þriðjudagur, 22. maí 2007

Síðasta færsla...

fyrir Spánarferðina. Ákvað að skella þessu upp. Vonandi dettur mér svo eitthvað fleira í hug í sælunni fyrir sunnan. Sjáumst síðar.

tack tack

--Drekafluga, farinn í sólina--

laugardagur, 19. maí 2007

Uppfærsla

Ég á enn eftir að ákveða hvenær og hversu reglulega ég set inn nýjar myndasögur en sú nýjasta sem eins og hinar eru byggðar á raunverulegum atburðum er komin á DeviantArt. Ég geri þó ráð fyrir hléi á næstunni þar sem við Gunnþóra erum að fara til Spánar á miðvikudaginn og ætlum að haga okkur eins og alvöru túristar. Ég skal hundur heita ef ég kem ekki heim með einhvern óþarfa, kyrfilega merktan Costa del Sol, eftir mig eftir vatnsgarða, minigolf og safari ferðir.

tack tack

--Drekafluga, hægt vaxandi myndasögusmiður--

miðvikudagur, 16. maí 2007

OK
Fari LHÍ fjandans til, ég er að hugsa um að fara í MMS í staðinn. Endilega skoðið annars þetta og þetta. Ég vona að ég geti farið að setja svona lagað upp með reglulegra millibili. Ég er allavega tilbúinn með næstu.

Edit: Ég held ég breyti framsetningunni á myndasögunum. Hvað finnst fólki um þetta fyrirkomulag? Svolítið groddalegt? Ætli ég þurfi ekki að koma mér upp sér síðu ef mér er alvara með þetta. Ákvað allavega að setja þetta svona upp (og láta 001 vera uppi í kannski 2-3 daga, þetta verður nú allavega að koma í réttri röð) á meðan ég væri að skoða þessi mál.

tack tack

--Drekafluga að safna skriðþunga--

föstudagur, 11. maí 2007

Jæja...

Ég komst ekki inn í LHÍ, jafnvel þó mappan mín hafi verið flott. Hún var kannski ekki nógu grafísk. Hvað veit ég, ekki er ég í listaháskóla. Nú vantar bara að ríkisstjórnin sitji áfram og þá get ég alveg eins farið og búið í helli.

tack tack

--svolítið döpur Drekafluga--

mánudagur, 7. maí 2007

Athyglivert


Það kemur mér mest á óvart hversu mikla svörun ég fæ við Framsókn. Heil 40%. Ég mæli annars með því að fólk fylli þetta út því það er skemmtilegt að sjá hvað á við mann. Ég er líka orðinn svo þreyttur á fólki sem kýs Sjálfstæðisflokkinn, bara af því að pabbi gerði það eða það hefur alltaf gert það og þar fram eftir götunum. Þetta virðist ekki eiga við neinn annan flokk á landinu, nema kannski Framsókn upp að vissu marki. Þeir sem kjósa annað virðast gera það af eigin sannfæringu en ekki af því það er of latt eða því of sama til að kynna sér málin.
Það er líka gaman að skoða þetta myndband sem reyndar endar með svolitlum anticlimax.

tack tack

--pólitísk Drekafluga--

föstudagur, 4. maí 2007


Feigðarflan!


Málfræðidjók. Google + MS Paint. Þetta má ekki en ég gerði það samt.

tack tack

--Drekafluga--