laugardagur, 28. ágúst 2004

What the fook..?

Jújú, það er margt skemmtilegt við nýja interfacið hjá Blogger.com en af hverju í fjandanum er það svona bloody retarded? Gott að það er hægt að jafna út til hliðanna, já. Gott að það er hægt að velja bold eða italic að vild án þess að nota kóða. Það er jafnvel hægt hafa liti. En af hverju að vera að fikta í línubilum? Glöggir taka kannski eftir undarlega staðsetta punktinum í síðustu færslu. Og af hverju ekki að gefa möguleikann á að hafa linka í nýjum glugga? Þann kóða skrifa ég enn handvirkt. Ekki nógu gott. En jæja, eitthvað hef ég þá að væla um á meðan Gunnþóra er að skemmta sér á Hárinu. Henni var boðið og auðvitað stökk hún á það og ég hef þá bara verið í slökun á meðan. Dagurinn (svona ca. rúmlega fram yfir kaffi) fór í það að setja upp hillusamstæðu, hornskrifborð með hillu og bókahillu í herberginu hennar og ég verð að segja að þetta fari bara ansi vel. Gott mál. Samhengislítið.

tack tack

--Drekafluga the carpenter...ish--

mánudagur, 23. ágúst 2004

The Boy is Back in Town...
Já, ég er kominn í bæinn. Í gær hélt ég loksins upp á það að í vor varð ég stúdent og er það til marks um athafnasemi fjölskyldunnar að það var ekki fyrr. Klukkan níu í morgun hóf ég svo nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur sem er víst elsti myndlistaskóli á Íslandi. Ég bý ennþá opinberlega í Fellsmúla 6 en verð úthýst von bráðar og mun þá leita skjóls hjá Gunnþóru minni. Það er líka eins gott því þá getum við verið saman og verið jafn óþolandi sæt og við vorum back in the days.
.
Þar sem ég kom í bæinn seint í gær, úrvinda og örmagna, þá hafði ég ekki tíma til að pakka neinu nema fötum og nauðsynjum og þó að ég flokki tölvuna mína undir nauðsynjar þá varð flutningur á henni að bíða betri tíma. Ég ætlaði að skrifa þessa færslu á tölvuhræið sem ég hef (...löööng pása) alveg áræðanlega kvartað yfir oftar en einu sinni (en bara finn ekki vott af því í archivunum) en hún réði ekki við að fara á netið. Ég rölti því til Gunnþóru og hertók heimatölvuna þar. Muhaha. Allavega, nánari skýringar á námi við skólann koma síðar jafnvel þó þess sé ekki óskað. En í millitíðinni getið þið tékkað á þessu. Magnað gúdd sjitt.

tack tack

--Drekafluga listaspíra--

miðvikudagur, 18. ágúst 2004

Sizzlin'

Magnað. Húrra fyrir landsliðum Íslands í dag. Bæði handbolta- og fótboltaliðið átti sigurinn skilinn.

Annars var ég að fá bréf frá Myndlistaskólanum. Í því vour upplýsingar um námið og einhæfasta stundatafla sem ég hef á ævinni séð. Til að byrja með eru 28 tímar af 32 í fjarvíddarteikningu. Restin er listasaga. Fudge. En sem betur fer verður allt árið ekki svona (cue* forced laughter). Þetta verður gúdd sjitt. En ég er farinn í pottinn. Er drúlluskítugur eftir erfiði dagsins. Ciao.

tack tack

--Drekafluuuugan mikla--

* Cue:
A signal, such as a word or action, used to prompt another event in a performance, such as an actor's speech or entrance, a change in lighting, or a sound effect.

föstudagur, 13. ágúst 2004

Sin palabras

Ég á í tilvistarkreppu. Ég held ég fái svona í kring um alþjóðlegar stórhátíðir og þvíumlíkt. Horfði á setningarathöfn Ólympíuleikanna og íslenska hjartað mitt tók aðeins stærri slög þegar Björk var að syngja. Hún er svöl.

Which brings me to my point (and, apparently, English as well) beginning with some lines owned by Eddie Izzard:
What do you want to do? Tell me. Tell me your dreams.
“I wanna be a space astronaut and go to outer space and discover things that no one’s ever discovered.”
Look, you’re British so scale it down a bit.
“Alright, I wanna work in a shoe shop and discover shoes that no one’s ever discovered, right in the back of the shop.”
Look, you’re British so scale it down a bit.
“Alright I wanna work in a sewer. And pile it on the top of my head, come to the surface and sell myself to an art gallery...”

Or something like that. What I want is to aspire to something. The urge to be somebody has suddenly swelled up and consumed me for what I think will be only momentarily but who knows. I want to be known, appeal to the masses, yet, I have no means of doing so. This is not to say that I am without talents. I can manage on four to six languages, depending on the situation, I can sing, act, write and draw, among many other things but these are things hundreds, thousands of others do better than I. What, short of an extremely lucky break in something I can’t, as of yet, imagine, could be my leverage?

I don’t know. I feel that I will diminish and eventually vanish in to the oceans of many, drifting between islands, frothing at their shores. Because right now, I don’t see a future, just discomfort in a vast normality. I am extremely lacking in something I cannot grasp and it’s eating away at me. I hope sleep will rectify this unbalance (my equilibrium is off, Haraldson ;)...). I’m off.

...

--Drekafluga--

miðvikudagur, 11. ágúst 2004

28.3°

Af heitasta stað landsins er allt gott að frétta. Þetta er svo maaagnað veður að ég bara veit ekki hvernig ég á að lýsa því. En ég get með stolti sagt að hér hafa opinberar hitatölur verið hæstar. Boo-yah! Í sveit fylgir svona veðráttu oft aukið vinnuálag og mikill grillmatur. Ég hef t.d. hangið utan á húsinu við misháskalegar aðstæður að mála gluggakanta. Ég steig svo eitt sinn sem oftar í hæstu rim stigans og teygði mig í horn eins gluggans en rimin brotnaði þá undan mér. Þetta er ekki nema fjögurra metra hár stigi en úr fjögurra metra skyndifalli getur hlotist töluverður skaði. Ég náði sem betur fer að spyrna mér í næstu rim fyrir neðan og gat þannig stýrt fallinu og fór eiginlega í arabastökk úr milli þriggja og fjögurra metra hæð. Það hefði verið gaman að ná þessu á myndband. Jæja, sama stiga hífði ég svo daginn eftir upp í ker sem var á tækjunum á traktornum og setti hann þar upp. Tækin voru í á að giska þriggja metra hæð svo ég var í svona sex metrum að mála gluggakantana uppi á lofti. Og þó ég sé ekki lofthræddur þá var það á tímabili svolítið óþægilegt að standa í þessari hæð í stiga sem hafði brotnað undan manni daginn áður. En hvað um það. Myndir: (það skal tekið fram að myndir þessar fóru margfalt í gegn um helvíti jpg fælanna og eru því í agalegum gæðum. unnið er að umbótum þar á og verða þær ef til vill komnar inn innan næsta ársfrjórðungs. takk fyrir)

...


...


tack tack

--Drekafluga sólskinsbarn--

föstudagur, 6. ágúst 2004

Enn af tölvum

Er það bara ég sem legg stundum alla mína fæð á tölvur eða er einhver þarna sem deilir huga mínum hvað þetta varðar? Ég ætla að láta fylgja hér hluta úr e-maili sem ég skrifaði í gær:
Djöfulsins djöfuls dauði og djöfull..! Mitt örmagna sjálf má ekki við svona löguðu. Fyrir framan mig liggur krumpaður og sundurslitinn disklingur sem átti að innihalda bréf til þín. Ég skrifaði það uppi í ruslakompunni sem ég kalla herbergið mitt og ætlaði svo að opna það hér og senda þér en tölvan lét mig vita, með hæðnisglotti er ég viss um, að þetta gengi ekki alveg hjá mér. Ég fór aftur upp og opnaði Wordið og þá fékk ég nokkurn veginn þessi skilaboð: “Úps! Veistu, allt dótið sem þú skrifaðir áðan? Í staðinn fyrir að vista það skeit ég á disklinginn þinn. Sorrý. Viltu að ég þykist gera eitthvað í þessu og frjósi svo? Ok.” Ég er fjúríös.

Eins og þessar elskur geta verið frábærar er líka fátt sem fer eins mikið í taugarnar á mér. Ég mæli með því að allir horfi á Glorious (mig minnir að það hafi verið þar en ekki í Unrepeatable) með Eddie Izzard og taki sérstaklega eftir partinum með tölvunum undir endann. "Oh, I wiped the file? Damn. What? I've wiped all the files? I've wiped the internet?! I don't even have a modem!" Ég þoli það mjög illa þegar allt á að virka en gerir það ekki og iðulega eru vandamálin svoleiðis sem upp koma í tölvum. En ég er allt of þreyttur. Á ekki að vera að tjá mig neitt. Ta.

tack tack

--Drekafluga þreytta--