föstudagur, 28. september 2007

Le Hrouws

Ég vildi taka smá tíma í að hrósa Símanum en ég veit ekki hvernig ég á að orða það svo færslan verði skemmtileg. Hlykkjóttur stígur það. Þannig er mál með vexti að ég er kominn með heimasíma. Í umslaginu með fyrsta símreikningnum fylgdi síðan snepill, hannaður með allt of mikilli gleði þar sem á stóð að út september væri ekker stofngjald á nýjum númerum hjá Símanum. Númerið okkar var stofnað þann 29. ágúst. Smekklegt að senda svona með fyrstu rukkun. Við höfðum samband við Símann og skýrðum frá þessu og okkur var sagt að þetta færi fyrir nefnd sem ákvæði örlög stofngjaldsins okkar. Hljómaði semsagt ekki svo jákvætt. En viti menn, þetta var svo gott sem samstundis fellt niður í einkabankanum og alúðlegur kvenmaður með þýða rödd staðfesti það svo í símtali tveimur dögum seinna. Þeir þurftu ekki að gera þetta en gerðu það samt og fyrir það er ég þakklátur. Hrós, hrós.

tack tack

--Drekafluga - 468-1211--

Engin ummæli: