mánudagur, 31. janúar 2005

Ég hef grátið of mikið í dag. Of mikið eða ekki nóg. Mig verkjar í augun en get ekkert að því gert. Það er ár síðan afi minn var jarðaður og mamma þurfti að minna mig á það, ég var ekki nógu vakandi til að muna það sjálfur. Ég skammast mín. Ekki endilega vegna þess að ég tengdi ekkert við daginn í dag heldur vegna þess að ég skrifaði aldrei neitt sem sýndi hversu vænt mér þótti um afa minn. Engin minningargrein, ekkert. Bara nokkur orð hér á þessari síðu fyrir rúmlega ári. Ég skrifaði jú margt en það komst aldrei lengra. Ég bara gat aldrei sagt neitt sem fangaði hversu stórkostlegur hann var. Það var allt þvingað og á skjön við það sem ég var raunverulega að reyna að segja. Hérna er minning um afa minn, skrifuð fyrir ári. Ég held ég eigi aldrei eftir að hætta að sakna hans.

Maðurinn sem ég hef litið upp til og fylgt síðan ég man eftir mér ákvað að skilja við þessa veröld. Allar sögurnar og öll viskan sem bjó á bak við fallegustu og bláustu augu sem ég þekki er orðin að minningu. Ef afi minn var fyrirmynd mín, má þá ekki segja að ég sé nokkurs konar eftirmynd hans?

Stærsta hrós í lífi mínu var líkega þegar mér var sagt að ég minnti á afa minn, bæði í vexti og útliti. Ég hljóp strax til afa og sagði honum þetta og ég veit ekki hvor okkar var ánægðari. Við vorum báðir hálf klökkir. Ég vona að það sé sannleikur í þessu og að Guð gefi að ég eldist jafn vel og afi. Ég verð þá kannski stökkvandi ofan af heystabba, nokkura metra fall, niður í vagn fyrir neðan til að troða betur í hann. Ég gleymi aldrei svipnum á vini mínum þegar hann sá þetta gert fyrst af þessum gamla góðlega manni. Hann gekk ákveðnum skrefum að stiganum, vippaði sér upp þannig að honum yngri menn hefðu átt erfitt með að fylgja eftir, sveiflaði svo skeranum af áratuga þekkingu og reynslu og var búinn að fylla vagninn aftur á svipstundu, raulandi allan tímann.

Við vinnu hlífði hann yfirleitt verkfærunum en tók sjálfur á sig þá byrði sem þurfti að bera. Eitt af því sem fór hvað mest í taugarnar á honum var þegar verkfæri sem hann hafði oftar en ekki smíðað að mestu leyti sjálfur voru brotin. Þá var eins gott að standa kyrr og fylgjast með því þegar hann sýndi manni hvernig ætti að bera sig að. Stundum töldu þeir ungu sig vita betur en næstum alltaf sáu þeir að sér og sáu að það var margt til í því sem afi sagði.

Hann fékk 10 fyrir dugnað á Hvanneyri og má hver sem vill reyna að leika það eftir. En þrátt fyrir það treysti hann ekki eingöngu á sjálfan sig heldur var hann mjög nýjungagjarn og framsækinn í hugsun en svo notaði hann auðvitað sínar aðferðir með það. Þegar verið var að bakka með stóra vagna var hann ætíð til hliðar að segja til og gaf bendingar í höfuðáttunum. ”Austar, aðeins austar. ‘Ettergott!” Áður en við vissum af var öll yngri deildin búin að taka þetta upp eftir honum.

Mér finnst eins og það sé ekkert sem hægt sé að skrifa sem lýsir afa vel. Hann gat allt og vissi allt. Þegar ég kom heim úr skólanum, grátandi yfir að eiga ekki borðtennisspaða eins og hinir fór hann út í skemmu og kom stuttu síðar með heimagerðann spaða handa mér. Ég grét af gleði.

Ég á alltaf eftir að sakna hans þó hann eigi alltaf eftir að vera hjá mér. Við eigum eftir að hittast aftur og þá munum við syngja saman. Einhvern tíman.



Guðmundur Valur Viðarsson

fimmtudagur, 27. janúar 2005

Þessar suttu færslur

eru farnar að verða svolítið skrýtnar. En svo ég haldi nú áfram á sömu braut þá er ég ánægður með strákana. Ég átti von á að þeir mundu ströggla meira og rétt merja sigur en þeim tókst að rífa sig upp. Sáttur við þetta.

tack tack

--Drekafluga orðlausi--

miðvikudagur, 26. janúar 2005

Og hetjur ei meir

Ég fann til með strákunum í gær en þetta var agalegt. Að klúðra fimm vítum og missa svo sigurinn úr greipum í enda leiksins er agalegt.

tack tack

--Drekafluga ósátti--

mánudagur, 24. janúar 2005

Hetjur, þvílíkar hetjur

Þeir sem sáu leikinn í gær vita hvað ég á við. Ég er stoltur af strákunum.

tack tack

--Drekafluga boltabulla--

fimmtudagur, 20. janúar 2005

Gadgetfreak!

Fyrst, ég tók aðeins til í vefritaralistanum, skipti út ótengdum og óvirkum riturum. Annað, ég er orðinn forfallinn dellukall. Mig langar nú mest að kaupa Daihatsu. Upplýsingar um hann má finna hér. Hann er á 220 þúsund og ætti maður því (ef maður, ég, ætti pening til að kaupa bíl) að eiga pening afgangs til að gera eitthvað við bílinn. Eftir að hafa horft á Pimp My Ride, skoðað of mikið af bílum á Bílasölur.is og spilun í NFSU2 langar mig að taka svona snotran bíl og gera hann flottan, gera hann minn. Nánari lýsing á þessu brjálæði mínu er hérna.

tack tack

--Drekafluga the Doomed--

mánudagur, 17. janúar 2005

Meiri dugnaður

Og þó. Jú, þetta er önnur færsla en hún er nú ekki merkileg. NFSU2 hefur plantað í mér agalegri bíladellu og ég fann nýja draumabílinn (í flokki viðráðanlegra fjárhagsáætlana). Glæsilegur Ford Ka 2 á 575 spírur. Einstaklega fallegt tæki. Svo mundi maður auðvitað vilja nostra aðeins við bílinn með svona löguðu. Já. Og þar fram eftir götunum. That's all.



tack tack

--Drekafluga delludrengur--

sunnudagur, 16. janúar 2005

Deyðu OgVodafone

X-ið hefur risið úr öskunni, í bjagaðri mynd þó, á X-FM 91,9 en ég sakna samt útvarpsins eins og það var í síðustu viku. Ekkert Skonrokk?! Hvaða rugl er það. X-ið er heldur ekki samt eftir breytinguna. Ég neyddist til að hlusta á FM á leiðinni í skólann sorgardaginn sem þetta gerðist og finnst ég vera skemmdur eftir. Það var því með fögnuði að ég fékk nýjan USB kapal fyrir spilarann hjá Bræðrunum Ormsson en sá gamli týndist í flutningunum. Ludacris, Outkast og Xzibit höfðu forgang í gegnum kapalinn nýja og ég dansa um allt með bros á vör. Samt vill maður hafa kost á því að skipta yfir á útvarpið. Ég vil hlusta á Freyzann minn. Ég vil Tvíhöfðaspjall á morgnana og ég vil X-Topp 20 listann á miðvikudögum og hana nú. OgVodafone, sem ég kenni um fráfall alls þessa vil ég hinsvegar ekki.

tack tack

--Drekafluga Mpio--

fimmtudagur, 13. janúar 2005

The Weekly update

Duglegur ég. Um eyru mín flæða hljóðbylgjur frá Ludacris, af plötunni The Red District. Hún og Word of Mouf eru á Vlc playlistanum og þar sem þetta fer í gegnum Creative 5,1 hljóðkortið mitt læt ég þetta hljóma eins og á tónleikum. Mjög skemmtilegir effectar í þessu. Og Sennheiser á að sjálfsögðu lokaslagið í þessu. I'm a gadget gourmet. Mig langar í svo margt. Logitech Momo Racing er efst á listanum í bili. Mig langar í margt sem ég ætla ekki að fá mér. Mazda RX-8, 512mb auka vinnsluminni (sem ég gæti þó kannski slysast til að útvega í ekki svo fjarlægri framtíð), 42" plasma sjónvarp (damn you Haraldson. Damn you to a dark place of no light. You shall get your own darkness) ásamt öðru. Ég fæ mér þó ekki iPod en er samt að setja upp iTunes 4,7 í þessum skrifuðum orðum. Ég vona bara að þetta fari ekki eins og hjá Isis minni. Og boo-yah, ég er kominn inn í iTunes. Ég er lengi buinn að eiga þetta á tölvunni en var eiginlega búinn að gleyma því. Adding files. I've got a lot of files.

Skemmtilegheit dagsins. Ég fór í Kringluna í dag. Lét laga úrið mitt lítillega og svona. Ég fór líka í Hagkaup. Þar sá ég, vandlega hent í tvær stórar körfur, baðbombur. Baðboma er fyrirbæri á stærð við klementínu og skal notast í baði. Þar, burstéð frá því hvað þetta fyrirbæri kallast, springur hún ekki heldur leysist upp á skemmtilega hvissandi máta. Til eru mismunandi gerðir baðbomba og bera þær mismunandi nöfn eins og 'Sky At Night' og 'Spring Blossom' og hefur hver gerð sinn lit, sína lykt og áhrif. Ég sá þarna grænar kúlur, fannst þær álitlegar, tók eina og leit á miðann. Hún bar nafnið 'Drowning At Sea'. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur? Kaupandinn velur annars hugar nokkrar kúlur, fer heim og lætur renna í bað. Kveikir á kertum og kósí stemmningin er fullkomnuð með fallegri og rólegri tónlist. Kaupandinn leggst í baðið og velur sér grænu kúluna úr bastkörfunni sem hangir á veggnum hjá baðkarinu. Leggur kúluna í baðið, andar djúpt að sér og gjörsamlega tryllist af hræðslu.

Þetta er kannski bara ég en bombumarkaðsdeildin þarf að hugsa sinn gang. Ég get ímyndað mér fátt óhugnanlegra en að drukkna úti á rúmsjó og sé ekki hvernig þetta gengur upp sem söluvara.

tack tack

--Drekafluga alsjáandi--

lag dagsins: Outkast - Last Call (feat. Slimm Calhoun, Lil' Jon & The East Side Boyz & Mello)

fimmtudagur, 6. janúar 2005

Juegos y ojos

Undanfarna daga hef ég komist að ýmsu. NFS Underground 2 er besti bílaleikur sem ég hef prófað en það dregur svolítið úr skemmtuninni að hafa ekki nema hálfa sjón. Ég er með sýkingu í auganu og finnst það bölvað. Þess utan hef ég lítið að segja. Er illt í auganu (nema hvað) og er að hugsa um að... gera eitthvað annað.

tack tack

--Drekafluga the semiblind--