fimmtudagur, 27. maí 2004

Ok...

Ég sit nú inni á bókasafni og horfi á rútuna fyrir utan. Veðrið er fallegt og þeð eru bara nokkrar mínútur í brottför. Fjórðubekkingar tínast að og spennan magnast. Himmi situr við hliðina á mér og talar um fegurð. Rútan er var að opnast. Ég er farinn. Bless.

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 26. maí 2004

Á morgun er sólarpartýmadness.
(ég tók út reifhlutann af auðskiljanlegum ástæðum


"Huzzah!" Eins og vélmennið Ben úr Treasure Planet eða Bastarður Víkinga mundu segja. Í gær vaknaði ég klukkan 07:00, fór í fjósið og svo út í skemmu. Áður en lagt var af stað til Reykjavíkur rétti amma mér kort með 10.000kr. og ég táraðist þegar ég las það. Hún skrifar alltaf eitthvað guðsorð og svo hjartfólgna kveðju. Þegar ég svo opnaði öskjuna sem fylgdi fylltust augun af tárum því í henni lágu ermahnappar afa míns. Litlar skeifur úr eðalmálmum með ágröfnu 'G'. Ég var líka með dimmrauða bindið sem hann keypti í Bandaríkjunum árið 1946. Hlaðinn dýrgripum. Dagurinn byrjaði vel.

Ég sofnaði á leiðinni í bæinn og var það vel. Klukkan tólf var ég kominn upp í Hallgrímskirkju og sá þá í fyrsta skipti stúdentshúfuna. Stressið kitlaði létt í magann. Kóræfingin byrjaði skömmu seinna og það kom mér á óvart að þrátt fyrir óþægilegan hljómburð kirkjunnar barst rödd mín skemmtilega þegar við æfðum Banana Boat Song. Okkur fjórðubekkingunum var svo raðað upp og klukkan tvö gengum við tvö og tvö saman inn í kirkju undir glymjandi orgelöskri. Mjög hátíðlegt allt saman. Kórinn átti svo að byrja á því að syngja þrjú lög. Þau gengu misvel og var Amazing (lack of) Grace lang brothættast. Mamiko stóð sig hinsvegar með stakri prýði og ef til vill hefði fólk heyrt í henni ef orgvélin hefði ekki verið svona hávær. Margrét Helga kynnti mig svo fyrir Day-ohið og mér leið ekki svo illa. Fyrsta erindi gekk vel en undir endann missti heilinn samband við lappirnar og þær ákváðu að vera í La Cucaracha fíling. Ég skalf eins og hrísla í vindi. Annað erindi flökti svolítið hjá mér en var ekki of slæmt. Endirinn var svo góður. Þegar ég hneigði mig og fór aftur upp í röðina horfðu mamma og Álfheiður á mig utan úr sal og glottu þegar liturinn kom aftur í andlitið á mér. Allan daginn var svo fólk að koma til mín og þakka mér fyrir sönginn. Sumir sögðust hafa tárast (sem ég skil nú samt eiginlega ekki) og aðrir fengið gæsahúð. Ég get ekki verið annað en sáttur þrátt fyrir augljósa sjálfsgagnrýni.

Við sátum svo í gegnum hinar alræmdu hálf hljóðlausu Ingibjargarræður en tókst (held ég öllum) að halda okkur vakandi og útskrifast. Það er æðisleg tilfinning. Við Himmi vorum í faðmlögum nánast um leið og húfurnar voru settar upp. Ég var stúdent númer 1687 frá Kvennaskólanum. Fimm kórsystur mínar drógu okkur Abann og Heilsufríkina afsíðis og gáfu okkur gjafir. Ég fékk vatnsliti, pensla og rándýran pappír. Ég var í skýjunum. Svo var haldið niður í Kvennó og ég drakk, át og náði í árbókarteikningu. Ég er virkilega ánægður með hvernig til tókst, þrátt fyrir nokkur misföst skot á mig en þau eiga líklega rétt á sér. Þetta verður skannað inn og sett hér upp þegar við fáum árbókina.

Þessu næst fór ég heim í Fellsmúla og svo í stúdentsveislu hjá Höllu þar sem ég var í rúman hálftíma. Ég og systir mín fórum svo sem leið lá að Stokkseyri og á Fjöruborðið. Skömmu eftir að við komum þangað komu Haukur, Kristín og Elías og svo mamma og pabbi á eftir þeim. Við átum svo humar eins og við gátum í okkur látið. Svo hljóðaði matseðillinn: "Humar grillaður í hvítlauk og smjöri, borinn fram í fjörugum félagsskap með grænu salati, kryddlegnum bökuðum kartöflum í hýðinu, kóríander gúrkusalati, kúskús, tómötum og dýrindis sósu. Hungry yet? Þetta var unaðslegt og kvöldið var virkilega fallegt um leið og háværi hópurinn á næsta borði fór burt. Svo fór ég aftur í bæinn og út á Nes (Seltjarnarnes, Cheetah ;)..) og þar í partý til Stebba. Þar var stemmning. Hinsvegar var ekki eins mikil stemmning á Rauða ljóninu og hefur "DJinn" þar hér með verið úrskurðaður réttdræpur. Klukkan að ganga fjögur steig ég svo upp í leigubíl með helst til aðeins of drukknum stúlkum og þegar þær stoppuðu á Select, Bústaðavegi eftir að hafa prúttað um tvær fríar mínútur við bílstjórann ákvað ég bara að ganga heim þaðan. Þær fóru langt yfir tvær mínútur og ég frétti svo í dag að þær hefðu móðgað bílstjórann en á eftir að fá nákvæma sögu þar á. Tuttugu mínútum seinna var ég kominn heim og steinsofnaði um leið og ég skreið upp í, enda búinn að vera úrvinda í fleiri tíma.
---

---
Tilkynning
Og svo að öðru. Fyrir þá sem lesa þessa síðu vil ég leiðrétta misskilning þó það sé kannski ekkert mitt að gera. Jóna Guðný, jafn frábær og hún er, er ekki dúx skólans. Skólametið var nefnilega tvíslegið. Jóna var með 9.52 sem er vissulega hærra en gamla metið, en eftir að hafa reiknað einkunnir Katrínar Diljár rétt hefur komið í ljós að hún gerði sér lítið fyrir og fékk 9.64. 9.64! Skólametið kolféll sem og vinnubrögð þeirra sem gerðu þessi mistök.
---


Jæja, ég er farinn. Þ.e.a.s. farinn að undirbúa mig og þess háttar. Á morgun tekur Króatía á móti okkur, ég vildi segja björt og fögur en við lendum eftir því sem ég kemst best næst um kvöld. En Ítalía, Slóvenía og Króatía, má ég kynna ykkur fyrir... mér.

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 23. maí 2004

Þetta geri ég ekki oft

Nýtt post sama dag og annað. Ja hérna. Þetta hljóta að vera ellimörk.

Lag dagsins í dag er Magalena með Sergio Mendez en ég er að vinna hörðum höndum að því að koma því milli tölva. Mér sýnist á öllu að Audacity sé málið og er því að ná í það af netinu. Ég þarf að taka lagið í sundur og flytja í pörtum og setja svo saman aftur. Tricksy hobbitses. Bölvað að eiga ekki auka netkort. Þetta lag (sem ómar núna á repeat) hef ég ekki fundið á DC en var búinn að ná í það á þessa tölvu fyrir löngu síðan og ég held ég megi ekki án þess vera úti. Þess má geta að ég er að skrifa þetta á tölvu foreldra minna, þar sem í minni er ekki módem og ég tími varla að kaupa mér það. Mér liði eins og ég væri að kaupa mér antík, eitthvað eins og svörtu, mjúku diskana sem voru í *86 tölvunum í gamla daga.

Í dag voru tónleikarnir miklu og gengu þeir svo gott sem hnökralaust. Kórinn er bara orðinn nokkuð þéttur. Hann stóð sig vel. Dúettinn hjá Björgu og Svövu hafði greinileg áhrif á áhorfendur og það var gaman að sjá, gítarspilið hjá Mossa og flutningur Mamiko bæði í söng og spilun var skemmtilegur og mér gekk ágætlega með Belafonte tónana. En einmitt út af þeim er ég að spá í að fara upp og horfa á Beetlejuice um leið og ég færi Magalena á milli.

"...
Shake, shake, shake Senora, shake your body line
Shake, shake, shake Senora, shake it all the time
Work, work, work Senora, work your body line
Work, work, work Senora, work it all the time

My girl's name is Senora. I tell you friends I adore her.
When she dances oh, brother,
she's a hurricane in all kinds of weather.

Jump in the line rock your body in time.
O-kay! I believe you...."

tack tack

--Drekafluga söngfugl--
Aaaaannndvarp...

Ég verð dauðuppgefinn þegar farið verður til Króatíu. Ég hef verið á stanslausu flakki milli landshluta og hef að öðru leyti haft nóg að gera. Ég held að ég nái ekki að skrifa mikið meira hér þar sem ég er að fara uppeftir að setja út. Þ.e.a.s. hleypa lambánum (þær ær sem eiga lömb, fyrir þá sem áttu í erfiðleikum með að lesa þetta) út. Sko, sagði ég ekki, það var verið að kalla á mig. Þetta verður því ekki lengra nema ég geti bætt við þetta seinna í dag, sem mér þykir nokkuð ólíklegt. Farinn. (woosh)

tack tack

--Drekafluga í flottum nærbuxum--

fimmtudagur, 20. maí 2004

Í dag er...

VIIIIIIKKKKKAAAAAA!!!!!!

...í reifsólarpartýmadness.


tack tack

--Drekafluga óþreyjufulli-- (ps. hér eru sveitamyndir frá því í dag)

miðvikudagur, 19. maí 2004

Easy Livin’

...allavega í bili. Ég kom heim áðan á bíl fullum af tölvudóti, geisladiskum, DVD, fötum, sængurfötum, vopnum og öðru nördalegu. Ég vildi að ég hefði verið jafn fjótur að fylla bílinn og tæma hann en það munar heilmiklu að hlaupa niður af fjórðu hæð margar ferðir eða upp á aðra hæð margar ferðir. Ég var svo aðeins byrjaður að raða í herbergið mitt þegar pabbi kallaði á mig með vinnuröddinni. Ég átti að fara að gera eitthvað og akkúrat þá nennti ég því ómögulega. Núna finnst mér það hinsvegar ágætt. Ég fór ekki í erfiðisverk. Ég var ekki settur í að herfa eða taka til úti í skemmu. Nei, ég var settur fyrir framan tölvuna. Outlookið er í tómu tjóni og erfitt að tjónka við það. Ég var sendur í fremstu víglínu og sagt að berjast þar til að 2004 framtalið kæmist til skila.

Eftir hatramma orustu við tókst mér naumlega að sleppa lifandi. Á meðan ég sleikti sár mín í sjúkratjaldinu hrasaði sendiboði inn, móður og hóstandi og rétti mér skjal. Natha yibinss uriu tlus muth. Thrityh wun l' trezen. L' ogglinnar orn naut mir ninta eairthin. Dammerman. Þýtt á almenna tungu var þetta: “A weakness has been found. Attack in the north. The enemies will not hold their ground. Dammerman.” Ah, Dammerman. Honum mundi ég treysta fyrir lífi mínu. Ég reis upp og hundsaði mótmæli sjúkraliðans. Takmarkinu skyldi vera náð. “Þú,” sagði ég og benti á vörð sem stóð við tjaldopið. “náðu í hestinn minn.” Já herra, var svarið. Ég beit á jaxlinn og stóð upp. Þremur mínútum síðar fann ég vindinn blása yfir andlitið þegar ég kom upp á hæðina og horfði yfir vígvöllinn. Bæði lið höfðu hörfað og ekki mátti á milli sjá hvor hafði það verra. Grasið var blóðrautt og rjúkandi. “Jæja Þrasir,” sagði ég og klappaði hestinum á hálsinn. “við höldum norður.”

Og svo fór að ég gat sent framtalið í gegn um Yahoo og er svo að fara að reyna að hreinsa tölvuna eitthvað. Guð blessi Yahoo þar sem gert er ráð fyrir vitrænum gagnasendingum og geymslu. Þetta hefur Hotmail ekki. Já, allavega. Ég fór ekki á ball í gær. Ástæða? Jú, þar var víst tilfinnanlegur skortur á fjórðubekkngum og þó ég hefði auðvitað skemmt mér vel með öllum hinum hefði það ekki verið eins. Ég átti mjög notalegt kvöld í staðinn. Fór í bíó og svona. Það var gott. =)

tack tack

--Drekafluga ævintýrabarn--

sunnudagur, 16. maí 2004

Stutt færsla í tilefni sunnudags

...og skrifuð í hálfgerðum flýti.
Ég var að koma inn. Hafði farið í matarboð í Ásaskóla og þaðan nokkurn veginn beint upp í fjárhús til að athuga með sauðburð. Engin borin enn. Á leiðinni heim tók ég eftir því að það var hestur sunnan við veginn en eins og hinir átti hann að vera norðan við hann. Við nánari eftirgrennslan sá ég að þetta var Glampi sem stóð þarna hníptur og einmana. Ég náði í mömmu og við komum honum til hjálpar. Hestar, og hann alveg sérstaklega, eru samt greindar skepnur. Hann vissi nákvæmlega hvað til stóð og fór sjálfur um eftir að við höfðum greitt honum götu. Þegar heim var komið fór ég út í fjós til að slökkva á sköfunni ef ske kynni að kvígan tæki upp á því að eignast kálf í nótt og tók svo frá mjólk til að hafa eitthvað út á morgunkornið á morgun (og það vill svo til að þetta ‘eitthvað’ er besta mjólk í heimi). Fyrr í dag var ég svo niðri á Silfurteig, með X-ið í botni og var að plægja.

Á morgun fer ég svo í bæinn og verð allavega eitthvað fram á þriðjudag. Kóræfingar báða dagana og munnlegt þýskupróf (sem einhvern veginn hafði fallið milli hluta) annan daginn. Svo er víst ball. Lokaball. Mér, sem nánast útskrifuðum fjórðubekkjaröldungi finnst það svolítið óþægileg hugsun. Þetta verður síðasta ball sem haldið verður á skólagöngu minni í Kvennó. Og ég er ekki viss um að ég mæti. Hvað er það?! Ég þyrfti nefnilega að koma aftur austur sem fyrst og ballið er svolítil hindrun þar á. Ég hlýt samt að komast á það þó ég kæmi þá ekki aftur hingað fyrr en á miðvikudag. . . Ja sei sei. Þetta er mal. Það er langt síðan ég hef malað hérna. Vonandi verður það ekki að vana.

tack tack

--Drekafluga sveitastrákur--

laugardagur, 15. maí 2004

A hodudududu

Djöfull. Það liggur við að ég blóti á sænsku. Ég var kominn með uppsafnað efni í hugann og var öruggur með skrifelsi út alla næstu viku. Og svo gleymi ég öllu. Þetta er enn ein sönnun þess að ég ætti að ganga um með lófatölvu. Blað og blýantur mundu sjálfsagt gera sama gagn en ég er pirraður og má láta mig dreyma.

Svo er það líka pressan. Ég fékk þó nokkurt lof fyrir að vera góður penni í síðustu færslu. Nú verð ég að standa undir því með tilheyrandi stælum... ...eða bara beina pressunni annað. Að öðrum ólöstuðum er ég nefnilega með nokkra uppáhalds ritsmiði úr linkalistanum til hægri. Þegar kemur að því að gæða hversdagslýsingar lífi er ein manneskja í uppáhaldi hjá mér, hún Mariatta. Ef ég vil brosa athuga ég hvað Isis eða Brynhildur hafa að segja og ef ég vil finna hugaráskorun, hæðni og pælingar kíki ég til Doktorsins. Hinn eini, sanni Bastarður Víkinga og Undintuska koma svo oft nýjum og ferskum pælingum inn í hausinn á mér. Á óreglulegri hringferð minni um vefrit eru þetta punktar sem ég stoppa iðulega á. Nújá. Þetta varð aðeins ýtarlegra en ég ætlaðist til þar sem þetta var gert í nokkurs konar hálfkæringi en stendur satt engu að síður.

Í síðustu færslu kvartaði ég yfir veðri. Strax sama kvöld var komið logn og sólskin og ég lét þreytuna renna aðeins úr mér í heita pottinum. Umhverfið var gyllt af kvöldsólinni og ef ég drykki bjór hefði ég verið með bjór. Þetta var þannig stemmning. Seinna um kvöldið var ég svo með þreytu í vöðvunum en það var gott. Mér leið vel því ég hafði áorkað einhverju yfir daginn. Ég er nefnilega of latur til að ég hafi gott af því. Slacker. Ég er svo rosalega áhyggjulaus að það jaðrar stundum við veruleikafirringu. Þetta er samt ekki alsæmt því ég hef oft náð að róa aðra í kring um mig, t.d. yfir prófstressi og þess háttar en það er samt ekki þar með sagt að ég hafi nokkuð gott af þessu. Þess vegna er ágætt að koma aftur heim og fá að vinna almennilega. Það gerir manni ekkert nema gott.

Þegar ég pæli í því er það sem ég sakna mest úr Reykjavík, fyrir utan vini, DC++. Ég hef komið inn á þetta áður en vil ítreka það núna. Netsamfélagið á DC er frábært. Bara einstaka CS gerpi sem truflar mann og einn og einn þurs en þar fyrir utan er þetta snilld. Svo veit ég ekki hvar ég verð næsta vetur og þar af leiðandi ekki hvernig tengingu ég verð með. Myndlistaskólinn er ekki búinn að svara og systir mín orðin þreytt á kommúnulífinu og verður glöð að sparka mér út og flytja upp í Breiðholt. Svo ég enda kannski á því að leigja herbergistetur sem er ekki einu sinni með símatengingu en hinsvegar stóran glugga og innstungu sem virkar yfirleitt. Yay. ...

En hvað þetta var nú upplífgandi. Ég læt það duga.

tack tack

--Drekafluga andlausi--

föstudagur, 14. maí 2004

El diario del capitán,
Día 05142004


Oubadah! Hér er ömurlegt veður. Eins og það var gott í gær. Mamma kom heim frá London og sem Chouffeur Royale fór ég og náði í hana. Eftir að glerinu sem er hjá komufarþegunum var skipt út fyrir tréverk hefur spennan í biðinni minnkað til muna. Hver man ekki eftir því að annað hvort koma niður rúllustigann og sjá vini eða ættingja bíða eftir manni eða standa hinum megin við glerið og þekkja allt í einu einhvern af þeim sem eru að koma og geta ekki beðið eftir að þeir komist í gegn? Nú er þetta ekki lengur hægt af því að einhver fífl tóku upp á því að smygla og gátu gefið merki í gegn um glerið. Jæja, fyrst svo var komið var ekki annað að gera en bara bíða. Ég fann líka til óþreyjufullrar tilhlökkunnar þar sem ég stóð þarna í Leifsstöð og hugsaði að eftir tvær vikur kæmi ég aftur ásamt fleiri tugum Kvenskælinga og þá yrði gaman.

Það er einhvern veginn ósjálfrátt að maður reynir að halda kúli á meðan maður bíður. Ég var að hlusta á mp3, það er kúl. Svo var það líkamsstaðan. Ég reyndi ýmislegt en gleymdi mér þegar mig var farið að lengja eftir móður minni og endaði uppi á töskukerru, að reyna að halda jafnvægi á tveimur hjólum. “Nei, Gummi, þetta er ekki töff.” seitlaði niður í huga minn rétt áður en ég stökk fimlega af kerrunni og náði enn fimlegar að komast hjá því að lenda á ferðamanni, eldri konu frá Englandi. Ég andvarpaði. Nokkrum mínútum seinna kom mamma og við héldum af stað austur.

Við stoppuðum hjá Hauki í Breiðholtinu þar sem ég kláraði grillmatinn hans og drakk áræðanlega lítra af kóki. Það er aldrei leiðinlegt að borða hjá Hauki. Svo þegar við fórum þaðan heyrðist hvellur, sprenging nánast, í nágrenninu og við veltum fyrir okkur hvað þetta gæti verið. Það kom hinsvegar í ljós innan stundar þegar við keyrðum rétt fram hjá bláum blikkljósum og sáum gult mótorhjól á hliðinni, merkt af með keilum. Rétt áður höfðum við mætt mótorhjóli og ég hafði þá spurt mömmu í gríni hvort ég mætti fá eitt slíkt. Hún hafði svarað neitandi. Ég hef ekki enn séð neitt um þetta í fréttum og vona þess vegna að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Í dag stóð ég mig svo að því að vera kominn aðeins frá mótorhjólum og aftur yfir í bílaáhugann. Mig langar í bíl. Ég vil ekki eiga Imprezu (þó það séu ótrúlega skemmtilegir akstursbílar) eða Civic því þá væri ég sjálfkrafa stimplaður Selfyssingur og þar af leiðandi fífl þegar kemur að akstri. Ég keyrði, einu sinni sem oftar, í gegn um Selfoss í gær og, einu sinni sem oftar, fann ég fyrir best geymda leyndarmáli á Selfossi. Þeir eru ekki enn búnir að uppgötva stefnuljós og tilgang þeirra. Þetta er algjört leyndarmál fyrir þeim flestum og þeir fáu sem hafa skilning á þessu leyndarmáli gera allt sem þeir geta til að aðrir komist ekki að því og nota því aldrei stefnuljós. Stefnuljósamafían. Ég held ég hafi aldrei á ævinni séð nokkurn íbúa þarna gefa stefnuljós og hef oft langað að skera á dekkin hjá fíflinu sem svínaði fyrir mann með tilheyrandi stælum. Anda inn, anda út.

Nú, af því ég er kominn í sveitina get ég endað þetta sveitalega og sagt ‘jæja, ég er farinn að brennimerkja’ eða eitthvað álíka. Það verður líklega mikið um slíkar kveðjur í sumar þar sem ég verð á fallegasta stað sem hjarta mitt hefur fundið, sveitinni minni.

Jæja, ég er farinn að brennimerkja...

tack tack

--Drekafluga--

fimmtudagur, 13. maí 2004

Yes, yes...

I know. Haven't met demands. Don't bug me.
Þrátt fyrir að vera búinn í prófum hefur verið þó nokkuð að gera, eða öllu heldur um að vera. Fólk að hitta, staðir til að vera á og svo framvegis. Ég fór hingað og þangað í dag en eyddi deginum að mestu í búslóðaflutninga þar sem bróðir minn var að færa sig úr Breiðholtinu í Breiðholtið... á betri stað.

Vissuð þið að það er ekki ein flík í Zöru í stærðinni Small? Og afar fáar í Medium? Nei, þetta var ég líka að læra í dag. Ég keypti mér samt bol sem mér tókst eftir þó nokkuð erfiði að finna í Medium. Þetta verður Króatíubolurinn. Þegar þetta er skrifað eru 15 dagar í ferðina og spennan eykst stöðugt. Hinsvegar er aðeins einn dagur þar til ég fer austur. Ekkert chill í bænum. Austur að vinna. Ég ætla að leyfa mér stutt andvarp: *andvarp*. Það er samt ágætt að fara austur en þar er t.d. ekki nógu hröð nettenging til að vera á DC. Og ég er orðinn afskaplega háður DC. Mömmu minni finnst tölvan mín vera gerfiþörf en ég veit betur. Tölvan mín er það sem mætti kalla An Entertainment Centre. Ég á bara eftir að fixa til millistykki svo ég geti tengt hana við sjónvarp og þá er stuð. Aaaaahh...

Klukkan er samt orðin margt og því segi ég þetta gott í bili.
Lag dagsins er Carrot Rope með hljómsveitinni Pavement

tack tack

--Drekafluga tölvugeek--

mánudagur, 10. maí 2004

Iiiinú!

Nýja Blogger.com er miklu flottara en það gamla. Creamy. Gúdd sjitt. En jæja, nóg um það. Ég lærði á endanum heilmikið í gær þar sem ég uppgötvaði að ég væri að fara í sálfræðipróf í dag og það væri betra að kunna eitthvað. Í dag gekk mér hörmulega. Þar sem þetta er þroskasálfræði var svar mitt við öllum spurningunum mismunandi útgáfur af þessu: "Umm... barnið er ekki enn nógu þroskað til að gera sér grein fyrir þessu...ennþá. Það kemur. Anyway, chin up." Ég og Jóna vorum síðust út. Dúxinn og tossinn. Og ekki rugla saman hvor er hvor. Þetta próf mun sækja á mig í svefni jafnt sem vöku.

Ég vil nú nota tækifærið og segja takk Dathe McRay. L' xar'zith wun ussta harl k'lar uriu alus p'wal d' nindol jivvin. Ég er nú stoltur og ánægður eigandi Dress to Kill í tip top gæðum, Live at Broadway með Robin Williams og No Cure for Cancer með Denis Leary. Takk takk.

The Death Star, The Death Star is just full of British actors opening doors and going:
"Oh? I'm... Oh."
"What is it leftenant Sebastian?" (hann segir leftenant, já)
"It's just the rebels, sir... They're here."
"My God, man! Do they want tea?"
"No I think they're after something more than that, sir. I don't know what it is but they brought a flag."
"Damn, that's dash cunning of them."

Þetta er þegar komið í share hjá mér á DC. Já og talandi um það (fyrir ykkur sem það skilja). Limitinu á höbbana var breytt í gær og þarf maður nú að vera með +75Gig til að komast inn á Valhöll. Það var mikið af reiðum plebbum inni á Miðgarði. =) En þeir vinna sig hægt og hægt upp í Valhöll aftur. Einn þeirra er þegar þetta er skrifað að downloada Penny Arcade safninu mínu. Ég er afskaplega ánægður með það. En ég er farinn að gera ekkert í smá stund. Aaahh.

tack tack

--Drekafluga sem líður nokkuð vel miðað við aðstæður--

sunnudagur, 9. maí 2004

Sunnudagur

Klukkan er 06:48. Það er dregið frá glugganum á herberginu. Ég vaknaði klukkan 04:45 (þetta virkar fyrr með núllinu fyrir framan er það ekki) en lá í rúminu í korter. Það er ótrúlegt hvað það er góð tónlist í útvarpinu einmitt þegar fólk ætti að vera sofandi. Ég fór svo fram og heilsaði mömmu ótrúlega hress eftir þennan tæplega tveggja tíma nætursvefn. Því þakka ég að ég skipti á rúminu í gærkvöldi. Tandurhreinn svefn. Ég komst síðan að því hvað ég þarf að gera til að hafa lyst á morgunmat. Ég þarf bara að fara á fætur um fimmleytið. Át fullan disk af Kellog's finest og fór svo út og keyrði mömmu út í Leifsstöð. Hún hafði mjög gaman af Eddie Izzard monologinu mínu og ég hlakka alltaf meira og meira til að sýna henni t.d. Dress to Kill. "The Psychotic Bastard Religion. And an adviser said: 'How about the Church of England?' Church of England, that's better. ...Even though I am Scottish, myself." Ég keyrði svo sem leið lá til baka en þegar ég var að keyra úr Garðabænum fékk ég þessa tilfinningu... að þykja vænt um þennan stað. Og ég er ekki endilega að tala um Garðabæ. Ég sá hvernig Kópavogurinn (sem mér þykir reyndar vænna um en Garðabæ) breiddi úr sér fyrir framan mig. Og svo Reykjavík eftir það. Og þetta var fallegt. Alveg ótrúlega fallegt og mér þótti vænt um þessa fegurð. Flestir hafa áræðanlega fengið þessa tilfinningu, hvaðan sem þeir eru, að þykja allt í einu vænt um bæinn sinn, sveitina sína eða annað álíka og vera feginn að hafa fengið að upplifa hversu frábær viðkomandi staður er. Ég skrúfaði rúðuna niður (sem er svolítið skrýtið að segja um rafdrifnar rúður) og fór ekki yfir 40 það sem eftir var leiðarinnar. Fuglasöngur og falleg birta allt í kring. Sólstafir. Ég á eftir að verða ósammála mér þegar ég lognast útaf yfir sálfræðiglósunum í dag en maður ætti alltaf að vakna klukkan sex á svona sunnudagsmorgnum. Ef ég ætti fartölvu væri ég núna úti að skrifa þetta. Ég vildi bara segja það núna og meina það þar sem ég held ég hafi ekki gert það síðast: Gleðilegt sumar. Vonandi getið þið notið dagsins þrátt fyrir prófin. Ég er að hugsa um að taka mér pásu og fara út og jafnvel vera með lög eins og Beautiful Day með U2 á spilaranum. Magnað.



tack tack

--Drekafluga sem líður alveg ótrúlega vel--

laugardagur, 8. maí 2004

Vá. Langa hlé...

Ég ætlaði að skrifa í gær en ákvað að fara í bíó. Ég ætla hér að setja inn umfjöllun mína um hana af kvikmyndir.is, sem var reyndar frekar frekar fljótgerð.

Ég fór í bíó í gær. Mér datt ekki í hug að það væru nokkrir miðar eftir á Van Helsing þannig að ég ætlaði að fara á Ned Kelly í þetta skiptið. Sýningin á henni hafði þá fallið niður en viti menn, það voru til miðar á Van Helsing. Ég náði góðu sæti, kom mér fyrir og myndin byrjaði.

Ég ætla ekki að skrifa upp söguþráðinn enda ættu grófir drættir hans að vera fólki kunnugir.

Það tók mig smá tíma að átta mig á því að til að byrja með var hún svart-hvít (nema minni mitt blekki mig). Það leið hinsvegar ekki langur tími þar til ég andvarpaði innra með mér. Van Helsing náði ekki væntingum mínum. Ég hef mikla þolinmæði gagnvart svona ævintýramyndum (ég gaf Dungeons&Dragons séns fram á síðustu mínútur) þar sem ég er fantasy nörd sjálfur. Van Helsing er bara svo uppfull af klisjum og er að mestu leyti svo ótrúlega fyrirsjáanleg að það verður á köflum hálf kjánalegt. Samtölin eru stundum sápuóperuleg og jafnvel tæknibrellurnar virðast stundum gerðar í hálfkæringi og ekki alveg kláraðar. Það sem mest fer í taugarnar á manni er hinsvegar persóna Kate Beckinsale. Hreimur hennar er agalegur og svo verður maður pirraður út í persónuna sjálfa fyrir að vera ein tregasta kvensnift sem dottið hefur á hvíta tjaldið í lengri tíma. Þið hljótið að sjá hvað ég á við þegar þið sjáið myndina.

Hugh Jackman er pottþéttur leikari og gerir persónu Van Helsing skemmtilega en það er David Wenham (Faramir út LotR) sem stelur senunni sem 'comic-sidekick' munkur. Myndin er samt ágæt afþreying þegar allt kemur til alls þrátt fyrir áðurnefnda lesti og ef fólk tekur myndina ekki of alvarlega má vel skemmta sér yfir henni.
---

Svo er hringurinn eini orðinn eini hringurinn. Ég má ekki leika mér með hringana sem eru á fingrum mér því þá gerist þetta. Ég missti þumalhringinn milli bílsæta í gær og fann hann hvergi. Þetta er óþolandi. Ég var áður búinn að glata álaga quetzal hringnum frá Guatemala en var ekki einu sinni að leika mér með hann. Hann bara hvarf. Þannig að nú eru hendur mínar án nokkura hringa. Án hringa! Hvenær var ég síðast án hringa á höndunum. Nú er ég bara með einn (sem er reyndar wickedly cool og tekur öllum öðrum fram) á keðju um hálsinn. This shall be remedied soon.

tack tack

--Drekafluga myndastrákur hinn hringalausi--

miðvikudagur, 5. maí 2004

Time Crisis

(var það ekki nafn á tölvuleik? PS2?) Í gær keypti ég mér tvenns konar efni í 2x 100ml túpum frá Body Shop. Face Scrub for men (with crushed rice to exfoliate & smooth) og Face Protector for men (with cocoa buter to soothe & moisture). Nú get ég semsagt ýft upp á mér andlitið og hálsinn og sléttað svo aftur. Stemmning í því. Discuss. Það er hinsvegar prófatörn og ég má ekki vera að því að standa í svona löguðu. Ich bin ein Auslander und spreche nicht gut Deutsch.

Piff.

--Drekafluga--

mánudagur, 3. maí 2004

Today is Bright Eye, 3rd day of Spring Blossom

...

Það er frábært að þekkja Myndasöguguðinn og fá hjá honum bæði þætti og blöð.
En ekki fyrir prófin.
Það er frábært að það eru myndir eins og Kill Bill Vol. 2, Whale Rider og Ned Kelly í bíó og Van Helsing á leiðinni.
En ekki fyrir prófin.
Það er frábært að eiga vini til að hanga með, leiki til að spila og bækur um ævintýraheima til að lesa.
En vitið þið hvað? Ekki fyrir prófin.


Já, ég er búinn með allan þann Ultimate Spiderman sem Doddi var með inni á DC, mig dauðlangar í bíó, ég á nóg af vinum (sem eru reyndar í sömu aðstöðu og ég hvað próflestur varðar), ég á dobíu af Dragonlance bókum sem sumar hverjar eru enn ólesnar og ég á leiki eins og UT 2004, Warcraft III og Spellforce. Ég á greinilega líka langar setningar. Ég fer í þrjú próf; þýsku, spænsku og sálfræði. Þetta er ekki mikið en ég væri samt til í að sleppa eins og einu þýskuprófi. Samnemendur mínir eru sumir hverjir búnir, hafa engin lokapróf og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu. Á meðan hef ég áhyggjur og finnt það bara ekkert gaman. Vanþakklæti? Nú dæmi hver fyrir sig. Ég vona bara að ég nái að sparka nógu duglega í sjálfan mig til að haldast við próflesturinn. Nú er ég hinsvegar farinn að endursenda sálfræðiverkefni. Ta.

tack tack

--Drekafluga hámsnestur?--

laugardagur, 1. maí 2004

Daginn eftir dimmision

Update

Jú, ég dauðsé eftir peningnum en það þýðir ekki að ég hafi ekki skemmt mér stórkostlega. Dagurinn var snilld. Sem einn af 4-T var ég í hlýjasta búning á svæðinu. Leonardo úr Teenage Mutant Ninja Turtles til að vera nákvæmur. Í morgunpartýinu hjá Diljá klæddu sig allir í búningana, farið var yfir hvernig við heiðruðum kennarana og svo var farið upp í Kvennó. Við vorum, samkvæt hefðinni, síðasti bekkurinn á sviðið og vildum ekki að fólk yrði þreytt á okkur þannig að þetta var allt frekar stutt og hnitmiðað og gekk bara nokkuð vel upp. Við vorum öll að bráðna inni í flísbúningunum þannig að þegar við vorum ekki á sviðinu vorum við úti. Það kom samt í ljós að þetta var líklega besti búningurinn ef miðað er út frá veðri. Flestum öðrum var kalt þegar komið var frá Kvennó. Við fórum í tveimur gámabílum Laugavegsrúnt og svo út á Nes í pylsuparty. Þaðan var svo haldið niður (er það ekki 'upp' frá Nesinu?) í bæ þar sem var hringsólað og ég skíttapaði fyrir Bogga í áskorannakeppni. Ekki það að ég hafi ekki þorað jafn mikið. Mér gekk bara agalega að fá allt ókunnuga fólkið til að gera það sem ég vildi. "I'm sorry, I don't understand you." fékk ég t.d. tvisvar um leið og viðkomandi manneskja strunsaði fram hjá mér. Þetta var samt gaman.

Svo eftir að ég komst heim á ungmennnamiða í dimmisionbúning fór ég í sjóðheitt bað og leið hreint ekki illa. Um hálf átta kom Margrét Malena svo og við fórum í matinn í Dugguvogi. Svo fórum við aftur heim til mín þar sem ég náði í myndavélina sem ég hafði gleymt og fórum svo aftur í matinn í Dugguvogi. Við Dabbi, Sigga, Pétur og Stebbi sáum fram á að maturinn væri ekki ætur nema með kóki og vil ég nú opinbera þakklæti mitt til Siggu yfir að hafa reddað því. Pizza er ekki pizza nema með kóki. Allavega, svo var líka ís með Snickerssósu og svo var dansað og dansað. Ég tók líka þátt í afar skemmtilegum umræðum um fullnægingar stelpna og kynlíf almennt. Mynd af hópnum sem átti þessar umræður er að finna hérna (þess má geta að ég kláraði hleðslubatteríið á myndavélinni minni og tvö AA batterí þar ofan á). Svo átti ég innilegar samræður við manneskju sem ég hélt að mér gæti ekki þótt vænna um en hún afsannaði það. Mér þykir ótrúlega vænt um hana. Þegar ég var síðan að kveðja vini mína fór hún án þess að kveðja mig og mér sárnaði það undarlega mikið. Ég var leiður alla leiðina heim (já, heim, ég er ekki þessi djamma-niðri-í-bæ týpa) en hugsaði svo um daginn og leið betur aftur. Mig dreymdi svo pizzur og katana. Cowabunga.

Já svo er skólablaðið loksins komið út. Mér fannst svolítið gaman að sjá að þar eru nokkar myndir sem ég tók, t.d. myndirnar af fótboltaleiknum. Hinsvegar var myndasagan sem ég hafði verið beðinn að gera fyrir blaðið ekki birt og er ég afar þakklátur fyrir það. Ég dæi úr skömm því þetta var hreint út sagt agalegt. Semsagt takk fyrir það hver sá (sú) sem klippti það út.




tack tack

--Drekafluga er búinn með fjórða bekk--