mánudagur, 7. maí 2007

Athyglivert


Það kemur mér mest á óvart hversu mikla svörun ég fæ við Framsókn. Heil 40%. Ég mæli annars með því að fólk fylli þetta út því það er skemmtilegt að sjá hvað á við mann. Ég er líka orðinn svo þreyttur á fólki sem kýs Sjálfstæðisflokkinn, bara af því að pabbi gerði það eða það hefur alltaf gert það og þar fram eftir götunum. Þetta virðist ekki eiga við neinn annan flokk á landinu, nema kannski Framsókn upp að vissu marki. Þeir sem kjósa annað virðast gera það af eigin sannfæringu en ekki af því það er of latt eða því of sama til að kynna sér málin.
Það er líka gaman að skoða þetta myndband sem reyndar endar með svolitlum anticlimax.

tack tack

--pólitísk Drekafluga--

Engin ummæli: