föstudagur, 29. júní 2007

Cintiq Roadster Drekafluga?

Þetta finnst mér svolítið magnað. Prófið eftirfarandi og sjáið hvort þið fáið upp sömu síðu og ég, fyrir að því er virðist hendingu eina saman: Opnið Google myndaleit og sláið inn Cintiq 21UX og veljið að bara stórar myndir birtist. Smellið á myndina af slifurlita Smart Roadster sportbílnum og klórið ykkur svo í hausnum. Þetta er skemmtilegt.

tack tack

--Drekafluga hér og þar--

fimmtudagur, 28. júní 2007

Hehe

Ég man ekkert hvað ég ætlaði að skrifa en rakst á gamla uppáhaldsfærslu hjá mér. Endurpósta henni af því mér finnst hún ennþá fyndin.

You have one unread message.
---

-This is a friend test-
"No, this is fucking annoying. Delete."
-No, really. This IS a friend test, you heartless bastard. Read it!-
"Oh alright. Reading."

[Insert-nice-poem-about-me-being-the-bestest-friend here]

"Well, wasn't that nice. I, just like the 326 others who this was sent to, am the very favourite bestest friend of the sender. But wait a minute. What the hell is this?"
-Oh this? Well now you get to scroll down and make a free wish!-
"A free wish?! Really? Naturally, I've spent uncounted amounts on my previous wishes and now you're giving me one for free?"
-Yes.-
"Well jolly good. ...done. So what's this then?"
-Oh that's just the part where you're told to send this to gazilliontwentyone people or your virginity will grow back and you'll be forced to walk around for the rest of your life with a stamp on your forehead, saying: "I am a rotten friend."-
"What!?! But I don't know gazilliontwentyone people!"
-You don't know gazilliontwentyone people? Well aren't you the isolated caveman.-
"Who knows a gazilliontwentyone people?"
-With an 'a' eh? Fancy. Well I don't know but can we please drop this. Gazilliontwentyone is pretty tedious to write.-
"Yes, yes. You're right... Wait! There's more!?!"
-What? Oh that's just the part regarding that every time you pass this on, a fraction of a cent will be donated to the Little Starving Legless Armless Goatless Boy from Tuonglasedobah who's really having a rather rotten time and if you haven't passed this on in 27 seconds your computer will crash.-
"What!?! You've gone completely fucking bananas. I will delete this."
-No! Wait! Nooooo.....-

tack tack

--löt Drekafluga?--

föstudagur, 22. júní 2007

What to do, what to do...

Mig langar í Cintiq 21UX. Eftir fyrirspurn til tollsins fékk ég þau svör að ofan á þessa vöru + flutning + tryggingu + 0,15% gjald af eftirlitsskyldum rafföngum legðist 24,5% virðisaukaskattur. Frá Bandaríkjunum kostar teikniborðið eitt og sér 155.000kr. Segjum sem svo að flutningur sé 15.000 kall, það verður að fara varlega með þetta og kassinn er 11kg. Trygging kannski 5.000 = 175.000 kall. Vsk ofan á það gerir þá 218.750kr. Þetta er gróflega reiknað dæmi en ég geri ekki ráð fyrir að þetta verði ódýrara. Ef ég kaupi borðið frá Evrópu er þetta enn dýrara. Ætli ég stofni ekki samskotsreikning sem velviljaðir einstaklingar og fyrirtæki geta lagt inn á. Hehe.
Munurinn á þessu teikniborði og öðrum er sá að þetta er 1600x1200 LCD skjár líka og maður notar pennann á sama flöt og horft er á. Betra gerist það ekki. Til að sýna ykkur hversu slefandi flott og ómótstæðileg græja þetta er þá eru hlekkir á tvö myndbönd hér fyrir neðan.

tack tack

--Drekafluga í fjárkröggum--

mánudagur, 18. júní 2007

Gleði gleði

Og sjá, það var merki. Það er alveg gallsúr og agaleg mynd af mér þarna en ég bið fólk bara að hundsa það. Ég vann. Ég vann! Nú þarf ég bara að snyrta merkið, setja betri borð á skjöldinn og þess háttar svo það verði lýtalaust. Gleði gleði.
tack tack

--Drekafluga, stoltur af sveit sinni--

fimmtudagur, 14. júní 2007

Pffffffffjú maður

Einhver í Pennanum tók það upp hjá sér í dag að setja Bylgjuna á hátalarakerfið í búðinni í dag. Ekki of hátt til að yfirgnæfa neitt en ekki nógu lágt til að maður fái ekki vonleysistónlistina sem er á þessari stöð á heilann. Eitt gott lag heyrði ég í dag. Eitt. Núna, hér heima, er það hann Colin Hay sem blíðkar aftur viðhorf mitt til tónlistar. Maðurinn er frábær.

Ég fór í bingó í Vinabæ í gær. Við vorum þarna, sex saman þegar mest var og fórum agalega í taugaranar á professional spilurunum í kring um okkur. Gamla fólkið leit okkur hornauga allt frá því við stigum fæti á stéttina þeirra. Ég veit ekki alveg hvort ég hefði haft góða samvisku ef ég hefði unnið einhvern stórvinning frá þeim svo það var kannski bara gott að ég vann ekki neitt. Ég var með verstu spjöld í heimi. Langverstu. Annars hef ég ekkert að segja. Hef miklu meiri áhuga á Deviant Art síðunni minni en þessari eins og er. Svo er ég alveg svakalega eirðarlaus. Þoli það ekki. Out.

--tack tack--

glöð og sæl Drekafluga

fimmtudagur, 7. júní 2007

Æ nei...

Eins og sjá má er Jason Lee, maður sem ég hef fram að þessu í hávegum haft, í Vísindakirkjunni. Fyndið nafn, Vísindakirkjan, þar sem það eru engin vísindi á bak við þetta og kemur kirkjum ekki á nokkurn hátt við, nema þá kannski í kaþólsku miðaldaofstæki ef eitthvað er. Alveg grátlegt annars hvað skynsamt fólk (ja, fólk sem maður hefur talið vera skynsamt) lætur hafa sig út í.

Allavega, við erum komin heim. Yay! Sögur úr ferðinni koma síðar. Til hamingju Monika með krílið.

tack tack

--vönkuð Drekafluga--