þriðjudagur, 7. september 2004

Loksins, loksins

Blogger.com hefur verið á móti mér undanfarna daga og ekki leyft mér að setja nokkurn skapaðann hlut á netið. Þetta hefur farið verulega í taugarnar á mér þar sem ég hef ekki náð að losa mig við neitt af því sem hefur verið að rúlla um í höfðinu á mér. Ég hef gert ýmislegt síðustu daga, t.d. velt því fyrir mér hversu margar leiðir séu til að fremja sjálfsmorð með blýanti, hversu margar leiðir séu til að komast að heimilisfangi þeirra sem eru að reyna að troða tracking drasli í tölvuna mína og hversu margar leiðir séu til að verða freaking active á DC. Svörin eru 63, 2 og 0, í þeirri röð. Ég hef líka verið að byggja upp óhóflegt egó í Myndlistaskólanum, hannað nýtt Drekaflugulogo og fremst í dýru, fínu sketchbókinni minni samdi ég þetta:



Fyrir þá sem eiga erfitt með að skilja skriftina:
Sketchbook Intro

Some pretty things and grim as well
On yellow pages dormant dwell
From gates of hell to domes of sky
Behold the Book of Dragonfly

Darklings come to surface, crawling
Minotaurs in bars keep brawling
Orcs and elves keep waging war
These are things I have in store

Fluid silver. Steel and Stone
Orbs of life. A kingdom's throne
Dragons' halls I do as well
All these stories I shall tell

Kingdoms rise and fall with me
My pencil dances gracefully
Now step inside and stay a while
For some might say I draw with style


Ég hef ekki efni á svona miklu egói en það er aukaatriði. Mér finnst þetta svalt fyrir því. Þess má geta að skönnunin er í boði Haraldsons. Ég fer vonandi að hafa tíma til að skanna meira og jafnvel inka og lita í Photoshop ef ég hef þolinmæði til. Ég held bara að ég setji mér svo há mörk hvað gæði á slíku varðar að ég er líklegri til að setja sketches upp (og já, ég nota ekki orðið 'skissur' Bugger off).

tack tack

--Drekafluga--

Engin ummæli: