miðvikudagur, 28. maí 2008

Á meðan ég man

Þessi gaur er snillingur. "8 points go to... ...i... Iceland. Yes, it's true." Og svo Svíþjóð 12 stig.

tack tack

-- svöng Drekafluga--

miðvikudagur, 21. maí 2008

Sultutöff



Farið svo og sjáið Brák. Stórkostleg sýning.

tack tack

--Drekafluga, langar í mat--

laugardagur, 17. maí 2008

What a Shock!

Nýlega umbreytti ég tölvunni minni í skrýmsli (ég er enn að gera upp við mig hvort ég vilji skrifa það með 'í' eða 'ý') og hef því í frítíma mínum verið að spila leiki eins og Unreal III, Crysis og Assassins Creed í fullum gæðum en... Bioshock?!?! What?! Hvaðan kom þessi ofurfallega snilld?! Sagan var víst þynnt jafnt og þétt í gegn um gerð leiksins til að spilarar gætu bara áttað sig á því sem var í kring um þá en hún er samt svo safarík og mikil. Leikurinn er smíðaður í kring um nýjustu Unreal vélina og lítur það vel út að ég hélt að upphafsmyndbandið væri ennþá í gangi þegar leikurinn var raunverulega byrjaður. Crysis er fullur af flottum fítusum og svakalegri grafík, Unreal III er gullfallegt fragfest, Assassins Creed = pure gravy o.s.frv. en Bioshock er bara svo miklu, miklu dýpri. Prófið hann. Ég mun kaupa af honum viðhafnarútgáfu.

En á aðfararnótt föstudags keyrði ég suður og er ansi hræddur um að fá hraðasekt eftir óvarkárni hjá hraðamyndavél í Hvalfjarðarsveit. Orlofið kom rétt í tæka tíð til að hverfa í tilgangslausa sekt. Hversu erfitt ætli það sé að setja hraðastilli í Renault Clio Mk1? Annars held ég að það muni ekki nema rúmum hálftíma á að keyra á t.d. 120km/h og 90km/h frá Akyureyri til Reykjavíkur. Ég reiknaði þetta reyndar í gremju minni eftir að hafa keyrt á rúmlega 100km/h fram hjá hraðamyndavél og þetta gæti því verið ónákvæmt. Ég er ennþá sár út í sjálfan mig.

tack tack

--Drekafluga leikjaspilandi ökufantur--

sunnudagur, 11. maí 2008

Hálsrígur

Síðan um miðja viku hef ég ekki getað litið til hægri (nei, þetta er ekki pólitísk myndlíking). Af þessum sökum virðist ég vera miklu árásargjarnari við þá sem nálgast mig frá þeirri hlið, sný öllum líkamanum að þeim. Þekkir einhver eitthvert ráð við þessu? Þetta batnar og versnar á víxl en er alltaf álíka ömurlegt. Hmm, og nú versnaði það. Ég get ekki haldið höfðinu beinu upp og hef myndað mér þá kenningu að Horatio Cane sé ekki að reyna að vera svalur heldur sé hann, líkt og ég, bara með hálsríg.

Ha ha ha:


tack tack

--Drekafluga ennþá með hálsríg--

laugardagur, 10. maí 2008

Bwahahahahahh!

"Ætli það sé til súkkulaði á Möltu sem heitir Ísland?" Dr. Gunni er snillingur.

tack tack

--Drekafluga með hálsríg--

föstudagur, 9. maí 2008

Bústjórn lokið

Mamma og pabbi skelltu sér til Barcelona og við Gunnþóra skelltum okkur í sveitina að sjá um búið á meðan. Nú erum við komin aftur norður, Gunnþóra flytur svo til Reykjavíkur yfir sumarið næsta mánudag og ég síðan um mánaðarmótin. Mér líður yndislega í líkamanum eftir sveitastörfin. Nú verð ég að halda út mánudaginn. Þá er skólinn búinn. Þetta er samhengislaust. Ég er syfjaður. En ég lifi, síðan er ekki dauð. Farinn að sofa.

tack tack

--Drekafluga óðalsbóndi--

fimmtudagur, 1. maí 2008

Ein allra besta ofurhetjumynd sem gerð hefur verið!



--Drekafluga járnfluga (well, it's not iron. It's a gold-titanium alloy...)--