þriðjudagur, 25. apríl 2006

Tengo qué encontrar una lavanderia pronto

Stjörnuspá ljónsins á mbl.is í dag: "Til er thýskt máltaeki sem segir ad jafnvel ljónid thurfi ad verja sig fyrir flugunum. Ljónid notar taekifaerid til ad berja af sér smávaegileg en hávaer óthaegindi í dag, líklega fyrir fullt og allt." Gunnthóra er einmitt í ljónsmerkinu og thad vill líka svo til ad hún er med ömmuökkla eftir heiftarlega árás moskítóflugna í gaer. Vid vonum líka ad stjörnuspáin raetist thví ofnaemisfullur líkami hennar tholir varla meira frá pöddunum hér í Costa Rica.

Vid sitjum semsagt vid rakaskemmd lyklabord, hvort vid sína tölvuna, á afskaplega skemmtilegu netkaffi í ofurtúristabaenum Jacó (hakó). Vid erum nú aftur komin á thann tíma ad thurfa ad thvo fötin okkar, gerdum thad sídast í Salvador í Brasilíu. Thar, eins og í Fortaleza og á flugvellinum í São Paulo gistum vid á Ibis hótelum og getum nú sagt hverjum sem heyra vill ad vid maelum eindregid med theim. Starfsfólkid er ad vísu afar misjafnt en hótelin sjálf eru frábaer. Á theim er allt sem madur tharf en ekkert sem madur tharf ekki. Salvador, ad ég held thridja staersta borg i Brasilíu, er skemmtilegur stadur. Mercado Modelo í Pelourinho býdur mann velkomin og thar er haegt ad snúa á hardsvírudstu götusölumenn ef madur (hefur smá reynslu og) leggur sig fram. Vid vorum á hóteli thar fyrstu tvo dagana og svo naestu fjóra á strandarsvaedinu í borginni. Sjórinn var hlýr og sandurinn mjúkur, alveg eins og mennirnir sem budu okkur sólbekki og sólhlífar og stjönudu vid okkur. Thetta virtust vera yndaelis náungar alveg thar til their rukkudu okkur um 50 reals (heaís) fyrir tvo ávaxtakokteila en thad er í kring um 1800 kall. Thessi strönd, Piatá, var ad ödru leyti aedisleg og maeli eg med henni fyrir thá sem ferdast til Salvador.

Ég hef lítid um Recife (hesífí) ad segja nema ad loftkaelingin í MarOlinda hótelinu gerdi okkur baedi leidinlega veik. Thad er snotur markadur vid Boa Viagem strondina en markadirnir í gamla baenum eru óhuggulegir og ekkert thar ad finna. Vid stoppudum stutt vid thar. Adal verslunarmidstod stadarins, Shopping Recife er risastór og inniheldur búdir eins og Exótica skóbúdina og Emanuelle fatabúd, allt skemmtilega erótískt, en thar má reykja og fannst mér thad vera thó nokkur löstur á annars ágaetis kjarna. Veitingastadurinn Applebee’s, sem mátti finna í einum af fjórum matarhornum thessa risastadar vard líka vinur okkar. Veikindin ollu thví ad Recife vard hálfgert flopp en madur gat samt brosad ad hlutum eins og skiltinu sem sagdi á tveimur tungumálum: "Ef thú syndir hér eru ekki slaemar líkur á thví ad hákarlar narti í thig." Vid bidum svo í 8 tíma á flugvellinum eftir fluginu okkar til Fortaleza en gódan klukkutíma thar af dormandi í haegindastólum.

Fortaleza vann hug minn og hjarta á fyrsta degi. Fyrri hluti hans fór reyndar í sjúkrahúsheimsókn til ad ná úr mér veikindumum en Gunnthóru leid ordid betur. Um kvöldid tókukm vid thví rólega og horfdum til daemis á brasilíska Idolid. Svo virdist sem ekki thurfi sönghaefileika til ad syngja brasilísk lög og er thessi thjód líklega sú laglausasta sem ég hef heyrt í. Taktviss úr hófi fram en med öllu laglaus. Til ad meika thad í Brasilíu tharftu bara ad líta vel út. Adra eins útlitsdýrkun og ég vard vitni ad tharna hef ég aldrei komist í taeri vid. Vid thad eitt ad fletta í gegn um stödvarnar á sjónvarpinu fann madur allavega thrjá thaetti thar sem einhver lagleysingi var ad syngja umkringdur fáklaeddum dansandi sílíkongellum sem voru í fullkomnum takt og ad minnsta kosti einn thátt thar sem fólk keppti í fegurd fyrir peninga.

Skemmtilegasti eiginleiki Fortaleza var annars vegar markadirnir og hins vegar strandirnar. Uppáhalds markadur okkar var vid strondina, á ad giska taepa tvo kílómetra frá hótelinu. Götusölumenn settu thar upp bása á hverjum degi rétt fyrir kaffi og tóku thá nidur um tíuleydid ad kvöldi. Stadsetning hvers og eins breyttist yfirleitt en ég tók samt eftir munstri. Teppasölumenn eru t.d. aldrei á fjölförnustu stodunum heldur alltaf einhvers stadar á bakvid. Thetta gerir thad ad verkum ad their verda framhleypnari og kalla oftar til manns en naesti sölumadur. Verst bara hvad ég hef lítinn smekk fyrir útsaumudum dúkum. Kannski eftir 50 ár. Ledurbásar eru líka alltaf, ófrávíkjanlega, á endunum. Aldrei milli annara bása. Ástaedan fyrir thessu er held ég lyktin en thad má best lýsa ledurlykt í röku lofti og sól sem táfýlu.

Praia do Futuro er svo aedisleg strönd og thó svo ad mér hafi thótt sjórinn í Salvador skemmtilegri var andrúmsloftid allt miklu léttara og thaegilegra tharna á Coco Beach klúbbnum. Thar var stjanad vid og hugsad um mann en ekki ökrad fyrir thad. Thar var líka yndisleg sundlaug. Okkur langadi mikid í staersta vatnsgard í Latínsku Ameríku en komumst ekki. Hefdum thurft einn dag í vidbót. Vid fórum svo thann 21. frá Fortaleza og flugum til São Paulo. Thar sem vid flugum med BRA flugfélaginu tók ferdin 10 tíma og var med 4 millilendingum. Í thessum flugum er frjálst saetaval og öll theirra eru óthaegileg. Daginn eftir flugum vid svo hingad til Costa Rica eftir ad vid komumst loksins frá thessu skriffinskuríki sem Brasilía er. Ég hef aldrei á aevinni kynnst ödrum eins tví- thrí- og fjórverknadi og hreinni heimsku thegar kemur ad thví sem aetti ad vera einfaldar skriflegar adgerdir. Thetta var eins og úr sögu eftir Kafka eda skriffinskuhúsinu í Ástrík og thrautunum 12. En nú er klukkkutíminn á netkaffinu útrunninn. Meira seinna.
Their sem hafa svo verid ad velta fyrir sér hamingjuóskum systur minnar vid sídustu faerslu er ástaeda theirra sú ad vid Gunnthóra erum nú trúlofud. Ég fór nidur á hnéd á fallegri strönd í Brasilíu og rétti henni hring. Ég veit ekki enn hvort okkar grét meira. Vid erum algjörar vaeluskjódur. =)

tack tack

--Drekafluga og fidrildi--

sunnudagur, 16. apríl 2006

Ýkt veikur

Ja, thví sem naest. Ég snýti mér á mínútu fresti, er med thurran hryglandi hósta og kafna ödru hvoru í eigin slími. Lídur annars vel. Gunnthóra er líka slöpp og ég verd ad taka thad fram ad mér finnst vid ekki eiga thetta skilid. Vid erum á flugvellinum í Recife núna á leidinni á einhverja fallegustu strönd Brasilíu og enn er ekki útséd hvort vid getum notid hennar. Fortaleza, en thad er einmitt umraeddur stadur, er einmitt uppáhaldsstadur Gunnthóru í Brasilíu. Ég hef ekki döngun í mér til ad skrifa meira núna, enda er Gunnthóra ad skrifa fyrir mig.

Gledilega páska =)

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 5. apríl 2006

Med sár milli tánna

Í dag er thridji í afmaeli. Til hamingju ég. Jaeja. Hvar skal byrja? Ég maeli med Inside Man. Hörkumynd. Umm... já. Ætli eg tali ekki adeins um hvernig Brasilía virkar á mig. En til ad falla inn í fjöldann hérna gaeti eg til daemis gert eftirfarandi:

Ég mundi fá mér lítid mótorhjól, Hondu, ekki staerri en 150cc og thad thyrfti ad vera svolítid vedrad. Thví naest keypti ég mér Volkswagen Golf en taeki effid af thví Gol thýdir mark í thessu fótboltalandi og öllum Golfeigendum finnst thad gedveikt snidugt. Svo mundi ég kaupa mér kippu af Skol, thjódarbjór Brasilíu og drekka allavega fimm bjóra á medan ég keyrdi thví ad drekka og keyra er ekkert tiltökumál hér (thad má geta thess ad á Renault lyklakippu heimilisins er floskuopnari). Svo mundi ég opna matsölustad i götu sem enginn getur fundid thvi gatnakerfid herna er thannig úr gardi gert ad t.d. folk sem vinnur i götu 144 getur ekki visad manni a götu 140 (daemi tekid ur raunveruleika gaerdagsins) thvi thaer liggja bara einhvern veginn. Matsölustadurinn mundi heita Fast Food Express Eat Now Big Food thvi thad virdist vera i reglunum ad svona ord selji betur. Ef á Íslandi mundu vinna thrír á stadnum mundi ég ráda allavega 12 manns svo ad 8 - 9 mundu örugglega geta slakad á. Servíetturnar yrdu svo ad vera úr plasti, ekki pappír. Ef einhver mundi svo af slysni finna stadinn og jafnvel ákveda ad borda thar gengi hin einfalda pöntun hans upp á hambó og fröllur svona fyrir sig:

"Umm. . . ég aetla ad fá. . ."
"Fyrirgefdu, ég má ekki taka vid pöntunum. Taladu vid hann."
"Já, ok. Afsakid, ég aetla ad fá hamborgara og franskar en er haegt ad sleppa súru gúrkunum?"
"Viltu sleppa súru gúrkunum?"
Thögn.
"Já."
"Heldurdu ad gúrkurnar séu vondar?"
"Já. Mér finnst lítid varid í súrar gúrkur og geri rád fyrir ad ykkar séu ekki undantekning."
"Og thú vilt sleppa theim?"
Thögn, andvarp.
"Já."
"Ok, taladu vid hann. Ég má ekki ákveda svona lagad."
"Ókei. Gódan daginn. Ég aetla ad fá hamborgara, algjörlega lausan vid súrar gúrkur eda bara gúrkur af nokkru tagi, og franskar."
"Engar súrar gúrkur? Bíddu adeins."
Stutt bid á medan verid er ad athuga hvort thetta sé gerlegt.
"Já, thad er í lagi en ég verd ad rukka thig um auka tvo aura fyrir umstangid."
"Flott, fínt, til er ég. Hvad verdur thad mikid?"
"Hvad heitir thú?"
"Ha?"
"Nafnid thitt. Hvad heitirdu? What your name?"
"Sófanías, kalladur Sófi. Hvers vegna?"
"Hérna, fardu med thennan mida á kassann og borgadu thar."
"Get ég ekki borgad thér?"
"Nei, ad thví er virdist, er ég ófaer um ad medhöndla peninga."
"Já, audvitad, nema hvad."
Eftir langa leit i tölvunni ad nafninu Sófi, jafnvel thótt stadurinn vaeri tómur annars var loks haegt ad borga.
"Fardu med thennan mida i afgreidsluna. Thar faerdu matinn."
"Hvad?! Nei, ok. Allt í lagi. Ég geri thad."
- - -

Sófanías fékk svo loks matinn sinn og ákvad ad thangad kaemi hann líklega aftur, svo framarlega hann fyndi stadinn, thví thetta var í rauninni ekki svo slaemt. Thad er allavega langtum verra ad thurfa ad fara eftir sama kerfi í stórri verslun thar sem afgreidslustödvarnar eru hver í sínu horni. En thar, eins og alls stadar, er svona kerfi, allavega hér í Goiânia. Thar tekur fólk thví líka ferlega persónulega ef madur gengur inn, býdur gódan dag, skodar og fer svo út án thess ad kaupa neitt. Thetta á sérstaklega vid um farabúdir og yfirleitt faer madur: "Fannst thér ekkert fallegt?"

Og thannig er nú thad. Annars er allt ágaett ad frétta. Ég er loksins ordinn gódur af veikindunum og Gunnthóra er á lyfjum eins og venjulega. Einu eymsli mín eru moskítóbit hér og thar og sár milli tánna eftir óhóflega göngu á strandarsandölunum mínum. Vid fórum med fjölskyldunni til Pirinópolis, fallegs fjallabaejar og áttum tvo ágaetis daga thrátt fyrir minni háttar ofkaelingu í rigningu í fjallshlíd á medan bedid var eftir thví ad mega renna sér nidur hlídina á köplum. Thad var hörku stud.

Vid Gunnthóra erum búin ad kaupa flug innan Brasilíu og á morgun förum vid til Salvador. 12. apríl förum vid svo til Recife og svo thann 16. til Fortaleza. 22. apríl fljúgum vid til Costa Rica. Sendum gledikvedjur heim. P.S. ég tók svona próf ádan og er bara nokkud sáttur vid nidurstödurnar:


You scored as Art. You should be an Art major! How bohemian!

Theater


92%

Art


92%

Dance


83%

Psychology


83%

English


83%

Mathematics


75%

Journalism


75%

Linguistics


75%

Sociology


75%

Philosophy


67%

Anthropology


58%

Engineering


58%

Biology


58%

Chemistry


50%

What is your Perfect Major?
created with QuizFarm.com


tack tack

--Drekahjú--