þriðjudagur, 30. mars 2004

Zappo!

Þetta er það sem ég vil geta í Photoshop. Mynd eftir sextán ára gutta.


þetta er jpg. hér er hún í betri gæðum.
---

*andvarp*

Til að bæta svo á gleði mína held ég að ég fái ekki vinnua á Laugarvatni.

pfff...

--Drekafluga, haldinn minnimáttarkend--

mánudagur, 29. mars 2004

Ég gæti þurft áfallahjálp

Sir Peter Ustinov er dáinn. Fæst ykkar vita líklega hver þetta er en í dag missti heimurinn mikinn listamann. Það gæti jú verið að einhvert ykkar myndi eftir Disney útgáfunni af Hróa Hetti, þessari með refnum. Ustinov fór þar á kostum sem Prince John. "Udelali! A crown! How exciting." Það má segja að hann sé upphafsmaður stand ups, hann talaði átta tungumál gallalaust, hann er einn víðförlasti maður sem sögur fara af og hefur frá því ég var smá gutti verið einn af mínum uppáhaldsleikurum. Enginn getur fyllt skarð hans.


16. apríl 1921
-
28. mars 2004
---

Blessuð sé minning þessa mikla snillings.

tack tack

--Drekafluga, dapur--

sunnudagur, 28. mars 2004

Squalor and Misery No More

Ég er fyrir austan umkringdur blankalogni og skærhvítum snjó. Hér er fallegt. Ég kom austur til að fá sálarfrið, selja pappír og rækjur og jafna mig eftir erfiði gærdagsins. Þá var ég nefnilega að hjálpa Haraldi og fjölskyldu að flytja úr Holtagerði yfir í nýju villuna þeirra í Víðihvammi. Svakalegt hús fyllt af svakalega þungum húsgögnum. Já svo var líka þessi bílfarmur af 6x1 fjölum sem fyllti pallinn á vörubílnum hans Ágústs. Það tók á. Máttvana og eftir mig fór ég svo og heiðraði afmælisbarnið og barðist hetjulega við að halda mér vakandi. Ekki að það hafi verið leiðinlegt. Síður en svo. Svona dagar taka bara þó nokkuð á. Ég braust svo í gegn um varnir Abans sem vildi alls ekki að ég færi og skokkaði heim. Þá var Jón ferðbúinn og ég skaust bara upp og svo út í bíl aftur áður en við héldum af stað. Þetta varð svo til þess að ég gleymdi rækjunum sem ég ætlaði að selja og var því bara með pappír.

Það kom þó ekki að sök þar sem ég seldi samt fjóra poka sem ég kem svo bara með næst. Þetta gekk semsagt stórvel. Ég stoppaði svolítið hjá Séra Axel og hann keypti fyrir 4500kr, borgaði með 5000kr. seðli og sagðist vera að borga mér 500kr. fyrir spjallið. Mér hefur alltaf fundist hann vera frábær náungi. Þegar ég átti eina pakkningu af klósettpappír eftir ákvað ég bara að renna niður í Ásaskóla og athuga hvort Kötu og Stefáni vanhagaði ekki um nokkuð. Þau keyptu rækjur og síðustu pakkninguna. Hófst þá leitin að peningnum.

"Hvar er heftið?" sagði Stefán hugsi.
"Ég man það ekki." svaraði Katrín hreinskilnislega og tók rólega sopa úr kaffibollanum sínum.
"Við vorum með það niðurfrá í gær svo það er annaðhvort í töskunni þinni eða... ...hmm." Þungir þankar Stefáns kæfðu það sem hann hefði annars sagt. Svo gekk hann fram og leitaði að heftinu með tilheyrandi hljóði og látbragði. "Ertu með frelsi á símanum þínum?" heyrðist svo kallað. Ég svaraði því játandi og þá stakk hann höfðinu inn í stofuna og kastaði 2000kr. inneign beint í lófann á mér eins og hann hefði aldrei gert annað. "Þetta eru þá tvö þúsund. Þá eru tvö og fimm eftir." Leitinni að heftinu var haldið áfram en hætti svo skyndilega. "Og hana." heyrðist þegar önnur 2000kr. inneign flaug í áttina að mér, aðeins skakkt í þetta skiptið. "Og svo fimmtíu danskar krónur. Fjögur og fimm."
"Nei... Stefán. Þú getur varla." heyrðist milli hlátraskalla Kötu. "Þetta-"
"Jújú, þetta eru rúmar 500kr. íslenskar."
Ég brosti bara og þakkaði fyrir mig. Nú get ég talað mikið í símann á næstunni. Það verður bara stemmning, er það ekki? =)

tack tack

--Drekafluga, not so poor as before--

fimmtudagur, 25. mars 2004

What are you?

I'm pissed off, that's what I am. (úr hvaða mynd? einhver?)
Ástæðan er endalaus vankunnátta mín á Photoshop 7.0. Ég bara verð að læra almennilega á þetta. Með layerum mætti halda að þetta sé einfalt en kunnátta mín er svo takmörkuð að ég notaði freakin' MS Paint og Photoshop til skiptis. En ég er búinn að eyða nógum tíma í þetta svo ég ætla að leyfa mér að eyða litlum tíma í vefritun. En til útskýringar á myndasögunni þá þurfti ég lítið að semja þar sem þetta gerðist þetta í alvöru. Viðbrögð mín voru reyndar öðruvísi þar sem ég fékk hláturskast en þetta er samt gott efni. Það er tæpast hægt að segja að myndasagan sé kláruð en ég bara ákvað að sleppa því að sanna getuleysi mitt í Photoshop fikti. Teikningarnar eru svona af því ég ætlaði að skyggja þær í PhotoStudio 5 en forgangsraðaði vitlaust og nennti svo ómögulega að endurgera langa vinnu. Njótið.



---

tack tack

Já og til hamingju ég. 7000 and counting. =)

--Drekafluga, very, very amateurish--

miðvikudagur, 24. mars 2004

Önnur gullöld tónlistar

Pixies, Incubus, KoRn, Kraftwerk, U2(crossing fingers), Pink og allir hinir sem ég er að gleyma. Gleði gleði. Munið þið eftir því þegar Skunk Anansie og Prodigy voru fastagestir hér nokkrun veginn ár hvert? Það voru góðir tímar. Nú er eins og svona tímabil sé að endurtaka sig og er það ekkert nema gott. Ég verð í Króatíu þegar Korn koma en ég verð á landinu til að upplifa tónleika með Incubus og ekkert skal halda mér frá U2 ef þeir koma til landsins. Með orðum Mike Myers úr SNL: Discuss.

Ég hef ekki tíma í þetta þar sem ég þarf að klára umsókn í Myndlistaskólann. Deadline á föstudaginn. Vil líka nota tækifærið og benda á Fotki linkanna hér til hliðar.

tack tack

--Drekafluga, a busy busy man--

mánudagur, 22. mars 2004

Fuckin' amazing!

Ég ætlaði að setja upp sketch í dag en fullkomnunarárátta og tímahrak hafði svo betur svo það varð ekkert
af því. Í dag gerðist þó tvennt sem ég ætla að minnast á og svo sé ég til hvort mér dettur eitthvað meira í hug.

1. Mér var tjáð að hvaða móðir sem er mundi vera sátt við að eiga mig sem tengdason.
2. Ég tók mér pásu til að velta fyrir mér nafnbótum á sælgæti frá Freyju.


Já, tengdasonur. Einhvern veginn er það þannig að mæður fíla mig. Ég er ekki endilega að tala um mæður kærustunnar minnar í það og það skiptið (ekki það að ég skipti vikulega) heldur bara mæður vina og/eða vinkvenna minna. Það að ég nefni þetta í dag er af því að ég var með vinkonu minni í bíl nýlega og vinkona mömmu hennar sá okkur og dró ályktanir. Hún spurði svo hvað væri í gangi og mamman sagði að þó við værum bara vinir væri: -quote- Hvaða móðir sem er ánægð að eiga mig sem tengdason. -unquote- Hah! Magnað.

Djúpur.
Um djúpur frá djúpum til djúpna? kvk. ft.?
Um djúpan frá djúpum til djúps? kk. et.?
Ég bara get ekki fundið út úr þessu. Ég tala alltaf um þetta í kvk. ft. Þetta er ekki keypt í stykkjatali heldur saman í poka. Pokanammi er alltaf í fleirtölu. Til dæmis Rjómakúlur. Þeir hjá Nóa ákváðu að á poka fullum af rjómakúlum stæði ekki 'Rjómakúla' og kaupandinn mundi svo margfalda í huganum. Nei, kúlur skyldu það vera í fuckin' fleirtölu. Og þess vegna tala ég um Djúpur í fleirtölu. Af því þær eru margar saman í poka. Hugsið bara um þetta við tækifæri. Þetta gæti stytt efnafræðitíma eða eitthvað. Hvað veit ég... Er Freyja svo ekki líka með Hitt? Sem ég hef reyndar ekki smakkað ennþá. Allavega... ...umm... nei, mér dettur ekkert meira í hug í þetta skiptið. Hmm, hehe, ef þið þekkið til Eddie Izzard, prófið að lesa þessa málsgrein með hann í huga. Síðast var það Mallrats en núna er Circle í gangi í bakgrunninum. Gæti hafa litað þetta aðeins.

tack tack

--Drekafluga, almost feeling bacchanalian--

sunnudagur, 21. mars 2004

Letilíf

Orðfæð undanfarinna daga gleður eflaust móður mína. Hún heldur að vefritunin taki ótakmarkaðan tíma frá náminu. Þetta er ekki rétt. Það eru tölvuleikir, sjónvarp, teikning og vinir sem taka ótakmarkaðan tíma frá náminu. Þetta hefur reyndar haft undarleg og ófyrirséð áhrif sem lýsa sér til dæmis í hærri einkunn í Þýsku og smávægilegum útbrotum á hægri olnboganum. Það má líka vera að þetta sé vegna þess að mér hefur ekki enn tekist að stilla DC++ í gegn um routerinn og hef því ekki getað náð í afganginn af Mallrats. Þess má geta að þetta er skrifað á meðan Fyrri hluti þessarar snilldarmyndar er í gangi í bakgrunninum þegar þetta er skrifað.

"..there's no way her fallopian tubes could carry his sperm. I guarantee you he blows a load like a shotgun through her back. What about her womb, do you think it's strong enough to carry his child?"
"Sure, why not?"
"He's an alien, for Christ's sake. His Kryptonian biological makeup is enhanced by Earth's yellow sun. Lois gets a tan, the kid could kick right through her stomach. Only someone like Wonder Woman has a strong enough uterus to carry his kid. The only way he can bang regular chicks is with a kryptonite condom... ...that would kill him."

Heh. Ég vissi hvernig 'fallopian' er skrifað. Fletti þessu upp eftir á og veit ekki fyrir víst hvort ég á að vera stoltur. Hmm. Helginni eyddi ég með vinum. Fyrir ykkur tvö sem eruð forvitin um nánari smáatriði þess þá verðið þið bara að spyrja mig. Ég var nr. 6666 á síðuna. Tók meir að segja screenshot af því. Þessar 'vinsældir' eru í engu hlutfalli við fjölda þeirra sem höfðu samband við mig út af auglýsingunni á síðasta þriðjudag og er það miður. Visakortið mitt er ónýtt, debetkortið mitt er ekki síhringikort og var ég því kominn í rúmlega 2000 kr. dagsskuld út af nokkrum krónum í mínus og ég er ekki búinn að selja eina pakkningu eða rækjupoka. Pfff...

tack tack

--Drekafluga, an aspiring asparagus--

föstudagur, 19. mars 2004

The dude in the chair

Þreyttur. Í dag hef ég fengið ómælda athygli út á hárið mitt og það er gott. 10 teygjur héldu því í fögrum lokkum en nú eru þeir bara lausir. Sem er gott. Annars fengi ég líklega höfuðverk. Nú sit ég í sófanum niðri í matsal Kvennó með fartölvu Abans á lærunum. Hún er svo sjálf að skúra fyrir framan mig. Ég ætlaði að hjálpa henni en hellti vatni yfir buxurnar mínar, fékk sjálfsvorkunnarkast og sit hér í nánast mollulegri þögn með hina fögru Isis mér við hlið. Hún er að lesa um anorexíusjúkling. Stemmning í því. Guðum og goðunum sé lof og dýrð yfir því að það sé föstudagur.

Til hamingju Borgó.
Ég ætla ekki að útlista ánægju mína yfir sigur Borgó yfir MR því það má sjá nokkurn veginn hvert sem farið er á netinu. Í staðinn vil ég lýsa yfir gleði minni yfir íþróttamennsku MR liðsins. Á meðan áhangendur Borgó dönsuðu sigurdans og dauðaþögn ríkti MR megin í salnum klöppuðu þeir og sögðu svo enga skömm vera í því að tapa fyrir sér betra liði. Heyr heyr fyrir því. Auðvitað voru þeir fúlir en þeir slepptu þessum MR hroka sem fær mann svo oft til að vilja limlesta fólk.

Svona í endann vil ég geta þess að ég er fuckin' boccia champ. Afar hardcore. Afar.

tack tack

--Drekafluga hárfagri--

þriðjudagur, 16. mars 2004



tack tack

--Drekafluga, Stationary travelling merchant--

mánudagur, 15. mars 2004

Yes? Hello?

Apparently there are people who consider me to be almighty. At least one and counting. This pleases me. However, I believe that said person was reffering to my variably modest writings. She is by no means a sloppy pen, herself so I recommend that you, dear reader, visit her site and get immersed in her writings. There is a core group of web-loggers I visit regularly and she promptly took her place in it the moment she started her online writings. Mariatta, I salute you.

Ég veit ekki alveg af hverju þetta var á Ensku. Ég held mig hafi bara langað að koma inn á 'almighty' og 'this pleases me'. En svo var ekki hægt að bara stökkva yfir í Íslensku þaðan. En hvað um það, ég var að horfa á sjónvarpið áðan, eins og ég geri stundum., og varð þá vitni að því þegar nýja Pepsi auglýsingin rann yfir skjáinn með þvinguðum og stílfærðum hressleika. En þrátt fyrir það og þrátt fyrir að vera kókisti og almennt á móti Pepsi þá fann ég fyrir ánægju. Þetta var einskonar staðfesting combacks fallegu kvennana. Britney, Beyonce og Pink (my personal farourite of the three) eru ekki Kate Moss horrenglur. Þær eru fallegar konur með fallegan vöxt. Ég vona bara að Twiggylookið eflist ekki aftur. Svo á öðrum nótum þá fer það svolítið í mig að Pepsi skuli gera flottari auglýsingar en Coke. Það var alltaf á hinn veginn en var snyrtilega tekið af lífi þegar skipt var um auglýsingastjóra hjá Coke. Munið þið eftir því að hafa farið í bíó fyrir nokkrum árum og séð óyndislega kvenpersónu drekka úr stóru kókglasi, umla svo í velíðan og brosa sauðsglotti að myndavélinni? Fyrsta skrefið niður á við.

En í tilefni veðursins í dag svaf ég yfir mig. Það bregst ekki að ef ég sef yfir mig er dagurinn gullfallegur. Og ég missi af byrjuninni á honum. Fólk ætti að borga mér fyrir að sofa yfir mig. Reyna að slá hitamet og svona. Ég fór í skólann með ekkert nema bol og gallajakka fyrir ofan belti. Ef ég hefði haft rænu á að detta fram úr í morgun hefði ég eytt tvöföldu eyðunni minni uppi á þaki á Uppsölum. Hádegishléinu líka. Sólböð þar geta verið yndæl.

Vorið er handan við hornið.

tack tack

--Drekafluga, Beach Boy--

föstudagur, 12. mars 2004

Og ekkert í dag

Klukkan er orðin margt. Farinn að sofa. Varð bara að skella þessu upp fyrst. Ég þarf svo að læra að skyggja í Photoshop. Það liggur við að ég tárist. Svo er ég enn að læra á hvernig er best að teikna svo það komi vel út í skönnun. Allavega, rigningin á meðfylgjandi mynd er það fyrsta sem ég hef gert af viti í Photoshop. Tack tack fyrir það.

---

---

Og þá er ég farinn

--Drekafluga, vanviti--

fimmtudagur, 11. mars 2004

All by myyyyyy seeeelf...

Já. Mér líður hreint ekki vel. Þjáist af athyglisskorti, held ég. Þetta er skrifað rétt eftir tólf aðfaranótt fimmtudagsins 11. mars. Fyrr í kvöld fór ég á leiksýningu Kvennaskólans 2004 sem þetta skiptið heitir Glæstir Tímar. Þetta er frábær sýning í alla staði og gott ef hún toppar ekki Lýsiströtu frá því í fyrra. Jú, ok, hún gerir það. Punktur. Og það er svooo sárt að hafa ekki verið með. Ég er ennþá með leiklistarbakteríuna og hún bara missti sig þegar ég var að skemmta mér yfir þessu. Jú, ég hef fengið eitthvað í staðinn... ...nei, bíddu. Það er ekki rétt. Ég hef bara ekkert fengið í staðinn. Hækkaði um 1.5 milli anna þar sem ég hef ekki haft neitt svona til að eiga hug minn allan en einmitt núna er mér sama. Þetta er bara fúlt og ef einhver nuddar mér upp úr þessu í commenti verður það þurrkað út. Tek ekki neinu slíku núna.

En Kvenskælingar og aðrir þeir sem þetta lesa, farið og sjáið Glæsta Tíma. Þetta er frábær sýning.

Þar sem ég er þessi classy týpa tók ég strætó heim. Ég veit svo ekki alveg hvernig það gerðist en ég var farinn að dansa við Wiseguys úti í golunni hjá Lækjartorgi. Varð bara einhvern veginn. Stelpu sem sat á bekk inni var mikið skemmt. Mér var sama. Um leið og ég settist inn í þristinum magnaðist þessi tilfinning að ég væri að missa af einhverju. Svona eins og öllum nema mér hafi verið boðið í ofurfroðupartý en ég sæti kertalaus heima í rafmagnsleysi og vondu veðri. Þetta ágerðist og ég þoli það ekki. Veit ekki hvað er að mér. Langar að ráða við þetta. Þetta verður komið í lag á morgun en einmitt núna er þetta bara ekkert gaman.



Og hananú.

--Drekafluga, hálf tómur eitthvað--

miðvikudagur, 10. mars 2004

Og svo ég haldi nú áfram að vera móðins...

Ég bara varð!

Ok, ég var að komast að því að á afar nördalegan hátt er ég magnað svalur. Ég sá að Mc Brútus hafði tekið próf á netinu. Hann var Bring it On. Ég var þetta.

CWINDOWSDesktopFightclub.jpg
Fight Club!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

I kind of like mine.

tack tack

--Drekafluga, ekkert meira í dag, held ég.--

mánudagur, 8. mars 2004

Ooh-tah...

Ég held ég eigi erfitt með að sýna samúð, játa að vera sannur vinur og vera bara of gagnrýninn á velvild annara. Af hverju? Af því ég þoli illa að sjá Fwd bréf í Inboxinu mínu. Ef þau eru fyndin og skemmtileg hef ég ekkert á móti þeim en ef ekki fara þau oftar en ekki í taugarnar á mér. Fann svo stutt bréf frá Denis Leary, fannst það ekkert svo fyndið lengur en fékk smá innblástur og ákvað að deila þessu með ykkur. Einn örlítill bútur (6 orð - Little Starving Legless Armless Goatless Boy) er frá Leary kominn en annað eru mínar eigin vangaveltur.

You have one unread message.
---

-This is a friend test-
"No, this is fucking annoying. Delete."
-No, really. This IS a friend test, you heartless bastard. Read it!-
"Oh alright. Reading."

[Insert-nice-poem-about-me-being-the-bestest-friend here]

"Well, wasn't that nice. I, just like the 326 others who this was sent to, am the very favourite bestest friend of the sender. But wait a minute. What the hell is this?"
-Oh this? Well now you get to scroll down and make a free wish!-
"A free wish?! Really? Naturally, I've spent uncounted amounts on my previous wishes and now you're giving me one for free?"
-Yes.-
"Well jolly good. ...done. So what's this then?"
-Oh that's just the part where you're told to send this to gazilliontwentyone people or your virginity will grow back and you'll be forced to walk around for the rest of your life with a stamp on your forehead, saying: "I am a rotten friend."-
"What!?! But I don't know gazilliontwentyone people!"
-You don't know gazilliontwentyone people? Well aren't you the isolated caveman.-
"Who knows a gazilliontwentyone people?"
-With an 'a' eh? Fancy. Well I don't know but can we please drop this. Gazilliontwentyone is pretty tedious to write.-
"Yes, yes. You're right... Wait! There's more!?!"
-What? Oh that's just the part regarding that every time you pass this on, a fraction of a cent will be donated to the Little Starving Legless Armless Goatless Boy from Tuonglasedobah who's really having a rather rotten time and if you haven't passed this on in 27 seconds your computer will crash.-
"What!?! You've gone completely fucking bananas. I will delete this."
-No! Wait! Nooooo.....-

Og þar hafiði það. Vona að þetta komi ekki illa við neinn, enda ekki illa meint.

Jú og svo er þetta víst móðins.
You are CRUSH!
What Finding Nemo Character are You?

brought to you by Quizilla

tack tack

--Drekafluga, feeling rather good--

sunnudagur, 7. mars 2004

Já!
Mér líður vel. Nú er ég kominn með tilgang. Áætlun. Ég veit hvað ég ætla að gera eftir stúdentspróf og er orðinn einn af hinum öfunduðu. Ooh-tah. Fyrir ekki svo löngu var ég í hópi þeirra sem gerði allt til að forðast “Hvað ætlarðu svo að gera eftir Kvennó?” en nú horfir öðruvísi við. Ég er meir að segja með sumarvinnuplan inni í þessu. Og hvað ætla ég svo að gera?

Ég ætla hingað í sumar til að þræla og púla svo ég hafi efni á áhöldum og viðlíku þegar ég fer hingað næsta haust. Já, Myndlistaskólinn skal það vera. Inntökupróf eru 24. – 25. apríl og ég hef ekki hugmynd um hvernig þau lýsa sér en ég ætti að hafa nógan tíma til að komast að því. Svo hef ég líka orðið mér út um umsóknareyðublað á netinu og er að fara yfir helstu þætti og undirbúa mig samkvæmt því. Það sem ég sækist eftir er almennt fornám fyrir framhaldslistnám annaðhvort hérlendis eða erlendis og tekur það eitt ár. Þetta mun svo gera eftirfarandi: Veita mér gálgafrest í eitt ár með að ákveða hvernig ég skuli haga frekara framhaldsnámi mínu og vonandi hjálpa mér að finna, vega og meta hvers konar listform hentar mér best.

Hah! Now whaddaya think of that! Nú er bara vonandi að ég fái bæði sumarvinnuna og inngöngu í skólann.

Og svo, svona í tilefni góða skapsins ætla ég að skella þessu upp.

---
Ekki sáttur við allar fimmurnar og þaðan af lægri einkunnir og veit ekki alveg hvernig þetta er reiknað út en svona er þetta bara.

tack tack

--Drekafluga, með krosslagða fingur--

fimmtudagur, 4. mars 2004

The Power of PK.

Dagurinn í gær. Já, það er fín byrjun. Dagurinn í gær var fullur af tilfinningum. Ég fór á milli þess að vera spenntur og stressaður, kvíðinn og eftirvæntingarfullur. Þetta var afskaplega skrýtið. Rymja var um kvöldið og ekki laust við að smá beygur væri í keppendum. Það var líka kannski það; það voru keppendur. Fólk keppti í söng. Ég reyndi að hugsa það ekki þannig. Ég vildi bara gera mitt besta. Ég verð ekki svona fyrir leiksýningar. Það er eitt að leika fyrir framan fullan sal af fólki en að syngja er annað og verra mál. Klukkan hálf tvö mættum við Mossi svo á generalprufu niðri á Nasa. Ég var með eintóma leðju í hálsinum og átti erfitt með söng en komst með herkjum í gegn um prufuna. Ég fór svo heim og hálfum lítra af tei síðar (te-i. ekki t-ei) var ég á leið niður í bæ í samfloti með Margréti, Önnu M. B. og Björgu. Á leiðinni hringdi í mig viðkunnaleg kona og spurði um Huldu. Ég sagði, sem satt var, að ég væri ekki Hulda. Hún afsakaði sig þá og lagði á. Mínútu seinna hringdi hún aftur og spurði, bara til öryggis býst ég við, hvort að Páll Eyjólfsson væri ekki við. Eftir dauðaleit í bílnum var frúnni tilkynnt að Páll væri ekki viðlátinn. Til að orðlengja þetta ekki um of þá var svo bara góður fílingur og stemmning með tileyrandi gítarspili og söng í kjallara Nasa.

Óli Palli kynnti okkur á sviðið og Mossi gekk inn og byrjaði að spila. Það sem fór í gegn um huga minn þá var eitthvað á þessa leið: "!!!???!!!" þar sem undirspilið var helst til í hraðari kanntinum. Ég gekk svo inn og upplifði þetta ótrúlega ego-boost sem fylgir fagnaðarlátum. Drive með Incubus var svo sungið eftir bestu getu miðað við aðstæður (stress factor ≈ 7,2) og þrátt fyrir textaklikk og misheppnaðar söngnótur sem skáru í eyru mín uppskárum við yfirþyrmandi læti sem ég held að hafi fremur verið til fagnaðar. Ég var ekki ánægður með þetta en Mossa tókst að snúa þessu í "Hey, we came, we saw, and we fucking tried" og fyrir það er ég þakklátur. Svo restina af keppninni var ég frammi í sal og naut flutnings hinna keppendanna.

Í þriðja sæti er...
Guðmundur Valur! Ég hef víst heyrt að svipurinn á mér hafi verið ólýsanlegur og þeir (ok, þær. það voru bara stelpur) sem í kring um mig voru hefðu gefið mikið til að hafa náð mynd af mér. Ekki tíu sekúndum áður hafði Mossi kallað til mín og spurt með látbragði hvort við ættum ekki séns. Ég hafði hrist hausinn. Svo kom þetta. Guðmundur Valur. Það vantaði eitthvað en í geðshræringu minni áttaði ég mig ekki strax á því. Í því ég var að stökkva yfir handriðið til að komast niður á gólf rann það upp fyrir mér: "Og Mossi". Gummi og Mossi, god-damn it! Við stóðum tveir á sviðinu og vorum tveir sem fluttum lagið. Það tók okkur tíma að komast í gegn um þvöguna og Óli Palli las "Guðmundur Valur Viðarsson" af blaðinu. Svo sá hann Mossa og hrópaði: "Já! Og gítarleikarinn!" Pff... dómnefndin ekki að standa sig. Hún hafði skrifað nafn mitt niður á blað en ekki hans Mossa. Jæja, þetta var taumlaus gleði en mér var svolítið brugðið þegar ég sá kassann með snakkinu. Fyrr um kvöldið sagðist ég ekki þurfa að hafa áhyggjur "beacuse I'd brought some magic". Hver man eftir PK tyggjói? Ég átti pakka með þremur tyggjóum eftir og hafði verið með eitt uppí mér áður en ég steig á svið. Þá hafði ég sett það á kassa með vinningum og viti menn! Það kom aftur til mín á sviðinu. I told you I'd brought some magic!

Svo, eftir að verðlaununum hafði verið skipt var haldið á Grand Rokk þar sem ég skemmti mér ágætlega og tók á móti mörgum hamingjuóskum þar til ónefnd stelpa sagði mér að ég hefði ekki átt skilið að vinna og að ég hefði stolið sætinu frá Völu og Soffíu og ekki nóg með það heldur hefði ég líka verið dónalegur og karlrembulegur við hana fyrr í kvöld. Ok, fyrir það fyrsta þá stal ég ekki einu eða neinu. Það var ekki ég sem setti mig í þriðja sæti. Það var dómnefndin. Skammaðu hana. Og ég er sammála, miðað við frammistöðu okkar Mossa og gæði annara atriða áttum við þriðja sæti ekki skilið að mínu mati. En við fengum það svo ég kvarta ekki. Svo, ef það er eitthvað sem ég er ekki þá er það karlremba. Þessi manneskja þekkti mig ekki og misskildi þess vegna algjörlega nokkurn vott af húmor í því sem ég sagði. Ég sé eftir því að hafa sagt þetta en ekki út af efninu heldur út af því hversu mismunandi fólk er. Ég var heldur ekki sáttur við úrslitin; Bryndís var í réttu sæti en, með fullri virðingu fyrir Fjólu í 1-FF, áttu Pétur og Einar fyrsta sæti skilið. En ég er ekki að bitcha yfir því í eintómri biturð og volæði.

Svona rétt í endann vil ég segja að ekki er öll von úti enn því Gettu Betur lið Verzló hefur alla burði til að komast á spjöld sögunnar. MR, be afraid.

tack tack

--Drekafluga. Fruit is good for you.--

mánudagur, 1. mars 2004

Today's words of sheer fucking unharnessed happiness:

Eins og virtist fara fram hjá flestum í næst síðustu færslu var ég að hugsa um að fresta myndasöguverkefnum mínum um óákveðinn tíma sökum lélegs tækjabúnaðar. Núna vil ég segja: Mad Props to the Doctor! því hann hefur bjargað framtíð þessara verkefna. Ofan á tölvunni minni hvílir skanni, ferskur upp úr pakkningunum og það var Hjörtur Haraldson sem gaf, já gaf mér hann í dag af eintómri hjartagæsku og vinsemd (gegn sálu minni og að ég gerði hann ódauðlegann í myndasöguformi). Ef ég teikna eitthvað á næstunni og það kemur á þessa síðu er það honum að þakka. Ég er enn að læra á hvernig teikningar koma best út en ef þetta er byrjunin er ég réttur til að læra e-ð á Photoshop. Yesssss.....
---
A small tribute, buddae and not very inspiring but this is a start.



---

Ég bætti teikninguna eftir á og hún lítur nú betur út á pappír. Hræðilegar villur sem maður sér hjá sér. Ég tók líka út Gettu Betur myndina af því hún skemmdi síðuna í lítilli upplausn.

Thank you and good night!

--Drekafluga, soaring--