fimmtudagur, 31. mars 2005

Af bílum og fleira

Ég var í fréttablaðinu í gær. Það var stemmning. Þar var ég ekki að reyna að kaupa bíl en ég hef einmitt verið að því undanfarna daga (góð tenging, ha?). Og ég get sagt ykkur að það hefur gengið agalega. Fyrst ætlaði ég að kaupa mér svartan Peugeot en hann seldist áður en ég gat náð í hann. Það sama gilti um Renault Clio stuttu seinna. Svo fann ég draumabílinn, Suzuki Swift '94 í toppástandi, gullfallegan og glansandi. Þessir bílar eru ódrepandi og var ég því skiljanlega spenntur. Það kom svo í ljós að kerlingarkvikindið sem var með hann á sölu var ekki alveg... ja, hún var eitthvað skrýtin og tók bílinn af sölunni eftir að hafa hundsað og skellt á hringingar sölumannsins sem var alltaf að reyna að segja henni að fólk væri stöðugt að spyrja um bílinn hennar. Hún ákvað að auglýsa í blöðunum einhvern tíman seinna. Í gær prufukeyrði ég svo annan Peugeot, svo snotran að sjá. Svo fór ýmislegt að koma í ljós. Í bílnum var fúkkalykt sem við Jón mágur minn (sem var með mér) sáum að var úr röku, nánast blautu skottinu. Útvarpið virkaði ekki þar sem loftnetið, sem var víst einhverri spes og dýrri gerð, var brotið. Afturdempararnir voru ónýtir og þegar ég ætlaði að skrúfa niður rúðuna fór glerið úr falsinu og datt skakkt niður í hurðina. Það sama gerðist Jóns megin. Áhugi minn á þessum bíl minnkaði því til muna. Í kvöld er ég svo að fara að skoða Renault Clio sem bróðir minn lét mig vita af. Þetta er víst ömmubíll sem geymdur hefur verið inni í skúr öll sín ár og sáralítið keyrður. Ef hann reynist vera gallaður mun ég andvarpa þungt og kaupa mér vespu.

tack tack

--Drekafluga með bílahuga--

fimmtudagur, 24. mars 2005

Vinsældir

Deviant Art er yndislegt samfélag. Tvær myndir frá mér höfðu verið settar í uppáhald innan við hálftíma eftir að ég setti þær á síðuna. Ég átta mig á að einmitt þá eru líkurnar á að fólk sjái þær mestar en mér er slétt sama. Á nokkrum mínútum fékk ég fimm jákvæð komment (mikið vantar mig almennilegt orð yfir þetta. komment er agalegt) og tvær ljósmynda minna komnar á uppáhaldslista hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Mér var meir að segja bætt í vinalista. Magnað. They love me. They really love me. Ég vil þakka Margréti Malenu fyrir ómetanlega hjálp við töku á þessum myndum. Og nú er ég farinn að sofa enda löngu kominn tími til.

tack tack

--Drekafluga, magnaður--

fimmtudagur, 17. mars 2005

Devious

Yes, that is what I have been reduced to. From arcane divinity I fell into the murky greygreen fields of the Deviants. The earth rushed at me with tearjerking speed. All around me, as far as I could see was the sluggish green, only interrupted by lightning from the flashing dark, yellow sky and the burning brimstone that fell all around me. I closed my eyes. For what seemed hours I felt the wind whip around me, twirling and tossing in the air. Then, when I opened my eyes again, I saw where I would land, in between two mountains. I braced myself for impact. The roar of the wind deafened me, my own tears blinded me and lastly, finally, I landed. The mountains echoed on either side as I ripped through and across the earth. After several hundred meters I came to a skittering halt and for long moments I lay still, my eyes closed. Against the very being of every muscle in my body I slowly, laboriously but willfully I rose to my knees. Pain rippled through me. I felt cold sweat all over my body, gritted my teeth and stood up. I drew a deep breath, felt a slight breeze on my face and then opened my eyes. The sky above me still crackled black and yellow, the brimstone kept falling, and I let my on the mountainous horizon. Shadows were crawling around, moving towards me. The wind picked up, a familiar smell cought on it, drafted past me. My eyes narrowed, my sword was in my hand and the strange greenish light glinted on my teeth. Let them come.

Einmitt... Og hvað ætti ég nú að setja þarna? Hugmyndir?

tack tack

--Drekafluga, dívíus--

þriðjudagur, 15. mars 2005

Thank you six people

Ég veit ekki hvort það var tilætlunarsemi en ég átti von á fleiri en sex kommentum við síðustu færslu. Tvö þeirra voru ekki einu sinni við færsluna heldur bara svona almennt. Svona er ég bara. Vildi að ég gæti skrifað meira um það en ég er að skrifa ritgerð líka. Maður verður að forgangsraða. Ég hef hinsvegar alla tíð verið með öllu óhæfur í forgangsröðun. Allavega í huganum. Líkami minn skiptir hlutum nefnilega í mismikilvæg atriði. Á miðvikudaginn var mér orðið flökurt um fimmleytið en þar sem einhver stærsti viðburður ársins var sama kvöld ákvað líkaminn að kæfa þetta niður þar til af atburðinum liðnum. Og það gekk eftir. Ég kom heim, ældi, varð illt í maganum höfðinu og hálsinum, fékk útbrot á blett á maganum og kláða um hann allann og er enn ekki búinn að jafna mig. En ég skemmti mér þó vel á miðvikudagskvöldið.

tack tack

--Drekafluga, með útbrot og kláða á maganum, farinn að læra meira--

miðvikudagur, 9. mars 2005

Ég tók í höndina á Eddie Izzard!!!

Yes, exclamation marks aplenty. Hann tók í höndina á mér (og guð forði þér frá því að fá Stuðmannalag á heilann) og brosti þegar ég rétti honum box settið. Þorsteinn kom á óvart, Pétur var fínn en Eddie var Eddie. Og ég hitti hann! Við Doddi vorum klárlega æðri öðrum nördum þetta kvöld á þann hátt að við flögruðum um í nágrenni bakdyra Broadway (en það gerði enginn annar) og náðum því að hitta goðið. Ég hafði lagt lykkju á leið mína í dag og til að kaupa dýrindis silfurpenna sem var eins og sniðinn til að skrifa á harðann svartann pappann en auðvitað datt hann úr vasanum í einhverju af hláturrokunum og bakföllunum á meðan á uppistandinu stóð. Ég fékk því áritun með kúlupenna úr vasa fyndnasta manns í heimi. "To Gummi, Love Eddie."



tack tack

--Drekafluga, alsæll--

þriðjudagur, 8. mars 2005

Izzard á morgun

Pétur Jóhann Sigfússon og, því miður, Þorsteinn Guðmundsson munu hita upp. Við Gunnþóra munum mæta galvösk kl. 19:00 en húsið opnar kl. 20:00 og herlegheitin eru sögð byrja klukkan 21:00. Þar sem ég hef ekki fengið krónu til baka af einum einasta miða vona ég að einhverjir (sem flestir) sjái sér fært að mæta með 3500kr. í vasanum. Ég tek enga ábyrgð á því að taka frá sæti, endilega mætið bara með okkur klukkan 19:00 og höfum gaman.



tack tack

--Drekafluga, out of breath--

föstudagur, 4. mars 2005

Gleði og sorg



Ég frétti það í vikunni að mamá er dáin. Hún var einhver litríkasta manneskja sem ég hef kynnst. Fósturmamma mín í Guatemala var einhvern tíman systir hennar mömmu. Þær tengjast á einhvern hátt svo sérstökum böndum. Ég hef það á tilfinningunni að þær hafi verið systur á tímum Rómverja. Þær voru allavega báðar á Ítalíu á þeim tíma. Fyrirgefiði ef þetta hljómar undarlega. Ég get ekki skýrt þetta betur út.

En lífið er ekki tóm vonbrigði. Í gær fann ég, eftir margra ára leit, The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy í réttri, óamerískaðri útgáfu. Þessi útgáfa bestu trílógíu í fimm pörtum sem til er, er til sölu í Iðu á 3000 kall. Hin útgáfan var þarna reyndar líka, á 1500kr en ég leit ekki við henni. Og nú skal lesið.

tack tack

--Drekafluga, mostly harmless--

þriðjudagur, 1. mars 2005

Steve Oedekerk

Þekkir einhver nafnið? Hann hefur gert myndir eins og Kung Pow: Enter the Fist, Thumbtanic, Frankenthumb og Thumb Wars: The Phantom Cuticle. Maðurinn er snillingur. Ég fylltist skærri gleði þegar ég fann nokkrar af thumb myndunum á DC. Þær eru magnaðar. Hérna er t.d. stutt brot úr Thumbtanic.

Captain?
Er, yes?
I want to go faster.
Uhoh, but Mr. Prickllle, we're already going fast.
Yes I know, but I want to go unreasonably faster, faster than what's safe, do you hear me?
Umm, eheh, very well. All hear thisss! Increase speed beyond reasonnn! Happy?
Yes, I believe I am.

Seinna í myndinni:

Captain
Ooh?
I demand we sink faster.
What?!
Surely we can submerge this beast with a faster clip. I shall die the fastest!
Er...
Please excuse me, I'm heading for the low end. Ta ta.

Annað atriði:
Tvær persónur sjást fljóta innan um aðra hluti sem... fljóta... í hafinu.
Oh my gosh. Look at that! The entire ship is angling even more. Even more... And more! Oh it's cracking in half now. The back of the ship has broken off and is crashing into the ocean. Oh it's crushing the people who leapt off to what they thought was safety! The rest of the ship is sinking into the ocean depths. It's amazing. It's massive! There's very little left to go. Oh, if we're ever going to recreate this on film it will cost so much money!


Þetta er frábært. En í ótengdum fréttum hef ég aldrei verið jafn nálægt því að kaupa bíl og núna. Meira af því seinna. Lag dagsins er 99 Problems með Jay-Z (sem yfirleitt fer í taugarnar á mér).

tack tack

--Drekafluga, feeling the heat--