fimmtudagur, 1. apríl 2004

Beano Bastards!

Í dag færðist ég nær sannfæringu doktorsins um að Danir séu óæðri þjóðflokkur og úrkynjun mannkyns. Sumir þeirra eru allavega leiðinlegri en tárum taki. Í dag sat ég niðri í matsal og var, ásamt Önnu Lind og Dísu, að læra undir sálfræðipróf. Við borð hinum megin í salnum voru dönsku nemendaskiptlingarnir. Þeim leiddist eitthvað og tóku upp á því að slá háværan takt í borðið. Þar sem þetta fór ekki vel við próflestur minn beindi ég höndinni annars hugar í átt að þeim og 'skaut' með fingrunum. Saklaust að minni hálfu. Einhver þeirra varð fyrir slysni vitni að þessu og fór þetta agalega fyrir brjóstið á þeim er hann var búinn að segja hvað vondi, vondi íslenski strákurinn með húfuna hafði gert. Þá tóku þeir upp á því að slá fastar og vera með meiri læti. Þegar þeim mistókst að ná athygli minni blístraði einn þeirra á mig og sagði mér að koma. Ég gerði það og á einhvern hátt sem er mér enn hulinn skildi ég þegar strákurinn spurði hvort ég hefði verið að gera þetta (og myndaði byssu með fingrunum). Ég spurði á móti hvort hann vissi hvaða ástæða hefði legið fyrir þessu hjá mér. Ég væri nefnilega að læra og fílaði ekki hávaða sem þennan, sama hve taktfastur hann væri. Þeir tjáðu mér þá, með nokkurri spennu í röddinni, að ef mér líkaði ekki hávaðinn gæti ég flutt mig annað. Það var þá sem ég ákvað að þetta væri fínn tími til að glotta, svo ég gerði það, stuttlega, og labbaði svo aftur til hinna. Ég hálf vildi að þeir hefðu reynt eitthvað, fengið heilan skóla á móti sér og svo séð eftir því. En þetta var samt betra. Ég er enginn slagsmálahundur þó ég, í einhvers annars sporum, vildi ekki lenda í mér á slæmum degi.

En nú er ég farinn að hvíla mig fyrir tónleikana hjá Gaur og Ísidór. Á þeim verður stemmning.

tack tack

--Drekafluga Durden--

Engin ummæli: