sunnudagur, 12. september 2004

OK, hvað er málið? Í alvöru...

Ég vil ráða greinarskilunum mínum sjálfur og blogger er bara crappy fyrirtæki út af þessu. Og af hverju er þetta asnalega nýja 'navbar' svona asnalegt hjá mér? Ég vil bara ekki hafa neitt 'navbar'. Andvarp. Doom: The Movie kemur út árið 2006. Þá er það frá og allir geta varpað öndinni léttar. Hér eru svo fréttir helgarinnar: Ég fór á Papaball í Árnesi og er með strengi eftir það. Uppáhalds sólgleraugum mín (keypt af götusala í Króatíu) brotnuðu í allt of marga litla parta. Ég keypti mér fimm Ilford Delta 400 Professional filmur en hef lítið gagn af þeim þar sem ljósmælirinn á vélinni er bilaður. Ég fékk aðra vél að láni en skil lítið í henni en ég er búinn að týna helvítis fyrirmælunum að myndaverkefninu svo það kemur kannski ekki að sök.
.
Það er alveg ótrúlegt hvernig hlutir bara hverfa. Það hvarf brauðrist fyrir austan, bara si svona og enginn fann hana eða vissi af henni. Þetta er að vísu stórt hús en öllu má nú ofgera. Ég læt samt ekki stoppa mig og strax og ég verð búinn með þessa færslu mun ég (byrja á því að hengja upp úr vélinni og svo) leita að þessu (fyrirmælunum, ekki brauðristinni) logandi ljósi þar til ég verð sáttur (ja, eða agalega sár).
.
Hér til hliðar hafa orðið nokkar breytingar. Vefritarar hafa dottið út af linkalistanum og aðrir bæst við. Gunnþóra, sem ritaði síðast um miðjan maí krafðist þess að vera sett aftur inn og sökum aðstæðna hennar sem ástarinnar minnar, hvernig átti ég þá að segja nei? Tack fyrir mig í dag og afsakið óhóflega sviganotkun (þó hún sé mjög gagnleg).

tack tack

--Drekafluga svekkta--

Engin ummæli: