fimmtudagur, 23. september 2004

'Ihatemacs '

er upptekið. 'Applesucks' er líka upptekið ásamt mörgu öðru sem er jafnvel ennþá skrýtnara (eða eðlilegra, fer eftir aðstæðum). 'Somebastardstolemyname' og, já, 'drekafluga' er upptekið. Hérna er ég semsagt að tala um user accounts inn á Yahoo. Það er einhver sem tók orðið 'drekafluga' og gerði að sínu hjá yahoo. Ég gæti verið drekaflugan@yahoo.com en fólk mundi pottþétt ruglast. En af hverju Yahoo? Nú, Hotmail er einfaldlega ömurleg póstþjónusta. Þó ekki væri nema bara fyrir 2mb plássið sem þeir bjóða upp á. Hjá Yahoo fær maður 100, já, eitt hundrað megabyte, ókeypis. Það eina sem mig vantar núna er almennilegt nafn og þá er það komið. Ég á gamlan Yahoo account en nafnið á honum er ekki töff. Og það verður að vera annað hvort töff eða lýsandi. Ihatemacs væri til dæmis alveg fullkomið. iMac er asnalegasta verkfæri sem maðurinn hefur komist í snertingu við. Frá stýrikerfi niður í grundvallarhluti eins og tveggja takka mýs. Við skulum ekki ofgera makkanotendum með stærri stökkum í bili. En af hverju í djöflinum þurfa þessi snobbgerpi að fjöldaframleiða mýs sem hafa bara einn flöt til að smella með?!? Svona foráttuópraktísk heimska fer alveg svakalega í taugarnar á mér. Og þetta þarf maður svo að vinna með í skólanum. Ég er einmitt að skrifa þessa einföldu færslu í skólanum og fór fram á bókasafn, hneigði mig fyrir PC tölvunni og sit við hana núna þar sem það er Apple lífsins ómögulegt að koma síðunni minni, Blogger og íslenskum stöfum rétt upp á skjáinn. PC enthusiasts unite. Fact: Looks aren't everything, true beauty comes from the inside and never has it been so true.

tack tack

--Drekafluga, iHate Macs--

Engin ummæli: