mánudagur, 30. maí 2005

Ooh-tah!

Jæja, ég er skyldugur til að horfa á næstu þáttaröð af Survivor, Survivor Guatemala, af augljósum ástæðum. Ég er svo feginn fyrir hönd Guatemalabúa því þetta er meiriháttar landkynning.

Quote dagsins: (tricky this time, I think)
You're baby Bowler!
Is there a problem with that?
I'm the guy that gave your daddy the shaft.

Lag dagsins er svo án nokkurs efa Wash Away með Joe Purdy.

tack tack

--útitekin Drekafluga--

laugardagur, 28. maí 2005

Til hamingju ástin mín



tack tack

--Drekafluga hennar Gunnþóru--

fimmtudagur, 26. maí 2005

Stutt tilkynning

og stórt andvarp. "Það skal hér með gert opinbert að ég og rútur eigum enga samleið."

tack tack

--Drekafluga ferðalangur--

þriðjudagur, 24. maí 2005

Í dag

Í dag kláraðist sauðburður á stórbúinu Ásum. 23 lömb allt í allt held ég. Í dag fór ég líka í klippingu. Í dag er 58 ára brúðkaupsafmæli ömmu og afa. Ég fór með henni austur í kirkjugarð áðan og var ekki lengi að tárast þegar ég sá krossinn hans afa. Í dag, áður en ég mundi eftir brúðkaupsafmælinu, var ég þegar búinn að hugsa til afa. Ég reyndi að vinna þannig að hann væri stoltur af mér og ætti að gera það oftar. Það situr enn fast í minningunni þegar hann sagði við mig: “Það gerir enginn betur. Ég veit það.” Þetta var maður sem fékk 10 fyrir dugnað á Hvanneyri og duglegasti vinnukraftur hvaða staðar sem var síðan hann var lítill. Og stundum sagði hann að ég tæki honum fram að sumu leyti. Í dag var ég að átta mig á því að ég er heppinn.

tack tack

--Drekafluga--

sunnudagur, 22. maí 2005

Svipmynd úr sveitinni



tack tack

--Drekafluga, heima--

laugardagur, 21. maí 2005

Frá málfarsstofu Drekaflugu

Hver fjandinn er Evróvision? Þetta orð hefur farið í mig síðan einhver snillingnurinn hjá RÚV missti það út úr sér. Þetta er engin íslenskun. Ég sletti kannski oftar en ég ætti að gera en þetta er nýyrðishrákasmíð af verstu gerð. Eurovision er samsett úr orðunum 'Euro' sem vísar til staðsetningu keppninnar innan Evrópu og 'vision' sem, á eftir fyrra orðinu gæti merkt sýn. Sýn á Evrópu. Hvað er þá Evróvision? Heimska og vanhugsun. Af hverju má keppnin ekki bara heita Eurovision? Er það virkilega svo slæmt að fólk finni sig knúið til að íslenska orðið bara að hálfu leyti svo það standi hvergi innan heilbrigðar hugsunar? Ekki veit ég það. Skyr Smoothie fer líka í mig. MS er fyrirtæki sem hefur hingað til lagt sig fram um að hafa íslensku í fyrirrúmi, hafa meir að segja fengið verðlaun fyrir það. Svo dreifa þau Smoothie um allt land. Smúðí?! Uss uss uss...

Áfram Noregur og Danmörk í kvöld. Íslendingar, hættið að væla yfir austantjaldsþjóðum sem kjósa hver aðra því þetta höfum við gert í mörg ár fram að þessu og höldum því sjálfsagt áfram. Svo, bara af því lagið er svo agalegt, ætla ég að halda með Makedóníu í kvöld. Ooh tah.

tack tack

--gagnrýnin Drekafluga--

miðvikudagur, 18. maí 2005

In the Home of the Newborn Kings

Áðan hélt ég á öðrum lambakónganna hér á bænum. Gullfallegir báðir tveir. Ég er veikur fyrir svona. Sauðburður hér er semsagt byrjaður. Ég er feginn að það var ekki fyrr því veðrið hefur verið með allra kaldasta móti undanfarið. Það frysti t.d. í nótt. Ég get annars ekki skrifað mikið því ég verð að fara að hugsa aftur um hana Gunnþóru mína en hún er veik úr hófi fram. Hún horfir á mig einmitt núna með veiklulegum hvolpaaugum fullum af ást... og vætu. Hún er mjög voteygð þessa stundina. Nóg í bili.

tack tack

--nörtjöríng Drekafluga--

laugardagur, 14. maí 2005

Íslendingar

Tillits- og samviskulaus kvikindi sem mundu ekki lyfta fingri til að bjarga ömmu sinni frá tveimur 8 ára ræningjum vopnuðum engu nema banana. Ræflar og aumingjar upp til hópa án nokkurs votts af náungakærleik. Á þessu eru þó undantekningar. Í gær fékk ég far að Selfossi með móðurbróður mínum, indælis náunga. Þar keypti ég miða með rútunni að Reykjavík. Á meðan ég beið eftir rútunni fór ég á KFC þar sem fyrrverandi bekkjarsystir mín afgreiddi mig. Hún er líka indæl. Ég át svo popcorn kjúkling og teiknaði. Fyrrverandi bekkjarbróðir minn, fínn náungi, kom síðan aðvífandi og settist við borðið með mér. Gípur hér niður í samtal okkar.

"...búinn að vera að tala við náunga í Englandi því álagninginn á þessum hlutum er fáránleg."
"Já, láttu mig þekkja það."
"Allavega... hmm, ég held að þetta sé rútan mín. Ég ætti að fara að koma mér." Þegar hér var komið leit ég á úrið mitt og ályktaði að ég hefði 6 mínútur til að fara út af KFC og ganga þessa 20 metra að rútunni.
"Já, ekki láta mig tefja þig."
"Alls ekki," sagði ég og stóð upp "þetta er ekk..." í stað þess að segja 'ert mál' þagði ég og horfði á rútuna keyra burt. "Hvað er klukkan þín?" sagði ég svo með nokkuri undrun í röddinni.
"Mín er tólf mínútur yfir og hún er þremur mínútum of fljót."
"Þetta hélt ég." tautaði ég og leit aftur á klukkuna mína. Hún var níu mínútur yfir fjögur. "Rútan átti að fara korter yfir. Ég er veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að taka þessu." bætti ég svo við í gegn um hláturrokur vinar míns.
"Ég hef ekki tíma til að skutla þér til Reykjavíkur.."
"Nei, auðvitað, enda ætla ég ekki að biðja um það. Gætirðu kannski hent mér út yfir brú?"
"Já, ekkert mál."

Ég settist svo upp í jeppaskrímsli þessa vinar míns og hann keyrði sem leið lá yfir Ölfusárbrúna og að hringtorginu hjá Toyota Selfossi. Þar steig ég út úr bílnum með tilheyrandi þökkum, lyfti upp þumalfingri og gekk af stað. Fólk hlaut jú að taka mig upp í í svona rigningu og ísköldum vindi. Kílómetra síðar var ég farinn að efast um það ásamt ágæti þessarar þjóðar. Ég var ekki vel klæddur, enda var þetta ekki hluti af ferðaplaninu og var orðinn blautur og kaldur þegar ég kom aftur að Toyotahúsinu og hringdi í Gunnþóru. Hún varð bjargvættur minn og keyrði í gegn um Hvítasunnuumferðina til að bjarga hinum blauta og kalda mér frá áræðanlegum og kvalarfullum dauðdaga. Takk Gunnþóra. Allir þið sem keyrðuð fram hjá mér í hálftómum bílum, ég vona að þið eigið ömurlega helgi.

tack tack

--Drekafluga í Reykjavík--

miðvikudagur, 11. maí 2005

We're hitching a ride

Myndin The Hitchhikers Guide to the Galaxy er góð. Það er ekki möguleiki að gera jafn góða mynd og bókin er en þetta er góð tilraun. Lesið umsögn Bastarðs Víkinga um myndina. Þar er ég honum sammála í einu og öllu. Þeir sem fara á myndina ættu líka að vita af atriðinu í kreditlistanum svo þeir missi ekki af því. Myndin er ekki búin fyrr en hún er búin. Quote dagsins er:

"The greatest trick the Devil ever pulled was convincing the world he didn't exist." Og getiði nú.

tack tack

--Drekafluga, farinn að vinna--

fimmtudagur, 5. maí 2005

Klukkan að verða þrjú í nótt

stóðum við bróðir minn úti í garði og vorum að grilla. Djöfull var það ljúft. Tilvitnanir dagsins verða tvær, þar sem sú fyrri er kannski erfiðari. Ef fólk kannast ekki við þá hana má í þeirri seinni finna línu úr sömu mynd og þar er líka vísbending um nafn myndarinnar. Svo vildi ég bara setja hana inn þar sem hún er einfaldlega feckin svöl.

"The rule of thumb here is..."
"Wait, rule of thumb?! In the early 1900s it was legal for men to beat their wives, as long as they used a stick no wider than their thumb."
"Well, we can't do much damage with that then, can we? Should have been a rule of wrist."

"When I vest my flashing sword, and my hand takes hold in judgment, I will take vengeance upon mine enemies, and I will repay those who haze me. Oh Lord, raise me to thy right hand and count me among thy saints."


tack tack

--Drekafluga í faðmi fjölskyldunnar--

miðvikudagur, 4. maí 2005

Góð teygja, brak í hálsi

og ljúft andvarp, samfylgjandi þreytulegu brosi. Gunnþóra mín er komin til mín í sveitina. Mér líður bara nokkuð vel. En úr hvaða mynd er þetta: "They're fictional characters. Fictional. Characters. Am I getting throught to you at all here?" Ég er að spá í að láta svona spurningar flygja færslunum öðru hvoru. Meira var það ekki í dag.

tack tack

--Drekafluga óðalsbóndi--