miðvikudagur, 27. ágúst 2008

Loksins!

Guy Ritchie er að koma með álitlega mynd. Revolver var frekar súr fyrir minn smekk. Rock N Rolla lýtur bara ansi vel út. Afar vel. Við Gunnþóra erum annars flutt til Akureyrar á ný og það er yndislegt að vera aftur í okkar eigin íbúð. Stundum vildi ég bara að hún og skólarnir okkar væru í Reykjavík. Við söknum fjölskyldunnar.

tack tack

--Drekafluga, Rock N Rolla--

fimmtudagur, 21. ágúst 2008

19" vs 28"



Nýi skjárinn minn er óheyrilega fallegur. Hér má sjá muninn
á honum og þeim gamla (með hálftónuðum sepiu áhrifum).

tack tack

--agndofa Drekafluga--

miðvikudagur, 20. ágúst 2008

Til hamingju

Í dag á fallegasta stelpa í heiminum afmæli.



Og það vill svo til að hún er stelpan mín.

tack tack

--Drekafluga í skýjunum--

fimmtudagur, 7. ágúst 2008

Og hann er með hreyfiskynjurum



Ég þarf semsagt ekki að snerta hann til að snooza (almennilega íslenskun skortir) eða þagga niður í hringingu. Þetta er bara einn af mörgum kostum við símann en eins og staðan er núna þá er hans helsti ókostur hvað það eru fá símanúmer í honum. Símaskráin mín liggur kramin í gamla símanum. Lesendur, endilega sendið mér sms með nafninu ykkar (eða skrifið við þessa færslu) svo ég geti bætt ykkur inn.

Næsta færsla verður líka um græjur (þá fæ ég kannski aftur færi á að gera svona speglanir í myndum. Ferlega gaman).

tack tack

--númeralaus Drekafluga--

miðvikudagur, 6. ágúst 2008

Ég syrgi þig sími

Af þakinu þaut hann
Í þokunni hnaut hann
Á veginum valt hann
Og Volvo svo braut hann

Ég steig út úr bílnum, dustaði af mér mylsnuna af pizzunni en lagði símann frá mér á meðan. Svo keyrði ég af stað, sá í speglinum símann þjóta í malbikið. Stoppaði, stökk út og hljóp með Gunnþóru. Horfði svo á með skelfingu þegar ökumaður Volvojeppa hundsaði hróp okkar, bendingar og köll og sveigði nett yfir símann svo hann kastaðist út af veginum. Bastarður

tack tack

--Drekafluga í símaleit--