þriðjudagur, 29. júní 2004

Well, whaddaya know..?

Í flugvélinni á leiðinni út var tilhlökkun í öllum enda ástæða til. Svona nokkuð gerist bara einu sinni á lífsleiðinni. Heiður úr FÞ var með Lonely Planet guide to Croatia og ég fékk bókina lánaða og sló um mig með hinu og þessu. Ég vissi allt um Porec. Ekkert mál. Áður en ég vissi af vorum við lent á flugvellinnum í Trieste. Þar var svo hin hefðbundna bið eftir farangri og hin hefðbundna ósanngirni ar í kring. Halla lét sína tösku fara þrjá hringi að ég held eingöngu til þess að við hin yrðum ekki svekkt. En ég hlustaði á Eddie Izzard tala um syndaflóðið (“..No, I appreciate your sense of publicity but, er... I want an Ark with a big room for poo, it’s gonna be important..”) og leiddist þess vegna ekkert.

Við vorum svo leidd út í tvær rútur og í þeim fórum við gegnum Slóveníu og niður til Porec í Króatíu. Á landamærum Ítalíu og Slóveníu vorum við stoppuð í vegabréfstékk og datt þá einhverjum í hug að fá stimpil á vegabréfið sitt. Þetta breiddist út og brátt heimtaði meirihluti rútunnar að fá stimpil. Þetta fór misvel í fólk en okkur varð á endanum ekki meint af og heilmikil gleði ríkti þegar við komum á áfangastað. “Hjá Mario” sem ég komst seint og um síðir að, að hét Antonia bistro var opnaður sérstaklega fyrir okkur og við gátum pantað okkur af matseðlinum. Auðvitað var sama og ekkert okkar með kúnur (króatíska gjaldmiðilinn) og ekki var hægt að borga með evrum. Það var samt ekkert vandamál því Chief (Mario) og kokkurinn sem ég man ómögulega hvað heitir (Luigi) sögðu við hvern Íslendinginn á fætur öðrum: “Is ok, you no pay now. You pay tomorrow.” Af því þeir voru svo heiðarlegir og ótrúlega hjálpsamir við okkur held ég að hver einn og einasti hafi borgað þeim daginn eftir.

Dagurinn eftir, hjá þeim sem eyddu honum ekki í að sofa vegna næturdjamms, fór í skoðunnarferð um Porec og Rovinj. Undir mali fararstjórans smámælta uppgötvaði ég nýjan karakter og skiptist á að vera hann og ég þegar hentaði. Þetta var Jeffrey the Tourist from Louisville U.S.A. Hann vakti skemmtilega lukku og ég ááræðanlega eftir að nota þessa týpu aftur þegar ég fer til útlanda. Þarna sá ég líka í fyrsta skipti króatískan íssala. Króatískir íssalar eru nefnilega sérstakur þjóðflokkur. Ef einhver eignast ofvirkt barn í Króatíu er framtíð þess ákveðin. “Young Baric, when you grow up you will be an Ice cream vendor.” “Will I?! Yay! Ciao Croatia! ‘Allo! Whopla!” Þeir sjá nefnilega yfirleitt út hvaðan maður er og kalla iðulega “Ciao! Island!?” um leið og maður gengur fram hjá. Um leið og þeir byrja að kalla tekur einn eða fleiri þeirra upp ísskeið, kastar ískúlu upp í loftið og grípur hana aftur. Og aftur. Og aftur. Svo, ef þeir ná að krækja í einhvern, búa þeir til Spes ís ©. Ég fékk mér engan ís fyrsta daginn. Í Rovinj fékk ég mér hinsvegar pizzu og eitthvað sem átti að vera kók. Ég ákvað að kvarta ekki þar sem með mér við borðið var nóg af fólki sem sá um það. Kannski var það bara ég sem var með vitlaust sjónarhorn á hlutina en mér var fyrirmunað að skilja þá neikvæðni sem ég sá þarna að virtist fylgja sumum þegar þeir fengu ekki nákvæmlega það sem þeir voru búnir að ímynda sér. Þetta var bara í fyrsta skipti sem ég varð var við slíkt en alls ekki það síðasta. Málið er að þetta var bara alltaf frá sama fólkinu. Svo voru þessar sömu manneskjur að tala um hvað þær vildu nú finna MacDonalds stað þarna einhvers staðar. Það er kannski bara skiptinemagenið í mér en ég þyrfti að vera hungurmorða og allir aðrir staðir lokaðir til að ég færi á MacDonalds eða annan álíka stað í svona ferð. Fuckin’ live a little. Just one tiny bit. Try it, it’s fun. Ég tel það víst að einhver ykkar sem ég er að tala um hérna eigi eftir að lesa þetta en það verður þá að hafa það. Stundum fannst mér bara eins og þið kvörtuðuð til þess eins að kvarta.

Allavega, já... pizza og gervikók. Þessi máltíð kostaði 52 kúnur. Ég átti bara 100 kúnu seðil og þjónustustúlkan spurði hvort ég ætti tvær kúnur. Par du tout var svarið og hún rétti mér 50 kúnu seðil til baka og sagði mér að ég borgaði bara næst þegar ég kæmi. Þetta er það sem ég dýrkaði hvað mest við þetta land. Það er enginn að rella yfir smámunum. Meir að segja í stórmörkuðum. Þú kaupir eitthvað á 24.98, borgar 25 og færð ekkert til baka. Hverjum er ekki sama um þessar 0.02 kúnur? Þetta sé ég ekki fyrir mér á Íslandi nema með einhverjum afsökunum. Þarna var þetta sjálfsagt.

Þegar ferjan lagði aftur að höfninni í Porec var rigning. Útlensk rigning. Allir urðu gengvotir og jafn óþægilegt og það var fannst mér það æðislegt. Ágúst og Anna Lind voru orðin svo blaut að þeim var eiginlega orðið sama og gerðu sitt besta til að skvetta meiri bleytu á hvort annað. Allir komu vatnssósa inn í rútuna og héldu áfram að vera blautir í áfengiskaupum þar sem loftárás var gerð á Breezerhilluna. Ég keypti hvítvín handa Höllu og var það eina áfengið sem ég keypti í ferðinni. Um kvöldið var svo stór hluti úr innkaupaferðinni innbyrtur og villa nr. 6 varð partyhúsið. Það var aðeins í fyrsta skipti sem hluta hópsins var hótað að vera hent út af hótelinu.

Næsta dag fór edrú hluti edrú herbergisins + Bergdís og Svava í bæinn og skemmti sér ágætlega –stop- Ég man, ef ég á að vera hreinskilinn, ekkert hvað við gerðum þar nema það að við fórum í hraðbanka og gengum eftir aðal verslunargötunni –stop- Um kvöldið voru útbúinn og étin súkkulaðihúðuð jarðarber –stop- Daginn eftir var ferðin til Brijuni eyjanna.

Í ferjunni var lífsþreytt kona að þakka okkur fyrir að hafa komið í ferðina. Hún gerði það á ensku, króatísku og þýsku og var með karakter fyrir hvert mál. Á ensku var hún með ýkta flugfreyjurödd og sagði ‘unn’ í hvert skipti sem hún hikaði. Á króatísku virtist hún uppgötva fullt af hlutum sem hún hafði gleymt á ensku og ég heyrði mikið af ‘ah!’ áður en hún dembdi sér í næstu setningu. Þegar komið var yfir á þýskuna var henni svo orðið alveg sama um allt þetta og notaði ‘so...’ áður en hún píndi sjálfa sig í næstu setningu. Strax á eftir henni tók Rússinn Aleksandra sér stöðu og þrumaði útskýringum yfir þá skelfingu lostnu Rússa sem voru með í för. Því næst kom íslenska fararstýran og talaði mónótómískt um eitthvað sem ég náði ekkert hvað var nema það að við værum á hraðskreiðri ferju og “að það mætti ekki fara út af henni”. Í alvöru, hversu mörg okkar urðu þarna fyrir vonbrigðum? Ekki eitt. “Er hún hraðskreið? Djöfull. Ég sem ætlaði upp á þilfar að stinga mér.” Á Brijuni fórum við svo í gönguferð og sáum mýri (applause), tequila kaktusa, asnalegt listaverk, nokkur töff hús og elsta tré í Króatíu, 1700 ára gamalt ólífutré. Af þessu tré fást ennþá 5 lítrar af ólífuolíu á ári (minnir mig) og í einn lítra þarf 10 – 15 kíló af ólífum. Til að halda fræðunum áfram þá klofnaði þetta tré þegar eldingu laust niður í það í óverðinu mikla árið 1970. Svo tréð héldist á lífi var brotið fyllt af steypu og er það því enn við lýði í dag. Ok. Í lestarferðinni sat ég í fremstavagninum með fararstýrunni og heyrði því allt tvisvar. Einu sinni þegar króatíska gellan sagði henni það og svo aftur þegar hún sagði öllum hinum það í gegn um hátalarakerfið. Groovy. Það var samt mikið af “..og á bak við trjáþykknið hérna til hægri sjáið þið svo ekki villu sem er í eigu frægs stjórnmálamanns..” og “..hérna hinum megin sjáið þið svo ekki rústir frá tímum Rómverja.” En stöku sinnum sáum við þó það sem hún var að tala um. Brijuni var aðsetur Tito, mannsins sem hélt Júgóslavíu saman áður en allt fór í kerfi þar. Hann hafði yndi af dýrum og var búinn að sanka að sér hinum og þessum tegundum héðan og þaðan úr heiminum. Mér fannst samt, þegar við fórum fram hjá þeim í lestinni, að þau væru að skoða okkur frekar en við þau.

Villikind 1: Lionel, is that the train?
Villikind 2: Oh I think it is, Mortimer. Is it twelve already?
Villikind 1: It must be. Should we round the others up?
Villikind 2: Well you know the drill, old chap.
Villikind 1: Right. Ahem! Pardon me, I don’t want to interrupt but the train is here. Are we all set for running? Lovely. Now wait for it... wait... now, run now!

Og villikindurnar hlupu af stað. Sebrahestarnir, sem höfðu bitið gras í rólegheitum hálfti mínútu fyrr skokkiuðu í hring eða slógust. Þau einu sem gáfu 100% skít í okkur voru lamadýrin. Þeim gat ekki verið meira sama. Þessi dýr eru samt skrýtin blanda. Tito var sérstakur náungi. Hann tók bara hvaða dýr sem er og flutti það á eyjuna. “Ostriches, yes, have some of those, very nice. Tiger sharks ...aaannnd... beavers. Good for some of that Venezuelan beaver cheese.” Í Titosafninu eru svo annars vegar uppstoppuð dýr og hins vegar myndir af Tito og dýrum eða Tito og frægu fólki. Tekið var fram að dýrin hafi dáið af náttúrulegum orsökum. Það telst semsagt til náttúrulega orsaka í Króatíu að deyja í flutningum. Sérstakt. Restin af daginum fór í chill á Laguna Bellevue og var það yndælt.

Steinþór var fararstjóri í Feneyjum. Steinþór er svolítið spes. Ég held ég hefði skemmt mér betur í litlum hópi eða bara með fjölskyldunni í Feneyjum. Þetta er bara þannig staður. Mér finnst Porec fallegri staður en það er sérstök tilfinning í Feneyjum. Bara það að koma inn á Markúsartorgið er mögnuð tilfinning. Þetta er riiiiiisa stórt torg með ótrúlegum byggingum í kring og við austurhliðina er Markúsarkirkjan, svo austræn að hún gæti vel hafa flust úr Þúsund og einni nótt fyrir mistök, og Bjölluturninn frægi. Bjölluturninn hrundi árið 1903 en var strax endurbygður í sömu mynd á nokkrum árum. Ég veit ekki hvort það eru fleiri sem koma auga á þessa hugsunarvillu en ef eitthvað hrynur, er þá viturlegt að byggja það alveg næakvæmlega eins? En hvað um það. Smíði kirkjunnar hófst 1042 svo ég býst við að turninn hafi verið reistur á svipuðum tíma. Hann hefur nógan tíma. Hertoginn af Feneyjun skyldaði kaupfara til að færa kirkjunni ýmiskonar listmuni úr hverri ferð og þannig sankaði hún að sér dýrgripum í aldaraðir. Þar er meðal annars marmaraljónið mikla frá Pýreus með íslenskum rúnaáletrunum Væringja. Það er semsagt vottur af menningu Víkinga í Feneyjum. We rule. En nóg af þessum fræðum. Við Katrín Diljá, Margrét og Mamiko fengum okkur ekta ítalskar pizzur og voru þær ljúffengar, við fórum í glerlistabúð og sáum náunga móta glerhest úr glerklessu á kannski 2 mínútum og það var líka magnað, við sáum húsið hans Marco Polo og hörfuðum undan geðbiluðum dúfum. En ef einhver fer til Feneyja verður sá hinn sami að fara í gondola. Fyrst verður hann að prútta við ræðarana sem reyna að pretta mann eftir bestu getu en um leið og komið er í gondolann líður manni bara vel. Ég raulaði meir að segja O sole mio. Það sem hafði samt mest áhrif á mig var þegar ég gekk utarlega á Markúsartorginu og varð svo litið til hliðar og sá koparskúlptúr. “Nei, töff, þetta er klukka eins og Salvador D...” Lengra komst ég ekki því mér varð litið inn í galleríið þarna á bakvið. Ég fór inn. Þarna voru málverk eftir Picasso og Dali og ég kiknaði í hnjánum og fékk hroll þarna í hitanum.

Ég hefði viljað vera lengur í Feneyjum með nokkrar milljónir í höndunum. Þarna er dýrt að lifa en vel þess virði að skoða. Eftir að hafa farið fjórum sinnum með ferjunni (því það var sama ferja í öllum ferðum, The Princess of Dubrovnik) var ég loksins farinn að læra og við Margrét höfðum tekið með okkur kodda af hótelinu. Við sváfum vært í rúma tvo tíma báðar leiðir. Ljúft. Um kvöldið borðuðum við ljúffengan mat á Sirena í Porec þar sem Mamiko fékk sér rækjur sem hfðu líkast til verið drepnar lifandi. Hún átti við eldaðar lifandi en svona kom þetta út. Þarna staupuðum við svo Grappa, í boði hússins, sem er ansi sterkur vökvi.

Ferðin leið svo fallega eftir þetta, ég dansaði gleðidans á götum Porec þegar ég frétti að ég væri kominn inn í Myndlistaskólann, við fórum á semi-reifstaðinn Colony, ég var kallaður Casanova af götusölunum vegna stelpnafansins sem ég fylgdi, ég fór næstum í teygjustökk en það var búið að færa það til næsta bæjar, við fórum út að borða, bæði bekkurinn saman (þar sem eigandinn bar í okkur staup) og Kvennó saman og svo til að kóróna þetta náði ég svo ekki myndum af fullt af stöðum sem ég var búinn að sjá út þar sem skólasystir mín gerði útaf við myndavélina mína með því að skutla henni niður steintröppur. Ég svamlaði líka með Nönnu og Betu á vindsæng út í eyju þar sem farið var á nektarströnd og það var mjög skemmtilegt.

En þetta var gaman. Ótrúlega gaman. Ég á eftir að fara aftur til Króatíu og ég get mælt með því við hvern sem er. Þetta er fallegt land.

Ég vil biðjast afsökunnar ef enskan fór í taugarnar á einhverjum en ég hlustaði á Eddie Izzard á meðan þetta var skrifað.

tack tack

--Drekafluga, brosandi--

fimmtudagur, 24. júní 2004



Vá, vá, vá... Ok, ég er ekki fótboltaáhugamaður númer eitt en mér finnst gaman að skemmtilegum fótbolta, stórleikjum og því um líku og þvílíkur stórleikur!! Markið hjá Rui Costa var stórkostlegt en svo skaut hann framhjá í vítaspyrnukeppninni eins og Beckham sjálfur gerði. Maður hefði haldið að vítaspyrnur væru bara formsatriði hjá svona mönnum. Og stáltaugarnar sem sumir hafa að þora bara að rétt vippa boltanum fram hjá David James. Úff! Hetja leiksins er án efa markmaður Portúgala. Hann fór úr hönskunum, varði, tók svo næsta víti sjálfur og skoraði. Þetta voru sanngjörn úrslit því Portúgalar spiluðu, að mínu mati, miklu betur en Englendingar og þá sérstaklega í framlengingunni. Djöfull er ég ánægður.

En úr þessu í annað, ég bara gat ekki byrjað á öðru, ég held að það verði ekkert úr ferðasögunni frá Króatíu. Ég var of latur við að skrifa punkta til að þetta geti verið skemmtilegt. Þetta breytist líklega bara í útdrátt. Svo þarf ég einhvern veginn að koma restinni af myndunum inn á netið. Ég bara tími ómögulega að fara borga fyrir ótakmarkað pláss á fotki því fotki er einfaldlega ekki nógu góð síða. Uppástungur og ábendingar varðandi þetta eru vel þegnar.

Felicidades Portugal.

tack tack

--Drekafluga schporty schport--

miðvikudagur, 23. júní 2004

Weird

This gives me the screaming heebie jeebies. Yes, I've been inhumanly busy and, yes, I've had a good reason to be but I still haven't even felt like webloging. Is this weird...? ...Yes.

But I believe that my loyal readers (yes all three of you) may now rejoice. My schedule is less frantic than before so I should have a little more time staring into nothingness... or writing. I'm still not sure. Nevertheless this increases the chances of updates on this now seemingly half-hearted site of mine. Well, I'm off down the boozer (Azerbajdzan).

Oh yes, check this out (ég eyddi tveimur albúmum en kom samt ekki inn öllum myndunum sem ég var búinn að fiffa til. Þær voru 76 talsins en ég kom bara 61 inn. Það vantar sumar af flottustu myndunum. En ég hef einhver ráð með þetta).

tack tack

--Drekafluga the exhaust. ed.--

fimmtudagur, 17. júní 2004

"...Norðaustan 12 metrar á sekúndu, léttskýjað, skyggni út að sjóndeildarhring.."

Nú er þurrkur. Maðurinn með ljáinn er, eins og gefur að skilja, með ljá. Ég er með þriggja metra breiða diskasláttuvél sem tætir í sig hvað sem á vegi hennar verður. Eftir því sem ég best kemst næst liggja nú um 23 hektarar flatir (þ.e. ég er búinn að slá heilmikið og heyið liggur á túnunum). Haukur og Jón eru hér, ásamt frúm, og eru þeir niðri á Heiðartagli að klára að snúa og ég býst við því að þetta verði allt saman rúllað á morgun. Það verður ljúft. Þá næ ég kannski að sofa eitthvað.

Pabbi er kominn af gjörgæslu og er nú á lyflækningadeild Borgarspítalans. Hann lítur agalega út, er allur flagnaður, er enn útsteyptur í flekkjum og er þróttlítill en ég á von á því að hann geti komið heim eftir einhverja daga.

Svo er það Króatía. Ég er ekki kominn nálægt því að vera búinn að setja saman boðlega ferðasögu svo þið verið enn að bíða. Myndir gæti ég hinsvegar sett inn bráðlega, jafnvel í kvöld. Já. Ég hef svolítinn tíma aflögu núna svo ég er bara farinn að eiga við það en bara sem teaser læt ég eina fylgja þessu.

---


---
Gleðilega þjóðhátið,

tack tack

--Drekafluga sláttumaður--

fimmtudagur, 10. júní 2004

Paused

Man, á meðan ég var úti var hér í vist skiptinemi frá Tælandi. Hann eyddi UT2004 út af tölvunni minni og fokkaði upp íslenskunni þegarég skoða síðuna mína. Yndæll strákur að öðru leyti hef ég heyrt. En ég sé alla íslenska stafi sem einhver funky tákn og man ekkert hvernig á að breyta því. 'Languages' fikt hjálpar lítið. Þetta truflar bara vefpóst og siðuna mína en ég hef ekki orðið var við fleira. Þetta er lame-ass kvikindi. Allavega, það sem ég vildi sagt hafa er þetta: Það getur orðið töf á birtingu ferðasögunnar frá Króatíu þar sem ég hef lítinn sem engan tíma aflögu þessa stundina. Heyskapur á fullu auk skylduverka og mæðir nokkuð á mér þar sem pabbi liggur uppi í rúmi með 40,5 stiga hita. Ég er farinn aftur út, vildi bara rétt skjóta þessu að.

tack tack

--Drekafluga vinnumaður--

þriðjudagur, 8. júní 2004

Jæja...

Ó þetta orð. O jæja. Ég er kominn heim frá Króatíu. Í morgun gekk ég um götur Porec í upp undir 30 stiga hita en er nú aftur staddur á þessu fallega, fallega landi, með brotin sólgleraugu, sæmilega brúnn og með tattoo á bakinu. ;) Veðrið í þessu sólríkasta landi Evrópu var bara yndælt þrátt fyrir óvenju litla sól. Ég ætla samt ekki að skrifa meira um það í bili þar sem ítarlegri ferðasaga er í bígerð. Ég var of latur að skrifa punkta en gengur vonandi ekki of illa að skrifa eftir minni. Ta.


(bara til að koma í veg fyrir misskilning er þetta henna tattoo. No worries)

tack tack

--Drekafluga--

mánudagur, 7. júní 2004

ÉG ER KOMINN INN Í MYNDLISTASKÓLANN!!!

...frekari fréttir frá Króatíu seinna...


hvala hvala

--Drekafluga í Porec, Króatíu--