miðvikudagur, 24. janúar 2007

Hvar kaupir maður annars göngustaf?

Hver hefði trúað því að það væri ekki einn einasti göngustafur í Góða hirðinum? Ekki ég. Ég fór þangað inn í góðri trú, haltrandi með gamla æfingaprikið mitt úr skylmingunum og kom ekki út með annað en þreytu í lófanum. Prikið var ekki hannað sem göngustafur. Ég geng líka með "stafinn" minn sömu megin og mér er illt, eins og Dr. House. Af því ég er kúl. Vinstra hnéð á mér er semsagt ekki alveg í lagi og ég get ekki rétt algjörlega úr fætinum. Það sem olli þessu voru tvö spjót á ógnarhraða og nokkur sverð, þó ekki allt á sama tíma en allt á sömu æfingu. Þetta var ekki svo slæmt í gær en ég vaknaði við sársaukann í nótt og það var slæmt. En ég er búinn að kaupa mér hnjáhlífar svo svona slysum ætti að fækka. En hvar kaupir maður samt göngustaf?

tack tack

--hölt Drekafluga--

Engin ummæli: