föstudagur, 2. apríl 2004

Rejoice!

For tomorrow is a festive occasion! Já, ég, Guðmundur Valur Drekafluga Viðarsson, verð 21 árs. Þetta er reyndar skrifað eftir miðnætti fyrsta apríl en ég á ekki von á að nokkr lesi þetta fyrr en annan apríl. Svo þar hafiði það. Ég er elliær að verða. Þessu mun ég fagna með 4-T í sumarbústað hjá Hellu, Rangárvallasýslu. Svo verður gleði og glaumur uppi í sveit um næstu helgi þar sem bekkurinn mun grilla og hafa það notalegt í boði hússins. Svo er aldrei að vita nema utanbekkjarvinir hafi tíma til að gleðjast yfir hrörnun minni.

Annars er ég nýlega kominn af stórskemmtilegum tónleikum með Bob, Gaur og Ísidór og skemmti mér prýðis vel. Ég mætti fyrstur, eins og ég geri oft, og þurfti að bíða í tæpan klukkutíma eftir að þetta byrjaði en það var í lagi. Lög kvöldsins voru líklega Hvar er síminn hjá Gaur þar sem Helgi Idol naut sín og Haraldur frændi hamraði gítarinn og svo Ágirnd í augum slátrarans með Ísidór en það lag var tileinkað grænmetisætum. Það var virkilega gaman að hitta Jón Þór aftur. "Jjjáá!! Vá maður! Fimmu? *smack* Góð fimma maður! Heyrðirðu smellinn? Hann heyrðist út um allan sal!" Þetta var Jón Þór að hitta mig. Skemmtilegt kvöld, já.

Brjálað partý í kvöld og langt fram á morgun! Woo!


tack tack

--Drekafluga, farinn að sofa--

Engin ummæli: