föstudagur, 27. júlí 2007

Wolfie

Jæja ég vona að allir séu búnir að skoða Flight of the Conchords. Mér finnst þeir vera snilld. En hvað um það. Ég teiknaði úlf í fyrradag. Það er áræðanlega áratugur síðan ég hef teiknað úlf.



Mér finnst að ég ætti að gera meira af því að teikna dýr. Maður lærir af því. Þess vegna vildi ég spyrja ykkur, mínir kæru þrír lesendur, hvað ég ætti að teikna. Einhverjar tillögur? Þegar ég verð nógu lærður mun ég vonandi geta látið þau dilla sér eins og Bernard Derriman lætur þau gera. Flash hreyfimyndir hans eru æðislegar.

tack tack

--Drekafluga teiknari--

föstudagur, 20. júlí 2007

Flight of the Conchords!

Það er reginhneyksli en ég rakst á þessa hljómsveit fyrir nokkru síðan en hálf gleymdi henni þar til Daði setti lag með þeim á MySpace síðuna sína. Ég vona að það verði ekki vani hjá mér að setja svona færslur inn en þessi hljómsveit er þess virði. Þið sem ekki hafið heyrt í Flight of the Conchords, gjörið svo vel:

Business Time


Albi the Racist Dragon


Hiphopopotamus vs. Rhymenoceros


The Humans are Dead. Þetta lag er uppáhaldið mitt.


tack tack

--Drekafluga, syngjandi með--

miðvikudagur, 18. júlí 2007

It's also known as Moolah

Ég setti þetta líka inn á DeviantArt og því er eftirfarandi, ásamt fyrirsögninni, á ensku. Ég get ekki ímyndað mér að það ætti að vera fyrir neinum sem les þetta á þessari síðu.
I wish I had more money. Not necessarily just-won-the-lottery money, just... well, more. I need a notebook computer (Dell XPS M1330 is quite dreamy) before school starts in August. I need to pay for the school that starts in August. I need to rent or buy an apartment before the end of August because the school is on the other side of my island (it's mine). There are expenses and, as always, unforseen costs and lastly, I desperately want to buy a Cintiq 21UX while the currency fluctuation is still pinning the USD below 60 Icelandic kronur. And for all of that, I need a rather sizeable sum. Mmm... Cintiq. I want it. I want it!

Yeah, so, please let me know if you know any eccentric millionaires who would like to support a starving young artist. I say starving because I haven't taken my lunch break yet so it is a passing thing. This time.

tack tack

--poorish Drekafluga--

þriðjudagur, 17. júlí 2007

Umm... ok.

Ef ég set ekki eitthvað hér inn að minnsta kosti vikulega þá er þetta sama sem dautt vefrit. En þar sem ég hef ekkert að segja þá kynni ég með stolti, The Amazing Johnathan! *andvarp*



tack tack

--Drekafluga--

þriðjudagur, 10. júlí 2007

Gúmmíbjörn

Af hverju langar mann alltaf að athuga hjá sér einkabankann þegar auðkennislykillinn er víðs fjarri? Mér finnst þetta vera rannsóknarefni. Annars rakst ég á þennan gúmmíbjörn í gær og tel vera úr svipaðri átt og Crazy Frog og þarna bleika dýrið sem líktist flóðhesti en var það samt ekki. En gúmmíbjörninn höfðaði einhvern veginn til mín, kannski af því að það er sungið á þýsku, kannski af því ég heiti Gummi, ég veit það ekki. En á mínútu var ég kominn með íslenskan texta við fyrsta part lagsins. Ég veit ekki hvernig hann varð á þessa leið og veit að hann er agalegur leirburður en mér finnst þetta skemmtilegt. Hlustið á byrjunina af laginu og lesið textann. Mér finnst hann fyndinn.


Ég heiti gúmmíbjörn,
finnst gott að borða börn.
Ég mun sjóða þau í pott'
og kurla þau með kvörn.

Í kofa reyki þau
á pönnu steiki þau.
Loks ég bý til úr þeim súpu'
og upp svo sleiki þau.

tack tack

--keramikDrekafluga--

sunnudagur, 8. júlí 2007

Jæja

Ég hef verið annars staðar. Aðallega fyrir norðan. Ég er kominn inn í Myndlistaskólann á Akureyri og er orðinn vel að mér í fasteignamarkaðnum þarna í kring. Ég verð semsagt líklega á Akureyri næstu árin. What a twist. Ég er farinn út í sólina og grillið. Læt að lokum fylgja vísu eftir Kristínu frænku.

Í álversfösum og orkufrösum
með eitur í glösum, við mösum.
Á heljarsnösum, með hor í nösum
og hendur í vösum, við hrösum.


tack tack

--sumarleg Drekafluga--