þriðjudagur, 28. september 2004

Doom 3 players look here

Lesendur fá ekkert samhengi í titilinn fyrr en seinna í textanum. Ég var búinn að skrifa færslu í gær og búinn að reyna að koma henni á netið tvívegis. Það, eins og sjá má, gekk ekkert allt of vel og sit ég nú við skriftir í Stóragerði 28. Það eina sem bjargar mér frá geðveiki núna er (glænýtt og afar gott efni frá) Rammstein, ást mín á Gunnþóru og raja yoga. Þetta síðasta kemur kannski á óvart en er staðreynd engu að síður. Ég er ekki farinn að iðka þessa gerð yoga (sem er einskonar yoga hugans) en komst að ýmsu athygliverðu um hana í kvöld og hef um ýmislegt að hugsa. Margt af þessu finnst mér ekki ganga upp eða vera vanhugsað en það er alveg jafn margt sem er stórmerkilegt og eiginlega bara þægilegt að ganga um með. Kannski meira um þetta síðar.
.
Tölvan mín er komin í lag að öllu leyti nema einu. Eins og sumir hafa kannski þegar getið sér til er internetið ekki alveg komið í stand en ég veit ekki hvað er til ráða. Ég get verið á netinu í nokkrar mínútur og svo bara frýs allt. Ég veit ekki alveg hvað veldur. En þetta lagast ef til vill þegar ég flyt hingað í Stóragerði því þá verður tengingin stillt sérstaklega inn á routerinn hér. Hoodyhoo! Það væri samt gott að vera með internet heima hjá sér. Ég er eiginlega orðinn nokkuð vanafastur um slíka hluti.
.
Ok, Doom 3. Það er bara nokkuð skemmtilegur leikur, afar drungalegur og þar fram eftir götunum. Ef maður spilar hann rétt, með öll ljós slökkt, surround kerfið hátt stillt (og með ATi tweaking eins og ég) og lifir sig inn í leikinn (því það er eiginlega nauðsynlegt til að hafa almennilegt gaman að honum) er afskaplega gott að eiga tvo leiki aðra. Sá fyrri er Microsoft klassíkin Dungeon Siege. Sá leikur er bara yndislegur þegar maður vill ekki hugsa mikið og bara hack 'n slasha í gegn um mis ófrýnilega óvætti. Hinn leikurinn ætti að vera skyldueign allra sem á annað borð spila tölvuleiki. Hann heitir Armed and Dangerous, er gefinn út af Lucasarts og gerður af Planet Moon Studios sem gerðu líka Giants: Citizen Kabuto. AnD er svosem engin afburðaleikur, bara svona... frekar einfaldur, en fyndnari leik hef ég sjaldan eða aldrei spilað. Algjör afburða snilld sem fékk mig til að veltast um af hlátri. Og þessa leiki er gott að eiga til að ná sér frá Doom eftir of djúpa spilun. Ég er annars nokkuð stoltur af því að geta sagt að ég spila hann ekkert svo mikið, tek hann í törnum. Ég ræð yfir tölvunni en hún ekki yfir mér. Oft hefur það verið öfugt.

tack tack

--Drekafluga sem er, já, stundum lengur að greiða sér en Álfheiður syztir--

fimmtudagur, 23. september 2004

'Ihatemacs '

er upptekið. 'Applesucks' er líka upptekið ásamt mörgu öðru sem er jafnvel ennþá skrýtnara (eða eðlilegra, fer eftir aðstæðum). 'Somebastardstolemyname' og, já, 'drekafluga' er upptekið. Hérna er ég semsagt að tala um user accounts inn á Yahoo. Það er einhver sem tók orðið 'drekafluga' og gerði að sínu hjá yahoo. Ég gæti verið drekaflugan@yahoo.com en fólk mundi pottþétt ruglast. En af hverju Yahoo? Nú, Hotmail er einfaldlega ömurleg póstþjónusta. Þó ekki væri nema bara fyrir 2mb plássið sem þeir bjóða upp á. Hjá Yahoo fær maður 100, já, eitt hundrað megabyte, ókeypis. Það eina sem mig vantar núna er almennilegt nafn og þá er það komið. Ég á gamlan Yahoo account en nafnið á honum er ekki töff. Og það verður að vera annað hvort töff eða lýsandi. Ihatemacs væri til dæmis alveg fullkomið. iMac er asnalegasta verkfæri sem maðurinn hefur komist í snertingu við. Frá stýrikerfi niður í grundvallarhluti eins og tveggja takka mýs. Við skulum ekki ofgera makkanotendum með stærri stökkum í bili. En af hverju í djöflinum þurfa þessi snobbgerpi að fjöldaframleiða mýs sem hafa bara einn flöt til að smella með?!? Svona foráttuópraktísk heimska fer alveg svakalega í taugarnar á mér. Og þetta þarf maður svo að vinna með í skólanum. Ég er einmitt að skrifa þessa einföldu færslu í skólanum og fór fram á bókasafn, hneigði mig fyrir PC tölvunni og sit við hana núna þar sem það er Apple lífsins ómögulegt að koma síðunni minni, Blogger og íslenskum stöfum rétt upp á skjáinn. PC enthusiasts unite. Fact: Looks aren't everything, true beauty comes from the inside and never has it been so true.

tack tack

--Drekafluga, iHate Macs--

þriðjudagur, 21. september 2004

Damnit!

First of all, Haraldson, I'm busy so sod off.
Þetta er að fara á límingunum og ég með. Ég get ekki jafnað textann út til hliðanna, stjórnað leturstærðinni o.s.frv. nema með html fikti því Create New Post loadast asnalega upp. ... Boo-yah! Komið upp. Damn, I'm good. Allavega, ég á nú 160BG Western Digital Fluid Bearing harðan disk og er að fara að setja hann upp og formatta hinn diskinn (WD 80GB). Verst að enginn virðist eiga Win XP Pro diskinn. Ég lánaði Hrafni minn og hjá honum hvarf diskurinn í svarthol og kemst víst aldrei þaðan aftur. Ég á nú bara eftir að leita til Haraldar ofurhjartadrottningar og ef hann getur ekki lánað mér hann er ég opinberlega illa staddur. Einhvern veginn skal þetta samt reddast. En ég stend ekki lengur í þessu, er farinn að skipta um harðan disk.

tack tack

--"Watch out for the medallion, my diamonds are reckless. Feels like a midget is hangin' from my necklace!" Drekafluga--

fimmtudagur, 16. september 2004

Aaaactiiiiveeee!!!

Ég er active á DC og er að downloada eins og kreisí gaur sem er að downloada. IP talan mín breyttist, ég prófaði að tengjast aftur og hey! Magnað. Ég byrjaði á Taxi 3 og hún er með einhverja svölustu byrjun ever í nokkurri mynd. Svo sá ég að hún var ótextuð svo ég hætti við. Yamakasi var líka ótextuð og þar sem ég er ekki sleipari en raun ber vitni í Frönskunni þá hætti ég líka við hana. Torque er á leið inn í tölvuna mína ásamt Sexie með Eddie Izzard (Isis, ég þarf að heimsækja þig fljótlega upp á meiri Izzard...og kannski meira =) Það er komið er af Sexie er í gangi hjá mér núna en ég vil meira) og lögum hjá mér hefur nú loksins fjölgað aðeins. Lag dagsins er t.d. Happy Valentine's Day með Outkast. Það er algjör meiriháttar snilld.

Linkur inn á heimasíðu Blazt Þönder hópsins er kominn upp fyrir ykkur. Ég veit að ykkur líður öllum miklu betur. Ég er farinn að gera... eitthvað.

tack tack

--Drekafluga DC fan --

sunnudagur, 12. september 2004

OK, hvað er málið? Í alvöru...

Ég vil ráða greinarskilunum mínum sjálfur og blogger er bara crappy fyrirtæki út af þessu. Og af hverju er þetta asnalega nýja 'navbar' svona asnalegt hjá mér? Ég vil bara ekki hafa neitt 'navbar'. Andvarp. Doom: The Movie kemur út árið 2006. Þá er það frá og allir geta varpað öndinni léttar. Hér eru svo fréttir helgarinnar: Ég fór á Papaball í Árnesi og er með strengi eftir það. Uppáhalds sólgleraugum mín (keypt af götusala í Króatíu) brotnuðu í allt of marga litla parta. Ég keypti mér fimm Ilford Delta 400 Professional filmur en hef lítið gagn af þeim þar sem ljósmælirinn á vélinni er bilaður. Ég fékk aðra vél að láni en skil lítið í henni en ég er búinn að týna helvítis fyrirmælunum að myndaverkefninu svo það kemur kannski ekki að sök.
.
Það er alveg ótrúlegt hvernig hlutir bara hverfa. Það hvarf brauðrist fyrir austan, bara si svona og enginn fann hana eða vissi af henni. Þetta er að vísu stórt hús en öllu má nú ofgera. Ég læt samt ekki stoppa mig og strax og ég verð búinn með þessa færslu mun ég (byrja á því að hengja upp úr vélinni og svo) leita að þessu (fyrirmælunum, ekki brauðristinni) logandi ljósi þar til ég verð sáttur (ja, eða agalega sár).
.
Hér til hliðar hafa orðið nokkar breytingar. Vefritarar hafa dottið út af linkalistanum og aðrir bæst við. Gunnþóra, sem ritaði síðast um miðjan maí krafðist þess að vera sett aftur inn og sökum aðstæðna hennar sem ástarinnar minnar, hvernig átti ég þá að segja nei? Tack fyrir mig í dag og afsakið óhóflega sviganotkun (þó hún sé mjög gagnleg).

tack tack

--Drekafluga svekkta--

fimmtudagur, 9. september 2004

Doodie!!!

Getið þið hvað ég er að fara að gera á morgun? Ég er ekki að fara í réttir, það er það sem ég er að fara að gera. Á morgun á ég víst að læra eitthvað voða merkilegt í skólanum, eitthvað sem er flókið og verður ekki farið yfir aftur. Ég verð meir að segja að fram yfir venjulegan skólatíma. Það er því eins gott að þetta verði eitthvað virkilega flókið og erfitt því annars neyðist ég til að ganga berserksgang. Í dag hef ég eytt allri minni orku í að láta þetta ekki á mig fá en, undur og stórmerki, það gerir það bara samt. Ég fór t.d. í Kringluna með Gunnþóru og fékk þá hugmynd að það væri ekki vitlaust að fá mér helgarvinnu. Hjá mér stóð þetta aðeins í stutta stund. Ástin mín var á annari bylgjulengd og dró mig með sér á nokkra staði og spurði um helgarvinnu. Mér leið illa á öllum stöðunum því hvað veit ég um helgarvinnu? En nóg um það. Ég er Gunnþóru samt þakklátur.
Hmmm.... hvernig var á busaballinu (og þessu er beint til þeirra sem fóru. aðrir mega láta vera að giska á hvernig hafi verið)? Ég fór semsagt ekki en Gunnþóra fór heldur ekki svo það var allt í lagi. Í staðinn fór ég á smá T-bekkjar reunion og ég táraðist innra með mér að sjá fólkið aftur. Ég sakna þeirra strax aftur. En ég ætla að enda þessa færslu svona út frá þessum endurfundum :

Ok, Anna Lind, ég vona að þú eigir ekki eftir að leggja fæð á mig fyrir að útskýra þetta svona en hér fyrir neðan, hægra megin við teikninguna af drekaflugunni sérðu vonandi eitt af eftirfarandi:
Complete and utter death
Vague signs of life
It's On! (tala)

Smelltu á þann texta og vonandi kemur eitthvað í ljós. Ef þetta er eitthvað öðruvísi sendu mér þá e-mail. Það væri bara svo gaman ef þú gætir tekið þátt í commentunum. =*

tack tack

--Drekafluga sem er þó að fara á réttaball með Pöpunum--

ps, vá hvað þetta er týpískt. ég er nýbúinn að halda stutt idiotproofing á commentum og nú er haloscan í einhverju veseni. Mér er ekki skemmt.

þriðjudagur, 7. september 2004

Loksins, loksins

Blogger.com hefur verið á móti mér undanfarna daga og ekki leyft mér að setja nokkurn skapaðann hlut á netið. Þetta hefur farið verulega í taugarnar á mér þar sem ég hef ekki náð að losa mig við neitt af því sem hefur verið að rúlla um í höfðinu á mér. Ég hef gert ýmislegt síðustu daga, t.d. velt því fyrir mér hversu margar leiðir séu til að fremja sjálfsmorð með blýanti, hversu margar leiðir séu til að komast að heimilisfangi þeirra sem eru að reyna að troða tracking drasli í tölvuna mína og hversu margar leiðir séu til að verða freaking active á DC. Svörin eru 63, 2 og 0, í þeirri röð. Ég hef líka verið að byggja upp óhóflegt egó í Myndlistaskólanum, hannað nýtt Drekaflugulogo og fremst í dýru, fínu sketchbókinni minni samdi ég þetta:



Fyrir þá sem eiga erfitt með að skilja skriftina:
Sketchbook Intro

Some pretty things and grim as well
On yellow pages dormant dwell
From gates of hell to domes of sky
Behold the Book of Dragonfly

Darklings come to surface, crawling
Minotaurs in bars keep brawling
Orcs and elves keep waging war
These are things I have in store

Fluid silver. Steel and Stone
Orbs of life. A kingdom's throne
Dragons' halls I do as well
All these stories I shall tell

Kingdoms rise and fall with me
My pencil dances gracefully
Now step inside and stay a while
For some might say I draw with style


Ég hef ekki efni á svona miklu egói en það er aukaatriði. Mér finnst þetta svalt fyrir því. Þess má geta að skönnunin er í boði Haraldsons. Ég fer vonandi að hafa tíma til að skanna meira og jafnvel inka og lita í Photoshop ef ég hef þolinmæði til. Ég held bara að ég setji mér svo há mörk hvað gæði á slíku varðar að ég er líklegri til að setja sketches upp (og já, ég nota ekki orðið 'skissur' Bugger off).

tack tack

--Drekafluga--

miðvikudagur, 1. september 2004

Sale

GeForce 4 Ti 4200 128mb skjákort til sölu. 5000 kall eða hæsta boð. Magnaður gripur og allt það. Ég ætla ekki að halda neina söluræðu.

Akkúrat núna er ég sitjandi og það er gott. Ég geng nefnilega afskaplega mikið. Svo ég taki daginn í dag sem dæmi þá gekk ég frá JL húsinu í Kvennó, úr Kvennó um miðbæinn, tók svo strætó upp að Hlemmi og gekk þaðan upp í Tölvulistann og þaðan í Task uppi í Ármúla. Svo fór ég um Grensásveg heim. Þetta er auðvitað ekkert eðlilegt. Nánast allan tímann var ég með Get Low með Lil Jon í eyrunum. Það er það eina sem ég hef náð af DC síðan ég kom aftur í bæinn þar sem ég get einhverra hluta vegna ekki verið active. Og að vera passive á DC er álíka gagnlegt og hjálpardekk á skriðdreka. Thoroughly pissed off.

tack tack

--Drekafluga gangráður--