fimmtudagur, 14. júní 2007

Pffffffffjú maður

Einhver í Pennanum tók það upp hjá sér í dag að setja Bylgjuna á hátalarakerfið í búðinni í dag. Ekki of hátt til að yfirgnæfa neitt en ekki nógu lágt til að maður fái ekki vonleysistónlistina sem er á þessari stöð á heilann. Eitt gott lag heyrði ég í dag. Eitt. Núna, hér heima, er það hann Colin Hay sem blíðkar aftur viðhorf mitt til tónlistar. Maðurinn er frábær.

Ég fór í bingó í Vinabæ í gær. Við vorum þarna, sex saman þegar mest var og fórum agalega í taugaranar á professional spilurunum í kring um okkur. Gamla fólkið leit okkur hornauga allt frá því við stigum fæti á stéttina þeirra. Ég veit ekki alveg hvort ég hefði haft góða samvisku ef ég hefði unnið einhvern stórvinning frá þeim svo það var kannski bara gott að ég vann ekki neitt. Ég var með verstu spjöld í heimi. Langverstu. Annars hef ég ekkert að segja. Hef miklu meiri áhuga á Deviant Art síðunni minni en þessari eins og er. Svo er ég alveg svakalega eirðarlaus. Þoli það ekki. Out.

--tack tack--

glöð og sæl Drekafluga

Engin ummæli: