þriðjudagur, 17. febrúar 2004

The Pond Days, Day One

Ég er óskemmtilega hrár í lófunum og vantar húð í hægri lófann. Ég var í Klifurhúsinu og stóð mig ekki illa. Vann klifurkeppnina og svona. Til að fagna þvi keypti ég kókflösku en kveiknaði mér næstum þegar ég opnaði hana, ég er það skemmtilegur í höndunum eftir þetta. Það var agalegt að þvo á sér hendurnar eftir á. Klifur er samt stórskemmtilegt og ég væri til í að prófa þetta aftur. Á morgun mun ég svo rúlla niður brekku fastur inni í stórri kúlu. Zorb! Hai!

Höbbinn minn er líka kominn í lag. Þ.e.a.s. straumbreytirinn við hann því Jón mágur er snillingur og núna geta vélarnar tvær... nei ég umorða þetta: Núna getur vélin mín og ruslið frammi verið nettengd á sama tíma. Dúndrandi dúndur. Þá er orðið yfirstíganlegt að tékka á póstinum sínum án þess að þurfa að færa til snúrur frammi. Þægilegt.

Ég ætlaði að nota þessa frídaga í teiknipælingar en fingurnir á mér teikna ekki neitt núna. Það bíður. Ég held ég lesi bara sögu í Kurzheschichten fyrir næsta mánudag. Þýskan er minn Akkilesarhæll.



tack tack

--Drekafluga RawPalmson--

Engin ummæli: