo það var kannski bara gott að ég vann ekki neitt. Ég var með verstu spjöld í heimi. Langverstu. Annars hef ég ekkert að segja. Hef miklu meiri áhuga á Deviant Art síðunni minni en þessari eins og er. Svo er ég alveg svakalega eirðarlaus. Þoli það ekki. Out.

--tack tack--

glöð og sæl Drekafluga

fimmtudagur, 7. júní 2007

Æ nei...

Eins og sjá má er Jason Lee, maður sem ég hef fram að þessu í hávegum haft, í Vísindakirkjunni. Fyndið nafn, Vísindakirkjan, þar sem það eru engin vísindi á bak við þetta og kemur kirkjum ekki á nokkurn hátt við, nema þá kannski í kaþólsku miðaldaofstæki ef eitthvað er. Alveg grátlegt annars hvað skynsamt fólk (ja, fólk sem maður hefur talið vera skynsamt) lætur hafa sig út í.

Allavega, við erum komin heim. Yay! Sögur úr ferðinni koma síðar. Til hamingju Monika með krílið.

tack tack

--vönkuð Drekafluga--

þriðjudagur, 22. maí 2007

Síðasta færsla...

fyrir Spánarferðina. Ákvað að skella þessu upp. Vonandi dettur mér svo eitthvað fleira í hug í sælunni fyrir sunnan. Sjáumst síðar.

tack tack

--Drekafluga, farinn í sólina--

laugardagur, 19. maí 2007

Uppfærsla

Ég á enn eftir að ákveða hvenær og hversu reglulega ég set inn nýjar myndasögur en sú nýjasta sem eins og hinar eru byggðar á raunverulegum atburðum er komin á DeviantArt. Ég geri þó ráð fyrir hléi á næstunni þar sem við Gunnþóra erum að fara til Spánar á miðvikudaginn og ætlum að haga okkur eins og alvöru túristar. Ég skal hundur heita ef ég kem ekki heim með einhvern óþarfa, kyrfilega merktan Costa del Sol, eftir mig eftir vatnsgarða, minigolf og safari ferðir.

tack tack

--Drekafluga, hægt vaxandi myndasögusmiður--

miðvikudagur, 16. maí 2007

OK
Fari LHÍ fjandans til, ég er að hugsa um að fara í MMS í staðinn. Endilega skoðið annars þetta og þetta. Ég vona að ég geti farið að setja svona lagað upp með reglulegra millibili. Ég er allavega tilbúinn með næstu.

Edit: Ég held ég breyti framsetningunni á myndasögunum. Hvað finnst fólki um þetta fyrirkomulag? Svolítið groddalegt? Ætli ég þurfi ekki að koma mér upp sér síðu ef mér er alvara með þetta. Ákvað allavega að setja þetta svona upp (og láta 001 vera uppi í kannski 2-3 daga, þetta verður nú allavega að koma í réttri röð) á meðan ég væri að skoða þessi mál.

tack tack

--Drekafluga að safna skriðþunga--

föstudagur, 11. maí 2007

Jæja...

Ég komst ekki inn í LHÍ, jafnvel þó mappan mín hafi verið flott. Hún var kannski ekki nógu grafísk. Hvað veit ég, ekki er ég í listaháskóla. Nú vantar bara að ríkisstjórnin sitji áfram og þá get ég alveg eins farið og búið í helli.

tack tack

--svolítið döpur Drekafluga--

mánudagur, 7. maí 2007

Athyglivert


Það kemur mér mest á óvart hversu mikla svörun ég fæ við Framsókn. Heil 40%. Ég mæli annars með því að fólk fylli þetta út því það er skemmtilegt að sjá hvað á við mann. Ég er líka orðinn svo þreyttur á fólki sem kýs Sjálfstæðisflokkinn, bara af því að pabbi gerði það eða það hefur alltaf gert það og þar fram eftir götunum. Þetta virðist ekki eiga við neinn annan flokk á landinu, nema kannski Framsókn upp að vissu marki. Þeir sem kjósa annað virðast gera það af eigin sannfæringu en ekki af því það er of latt eða því of sama til að kynna sér málin.
Það er líka gaman að skoða þetta myndband sem reyndar endar með svolitlum anticlimax.

tack tack

--pólitísk Drekafluga--

föstudagur, 4. maí 2007


Feigðarflan!


Málfræðidjók. Google + MS Paint. Þetta má ekki en ég gerði það samt.

tack tack

--Drekafluga--

föstudagur, 27. apríl 2007

CTA!

Það rýkur úr stríðshrjáðum vellinum. Ókleifir veggir hringleikahússins rísa brattir í kring. Skýin flýta sér yfir drungalegan næturhimininn, eins og þau séu að keppast um að sjá til okkar. Ýta hvert öðru frá. Við höfum verið að í tvo daga. Sviti og storknað blóð mynda kunnuglega slikju um okkur alla. Við erum orðnir vanir sviðanum í augum okkar, tökum ekki eftir honum lengur. Við stöndum við suðurenda vallarins, fimm saman, og horfum út að miðju. Þar, höggvið í jörðina, stendur öxi. Hún er ekki stór og lætur ekki sérlega mikið yfir sér en hún er órjúfanlegur hluti af okkar æðsta takmarki. Af enda hennar blaktir rauður borði í andvaranum. Hvort sem hann var rauður upphaflega eða hefur litast af blóði ótölulegra stríðsmanna veit enginn lengur. Handan við öxina sjáum við andstæðinga okkar, jafnþreytta en jafnákveðna og okkur. Áhorfendurnir í kring eru flestir farnir til síns heima, búnir að fá nóg. Nokkrir eru þó eftir hér og þar á bekkjunum til að sjá þá bestu. Trumbuslátturinn byrjar aftur, hægt en taktfast og þögnin er rofin. Fingur herðast um sverð og skildi og við komum okkur fyrir. Á jörðinni fyrir aftan okkur liggur risavaxinn kringlóttur skjöldur. Við stígum öðrum fæti á hann, tökum okkur stöðu og horfum fram á við. Trumbuslátturinn magnast, slær nú í takt við hjörtu okkar og næstu andartök líða ofurhratt og löturhægt í senn. Lúðraþytur. Við hlaupum af stað.

-- -- --

Í gær, á skemmtilegustu æfingu sem ég hef farið á fórum við í víkingaútgáfuna af Capture the Flag. Við hvorn enda vallarins liggur skjöldur og hver liðsmaður í hvoru liði verður að standa á honum þegar blásið er til leiks. Á miðju vallarins liggur öxi. Markmið leiksins er að ná öxinni og slá henni í skjöld andstæðingsins. Þetta er held ég einhver skemmtilegasti leikur sem ég veit um og ef hann verður aftur á næstu æfingu þá get ekki beðið.

tack tack

--Drekafluga víkingur--

þriðjudagur, 24. apríl 2007

Dang it!


Ég skaut mig í fótinn í síðustu færslu. Í hvert skipti sem ég lít á síðuna fæ ég lagið á heilann. Þess vegna verð ég að skrifa eitthvað nýtt hérna svo síðasta færsla gangi hratt niður síðuna og hverfi að lokum. Ég get til að mynda talað um þessar elskur en eins og sjá má eru þetta ofursætir kettlingar. Þeir eru uppi í hesthúsi fyrir austan og eru hver öðrum fallegri. Ég fer austur um næstu helgi. Langar einhvern með? ;)

Og að lokum, skemmtilegt quote sem ég rakst á í gær. "Those who think they know everything are annoying to those of us who do"

tack tack

--Drekafluga fyrir dýrin--

mánudagur, 23. apríl 2007

Dreams? Nightmares, rather

Ég er með fjandans lagið úr fjandans Hilary Duff myndinni sem var fyrir helgi svoleiðis límt á heilann. Blessunarlega sá ég ekki nema lokaatriðið en það var nóg. Ég stóð mig að því að blístra laglínuna við "Hey now, hey noooow, this is what dreeeeeeaaaams are made of" og finnst ég vera veikgeðja. Djöfull.

tack tack

--föl Drekafluga--

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Est Sularus oth Mithas

My honor (mínus 'u' því þetta er bandarískt) is my life. Ég var að sjá að það er verið að gera teiknimynd upp úr bókinni sem leiddi mig inn á braut fantasy bókmennta. Kiefer Sutherland er þar meðal leikenda en með hlutverk uppáhalds persónunnar minnar fer Jason Marsden. Ég hef ekki minnstu hugmynd um hver sá maður er en hlakka samt til að heyra í honum. Í öðrum fréttum þá er ég með smá hausverk. Fjandans.


“Was it something I said? Whatever it was, I didn’t mean it. I haven’t meant anything I’ve said for years. Except what I just said. I think.”— Kender er æðislegur kynþáttur.

tack tack

--fantasy Drekafluga--

miðvikudagur, 4. apríl 2007

Hast du wirklich an alles gedacht?

Ég var að horfa á trailerinn að Open Water 2. Á þýsku. Sagan er á þessa leið: Ungmenni með raddir úr samhengi við varahreyfingar fara á snekkju, drekka og skemmta sér úti á ballarhafi. Þau stökkva svo í sjóinn en í leik sínum athuga þau ekki að þau komast ekki á snekkjuna aftur ef þau eru öll í sjónum því borðið á snekkjunni er svo hátt. Þau verða því að láta þarna fyrirberast og auðvitað laða þau að sér nokkra hákarla með hræðslu sinni. Sú hákarlategund sem að þeim hefði líklegast komið er Oceanic White Tip (ég hef ódauðlega ást á National Geographic og Discovery) en ég sá ekki hvort þeirri staðreynd var fylgt eftir. Hitt er svo annað mál að það gæti varla talist verkfræðiafrek að ná þessa tæpa tvo metra upp fyrir vatnsborðið og í borðið á snekkjunni. Þarna voru sterklegir karlar og mjóslegnar konur, eins og lög gera jú ráð fyrir í þýskutalsettum Hollywood b-myndum. Það ætti ekki að vera of mikið mál fyrir allt þetta fólk að velja skankalengstu konuna og lyfta henni upp. Tveir karlmenn træðu marvaða upp við snekkjuna, hvor á móti öðrum og á milli þeirra væri tilvonandi bjargvættur þeirra. Um leið og þeir lyftu henni upp mundu aðrir svo hjálpa til við að koma henni eins hátt og auðið væri. Ekki flókið. Svo nei, þeir hugsuðu ekki út í allt, en titill færslunnar er fengið úr þessum trailer. Þessir Þjóðverjar...

tack tack

--Drekafluga, kominn í páskafrí--

mánudagur, 2. apríl 2007

Takk

Mig langar að vera frumlegur og djúpur. Mig langar að koma með svo góða punkta og opna augu fólks með eldheitri sannfæringu. En ég er bara svo feginn. Ég get ekkert sagt sem lýsir því hversu feginn ég er að útjaðar Hafnarfjarðar verður ekki undirlagt af mökkspúandi skrýmsli og Þjórsá mín er óhult í bili. Takk 6.382 Hafnfirðingar. Ég er ykkur ævinlega þakklátur.

tack tack

--Drekafluga, að jafna sig í hjartanu--

miðvikudagur, 21. mars 2007

Thank you for experiencing this crash with us. Have a nice day

Var kominn með fína færslu, svolítil lífsspeki í bland við húmor og hnitmiðaða persónusköpun og þá hrundi vafrinn. Og ég hef ekki heimild til að setja upp Firefox í vinnunni. Ég hata Internet Explorer.

tack tack

--Drekafluga eldrefur--

þriðjudagur, 13. mars 2007

Hebbi Gumm

Herbert ísbúðareigandi Guðmundsson kom inn í dag og allar stundir síðan hef ég verið með helvítis Can't Walk Away límt á heilann, bara við það eitt að sjá honum bregða fyrir. Hjörleifur Guttormsson kom líka í dag, Bjarni Haukur Símonarson er að tala í síma við hliðina á mér og hún þarna söngkona spurði mig út í ljósmyndapappír áðan. Penninn er greinilega The Place To Be. Og þar er ég.

tack tack

--Drekafluga, too spaced to see--

laugardagur, 10. mars 2007

Pristius: Origin
The son of Deane and Caitlin Ulbright, one an accountant and the other a blade for hire, was named Deacon. He was a happy-go cheerful type and grew up in Stormwind, content with his life. Then one day, after long hours of playing pranks on the magistrate, Deacon returned to a home engulfed in purple shadow. Fearing for his parents he went to rush in but something held him back, a feeling. He inched closer, dead silent and witnessed a conversation behind the blackened glass in the windows. A huge, demonic figure towered over his parents and a few indiscernible creatures surrounded them. A deep, dark voice made the glass shudder before Deacon's pale face "It is time we take back what you got from us. The boy is ours!" "You will never have him, old friend," said Caitlin levelly, staring deep into the demon's eyes. "Now go back to your pit and tell Qu'Znah that if he ever wants to talk to me, he can come himself." There was a pause before a deep demonic laughter filled the house. The demon shouted a command and the creatures attacked. The Ulbrights suddenly transformed from mere husband and wife into precision fighters, holding off the minions. Deacon's eyes were wide with terror, his face pressed against the glass. A crowd had gathered on the street but saw nothing through the blackness. The priests and paladins had been called.
The fight continued and the Ulbrights were outnumbered. Deane's side was torn asunder by a blade made out of shadow. Gritting his teeth, he slumped momentarily but then straightened as his sword-wielding arm shot out and stabbed through the head of his attacker. The minion disappeared with a shriek and Deane fell to his knees. But Deacon didn't see that. Filled with a blinding rage from seeing his father cut, he burst into the house, screaming. Caitlin's face went pale. "No, Deacon! Get out of here! Find the paladins! Go n-" She looked down to see a blade sticking straight out of her chest. She fell into the arms of her husband and they sank to the floor. They drew their last breath together. Silence.
The large demon turned towards the silenced boy, tears streaming from his closed eyes, running unchecked down his cheeks. "You will come with me, Kulzac." Deacon didn't move but trembled ever so slightly. The demon uttered a command to one of his minions and it glided over to the boy, grabbing his shoulder. The shadowy figure jolted back, as if electricuted. It was then the demons noticed a glow radiating from the young boy. He opened his eyes and they were like fiery orbs. A high pithced sound was barely audible but still cut the ears of the dark figures. The large demon shouted an attack and the minions rushed towards the boy as the room was filled with bright, pristine light.
The house had been torn apart as Lord Brighton stepped of his horse. The other paladins weren't far behind. Brighton climbed over the rubble of the outer wall to find a peculiar sight. Every wall was charred and covered in soot, like from an explosion. In what would have been the centre of the explosion lay a young boy, untouched by the damage all around him. Brighton rushed towards him, removing his gauntlets. He took the boy into his arms and was overwhelmed with joy to find that he was alive. More paladins entered the ruined building in the formerly peaceful street, a bewildered and worried look on their faces. The boy drudgingly opened his eyes and looked, blinking into the steel-blue eyes of the strong paladin. Lord Brighton smiled. "Hello, young Pristius. You are safe now. I have been waiting for you."
tack tack
--Drekafluga, í laugardagsvinnunni--

miðvikudagur, 7. mars 2007

Aaaaandrééééés Guuuuðmundsoooooon!!

Ég afgreiddi þennan mann í dag. Hann minnir mig á tröll teiknuð af Brian Pilkington. Alveg sláandi lík. Andrés var ein af hetjunum mínum þegar ég var lítill. Einn sterkasti maður Íslands og nútíma víkingur. Hann er ennþá kúl. Fyrir þá sem ekki vita þá vinn ég nú við að selja Dell tölvur og tengdar vörur í Pennanum í Hallarmúla. Þetta er eins konar útibú fyrir EJS og ég verð að segja að ég er skemmtilega sáttur við þetta. Dell eru líka margfalt svalari en IBM og þetta starf fer vel við að ég er nýlega búinn að hrista af mér fordómana sem innstimpluðust í mig gagnvart Dell hjá Nýherja. Skil ekki ennþá hvað var að mér. Dell er freaking málið. Komið til mín og ég skal selja ykkur tölvu á góðum díl. . . .Ég er svangur. Ég ætla að grilla kjúklingabringur í kvöld. Hoody hoo! Svo ég nefni það líka, verslið við Gallerý Kjöt. Það er eðall.

tack tack

--svöng Drekafluga--

miðvikudagur, 28. febrúar 2007

Kuldi í kinnum

Hlustandi á The Living End - Prisoner of Society. Gott, gott. Ég tók strætó áðan og er það held ég í fyrsta skipti sem ég ferðast með slíku tæki eftir síðustu skipulagsbreytingar S. S af því að það er það sem stendur á logoinu. Þegar það stóð SVR þá talaði fólk um SVR. Því tala ég nú um S. Það sem ég tók eftir þegar ég skoðaði nýju leiðirnar var að S hafa ekki lagað það sem alla tíð hefur farið mest í taugarnar á mér við strætó. Þú ert staddur á punkti A og þarft að fara til B. Þú skoðar kortið og sérð að þú getur valið úr tveimur, jafnvel þremur leiðum. Þá tekurðu eftir því að þó að hver leið komi við á 20 mínútna fresti þá koma allar þessar þrjár leiðir á svo gott sem sömu mínútunni.

Mér fannst þetta svo undarlegt lögmál að ég ákvað, með sultardropann láréttann út frá nefinu á mér í rokinu og hlaupahjólið frosið við höndina á mér, að skoða þetta nánar. Strætóarnir sem ég átti völ á kæmu hvort eð er ekki fyrr en eftir nokkra stund, báðir skráðir á sömu mínútu. Ég þóttist vera annars staðar, valdi mér stað á kortinu og ákvað síðan að fara þaðan þvert yfir bæinn á annan ímyndaðan punkt. Lögmálið brást ekki, leiðirnar tvær sem til greina komu fóru með tveggja mínútna millibili. Ég prófaði aðra staði og þar munaði þó fjórum mínútum. En þetta minnti mig á hvað strætókerfið fór stundum í taugarnar á mér. Mikið djefull eru þeir fleppaðir hjá S.

tack tack

-- veðurbarin Drekafluga--

föstudagur, 23. febrúar 2007

Ekkert ógeðslegt öfuguggalið hingað takk! ...?

Ég hefði kannski ekki átt að gera þetta en ég gerði það samt. Hér er bréf sem ég sendi til burtrekna klámfólksins.

Dear sirs and madams

I can hardly begin to describe how ashamed I am of my fellow countrymen regarding your now cancelled trip to my overly proud country. I can only offer my humble apologies as an Icelander and hope that you will have a great time wherever you decide to go instead. Uber feminists, poorly informed politicians and people who should just know better have declared this a victory for human rights and although I can see their point, I think it is your right to go to whichever country you please to have a good time.

Looking at some of the pictures from your trip last year it can be deducted that shooting similar pictures here in Iceland would get you lawfully arrested. I think that is the only purely logical point your opposers here can cling to. Other than that, Icelandic authorities should have no business preventing anyone with a clean criminal record to come and enjoy what our country has to offer.

Respectfully,

A sad Icelander

Ég er fullviss um að miklu meiri perrar og öfuguggar hafi lagt leið sína hingað bæði for- og eftirmálalaust en af því þetta barst í fréttir tók mannréttindalandið Ísland sig til og sýndi heiminum hversu hrein og falleg þjóð við erum. Frekar mundum við drekkja okkur í einhverju virkjunarlóni en að vita af svona fólki að ferðast til landsins truflunarlaust.

Það sem fer mest í mig er hvað það er veikur grundvöllur fyrir þessu öllu. Þetta var að því er virtist nokkuð hefðbundin skemmtiferð erlends hóps til Íslands; Bláa lónið, Gullfoss, Geysir, vélsleðaferð og næturlífið í Reykjavík. Ekkert bendir til annars en að þau klámfyrirtæki sem að þessu koma séu fullkomlega lögleg, hvert í sínu landi og þeir sem bendluðu þessa aðila við barnaklám og þrælahald mega leggja fram gögn máli sínu til stuðnings. Miðað við þrönga dagsrá hópsins má líka telja afar ólíklegt að klám kæmi við sögu í dvöl þeirra hér á landi. Stórkostlegur sigur borgarstjórn, Alþingi og allir hinir. Við sýndum heiminum að það skal sko enginn koma hingað nema vera virkur kirkjukórsmeðlimur, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum eða amish. Jibbí.

tack tack

--Drekafluga, farinn--

mánudagur, 29. janúar 2007

Ok, hvaðan er þessi?

-What's wrong with him?
-Well, a man's body may grow old, but inside his spirit can still be as young and
as restless as ever. And him, in his day, he had more spirit than twenty men.


tack tack

--Drekafluga, annað að gera--

miðvikudagur, 24. janúar 2007

Hvar kaupir maður annars göngustaf?

Hver hefði trúað því að það væri ekki einn einasti göngustafur í Góða hirðinum? Ekki ég. Ég fór þangað inn í góðri trú, haltrandi með gamla æfingaprikið mitt úr skylmingunum og kom ekki út með annað en þreytu í lófanum. Prikið var ekki hannað sem göngustafur. Ég geng líka með "stafinn" minn sömu megin og mér er illt, eins og Dr. House. Af því ég er kúl. Vinstra hnéð á mér er semsagt ekki alveg í lagi og ég get ekki rétt algjörlega úr fætinum. Það sem olli þessu voru tvö spjót á ógnarhraða og nokkur sverð, þó ekki allt á sama tíma en allt á sömu æfingu. Þetta var ekki svo slæmt í gær en ég vaknaði við sársaukann í nótt og það var slæmt. En ég er búinn að kaupa mér hnjáhlífar svo svona slysum ætti að fækka. En hvar kaupir maður samt göngustaf?

tack tack

--hölt Drekafluga--

föstudagur, 19. janúar 2007

Eitt eldsnöggt

Mér finnst þetta gaman og hef ekki tíma til að skrifa svo hvaðan er eftirfarandi tilvitnun?

-Are you classified as a human?
-Negative, I am a meat popsicle.


tack tack

--Drekafluga, farinn að blóta Þorra. Fucking Þorri maður. . .--

miðvikudagur, 10. janúar 2007

Best

Í sjónvarpi:
Heroes á Skjá einum. Í Bandaríkjunum eru komnir út 11 þættir af þessari mögnuðu snilld en sá næsti kemur 22. janúar. Afar margir af vinum og kunningjum mínum geta ekki beðið eftir þeim þætti. Ég fæ sömu tilfinningu við að horfa á þetta og þegar ég sá fyrstu seríu af Lost á meðan Lost var ennþá snilld og átti möguleiga á að enda sómasamlega. Heroes má hins vegar aldrei enda (jú, ég bara segi svona). Ég gæti horft á þetta í mörg ár. Næstbest er svo House, líka á Skjá einum. Prison Break á Stöð 2 eru góðir þættir, jafnvel þótt hugmyndin um seríu 2 hafi hljómað illa í upphafi. Fleiri þætti má nefna, t.d. Boston Legal, Derren Brown: Trick of the Mind o.fl.

Í útvarpi:
Hef ekki hugmynd. Ég er svo gott sem hættur að hlusta á útvarp og þegar ég geri það þá hlusta ég á BBC World. Ég tilnefni því Newshour á BBC World.

Í blöðum:
Pondus. Fréttablaðið..

Í leikjum:
WoW - World of Warcraft. Ég forðaðist að fá mér þennan leik sjálfur af hættu við að verða heltakinn af honum en ástin mín hún Gunnþóra tók af mér ráðin og gaf mér hann í jólagjöf. Hann stendur fyllilega undir nafni; WOW. Ignition, pínulítill bílaleikur frá 1997 kemur næst á eftir og snilldin Mount & Blade þar á eftir.

Í græjunum:
Forgotten Lores - Frá Heimsenda. Þetta er ekkert smá fáranlega öfgagóð plata. Í alvöru. Snilld, snilld, snilld. Þess má geta að lög af henni óma um stofuna á meðan þessi póstur er skrifaður. Ef þetta var ekki plata ársins 2006 þá langar mig að heyra hver hún er.

í niðurhali:
Persónulega, þetta: Afro Samurai, Ergo Proxy, Karas, The Very Best of Ladysmith Black Mambazo, Wolfmother, Foster's Home for Imaginary Friends o.fl. Þess má geta að mig langar alls ekki að downloada neinu eins og Ladysmith Black Mambazo heldur kaupa diskinn og þannig styðja við viðkomandi listamann en það er ekki alltaf hlaupið að því.

---

Gleðilegt ár, svo ég segi það nú. Ég vona að þið hafið fitnað hóflega yfir jólin, haft það gott og sprengt óhóflega yfir áramótin. Í lokin er svo smá spurning fyrir þá sem hafa gaman af svona löguðu. Þessi er í auðveldari kantinum.

-What's he like?
-God? Lonely. But funny. He's got a great sense of humour. Take sex for example.
There's nothing funnier than the ridiculous faces you people make mid-coitus.

-Sex is a joke in heaven?
-The way I understand it, it's mostly a joke down here, too.


tack tack

--Drekafluga, a Tauren hunter named Chiru--