miðvikudagur, 28. desember 2005
Ég vildi glaður skrifa eitthvað, koma með silfruð orð og fagurlega samsettar setningar en ég held ég geti og geri það ekki. Ég sit á barstólnum mínum í vinnunni og kemst ekki mikið nær því að vera gjörsamlega og með öllu andlaus. Fyrir jól hafði mér dottið ýmislegt í hug sem skemmtilegt væri að skrifa um en hvað það var man ég ekki. Ætli ég vilji ekki nota tækifærið og óska öllum gleðilegs nýs árs og ég vona að þið hafið haft, og munuð hafa það gott um jólin. Vonandi eruð þið enn í fríi. Þeir sem áttu von á jólakorti frá mér eða Gunnþóru og urðu ef til vill fyrir vonbrigðum skulu ekkert vera sárir. Við erum að hugsa um janúar eða febrúarkort í fullri alvöru. Allavega ég. Kannski það gerist ásamt öllu því sem ég hef trassað að gera undanfarna mánuði. Kannski. Mögulega. En ég á að vera að vinna. Úps.
tack tack
--eftirjólaDrekafluga--
laugardagur, 17. desember 2005
Annars er ég þessa dagana að velta fyrir mér hvernig ég geti farið að hlakka til jólanna og hvað ég ætti að læra næsta haust. Ef ég læri næsta haust. Á eftir að gera það upp við mig líka. Í fyrsta lagi verð ég að taka tillit til fleiri en sjálfs mín og þá get ég t.d. ekki stokkið í skóla í útlöndum (Canada, Scotland, Canada). Svo veit ég ekki enn hvað ég vildi læra. Grafíska hönnun eða iðnhönnun? Húsasmíði eða arkitektúr? Ísland, Danmörk, Skotland, Kanada? Ég hef meir að segja íhugað Ástralíu. Ég veit bara að mig langar að nota hendurnar. Eins og Jimmy sagði í myndinni Two Hands, "I'm good with me hands." Og það er ég held ég líka.
tack tack
--sko, Drekafluga hefur hripað--
miðvikudagur, 14. desember 2005
tack tack
--þreytt en þakklát Drekafluga--
laugardagur, 10. desember 2005
Til hamingju Unnur.
tack tack
--Drekafluga, líkt og föstudaginn 13. ágúst 2004--
föstudagur, 2. desember 2005
Fyrir nokkrun dögum fékk ég frábæra hugmynd. Mér fannst hún bara fjandi góð. Ég ætlaði að gera jóladagatal. Mini-útgáfu, s.s. annan hvern dag. Ég er ekki svo veruleikafirrtur að halda að ég gæti splæst einhverju út á hverjum degi til jóla með jafn litlum undirbúningi. Hins vegar virðist sem ég hafi eytt upp hugmyndakvótanum í þessa einu hugmynd því ég hef ekki eina einustu hugmynd um hvað ég á að gera. Það er hægt að útfæra svona lagað á margan hátt, ég hefði líklega valið sögu, hógvært myndskreytta. En sögu um hvað? Ég held það endi með því að ég gefi út janúardagatal í tilefni... umm, nýs árs. Tillögur eru líka vel þegnar. Eða þvegnar. *andvarp* Ég er andlaus. Held ég horfi á Circle með Eddie Izzard. Eða eitthvað með Ricky Gervais. ... *andvarp* Good tie.
Já, P.S. ég keypti miða á þetta. Nokkuð kúl bara. Því miður seldist upp í stúku á 4 mínútum en við Gunnþóra verðum þó þarna. Lag dagsins í dag er svo My Delusions með Ampop.
tack tack
--Drekafluga, 1,47gb--
miðvikudagur, 23. nóvember 2005
Til að sjá upprunalegu skilaboðin, smellið hér. Bara innsláttar og málfarsvillurnar í þessu er nóg til að ég andvarpi bara og eyði svona löguðu þegar einhver sendir mér það. Hitt er svo lógíkin á bak við þetta. Hvað ef einhver á ekki 15 manns á listanum sínum? Er einmana sál og svolítið lítil í sér? Sorry, we don't like your kind using MSN. Sincerely, the Microsoft people. Urrg. Ef MSN vill láta þig vita af einhverju þá senda þeir þér póst, þeir láta vini þína ekki gera það. Ég kíki inn á hotmailið öðru hvoru bara til að halda messenger þjónustunni við en að öllu öðru leyti þoli ég þessa póstþjónustu ekki. Enda ætla ég að skrá Gmail á messengerinn.
tack tack
--Drekafluga, "Take me to your lizard"--
þriðjudagur, 15. nóvember 2005
Ég keypti mér fylltar Apollo reimar í gær. Þær voru vondar. "Hvernig er það hægt?" heyri ég ykkur spyrja. Jú, það er hægt ef einhverju kvikindinu í framleiðslunni hafi dottið í hug að blanda þvottaefni við fyllinguna en það er einmitt það sem ég held að hafi gerst. Áðan reyndi ég svo að éta þetta aftur en varð að gefast upp. Í dag keypti ég mér svo Chester Fried þar sem mig langaði ekki í lifrina uppi í mötuneyti. Þetta er versti og ófélegasti kjúklingur sem ég hef komist í tæri við. Ef ég fæ ekki salmonellu núna þá er ég ónæmur. Ég held að sá sem setti þvottaefnið í reimarnar hafi verið rekinn af vinnustað sínum og samstundis ráðinn af Nóatúni þar sem hann saurgaði steikingarolíuna, hóstaði, hrækti og hnerraði yfir kjúklinginn, þurrkaði sér í handarkrikunum með honum eða annað álíka, eftir bragðinu að dæma.
tack tack
--Drekafluga, svangur en samt hálf lystarlaus--
föstudagur, 11. nóvember 2005
tack tack
--með blýant að vopni, Drekafluga--
fimmtudagur, 3. nóvember 2005
tack tack
--Drekafluga, zwitter--
laugardagur, 29. október 2005
Og ég fór á djammið í gær. Ég var að hugsa um að hafa upprhópunarmerki aftan við þessa setningu en ákvað að sleppa því við nánari umhugsun. Ég veit ekki alveg hvernig ég skemmti mér. Þetta var allt ágætt svosem en sviti og sígarettureykur og á köflum léleg tónlist drap þetta svolítið. Þá er ég ekki að tala um eigin svita, neibb. Ég er aðallega að tala um svitann á náunganum í hvíta bolnum á Sólon. Svo horfði hann á sjálfan sig dansa í speglunum. Ég fann mig knúinn til að leita annað. Á Kofa Tómasar frænda var karlafest svo þessi bæjarferð endaði á Hverfisbarnum. Skemmtilegasti hluti kvöldsins var líklega upphitunin og stemmningin á Farfuglaheimilinu, en þaðan voru einmit samferðamenn mínir, og svo baðið klukkan langt gengin fimm um nóttina. Frábært það. Ég nenni ekki að hafa þetta mikið lengra núna en sjáiði samt hvað ég á. Ég mun svo eignast þetta innan skamms. Mega.
P.S. Ég fór á Grillhúsið í kvöld. Samdi þetta á meðan beðið var eftir matnum.
Í Grillhúsinu á gleðistund
gaf ég þér undir fótinn.
En þennan ærði ástarfund
Er önnur gekk þar snót inn.
tack tack
--Drekafluga Champloo--
laugardagur, 22. október 2005
"I want these as well, daddy." Her father looked at her lovingly and then followed her eager finger. The little girl was pointing at a set of platinum horse shoes, gleaming in the strategically placed torchlight in the shop. A hint of glee flashed in the shopkeep’s eyes but was immediately and skillfully hidden by years of experience. "Well these, young lady, are a display item but if you want I can summon a set just like this from the shiny, gleaming murkiness in the basement. It is there that I keep all my helpers. They would love to bring you a pair. All the Nydaar workers love their work."
A hideous groan. A dark and hideous groan that sent shivers down every runner's back. It hardly ever stopped but still they could not get used to it. They nicknamed it Nightmare. Not The Nightmare because that would have been too simple, too plain. Just Nightmare, as in general, because you never knew what it would throw at you. Multiple horrors, each with it's own crooked twist. Nightmare was an entanglement of gears, tubes and twisted knobs plugged into a huge larva. It was an odd machinery that usually produced swells of pity for those who looked at it. For those who saw it on a daily basis, however, it habitually gave them the formentioned shivers down their backs. And now it was groaning. The runners tensed, still panting from the last compilation, readying themselves for whatever it would spit out. Writers stood with pens poised over black plates, waiting to translate the sounds into something intelligible. All around was a seething, heaving mass of activity. Other runners straining to keep pace. Writers readying issues to far off places. Behemoths tugging huge crates and ragged gnomes operating complex machines. Sentinels from balconies, high up near the ceiling, barking orders, hurrying on the confused sprawl beneath.
The larva’s groan rose and turned into a wail, it jerked suddenly and and the sound split up and turned into a feverish pitch. This was clearly not a simple request for an ordinary item. This was something special. Silence. For a second the world twisted for a millionth part of a degree. Time appeared to slow down and then it seemed to be drawn towards the revolting thing in the centre of the underground caverns of Nydaar. The larva opened it’s maw and deafeningly blared words that none but the writers understood. They scribbled feverishly to keep up with the cacophony of sound and then handed each idle runner a plate. Some looked at them and went straight to work, thanking the gods that they got an easy part. Others stood still for a second, a worried look crossing their face. This order required them to deeper than they had ever dared to venture. No one knew what lay in the shadows to the west. And that’s where they had to go, apparently to get some spoiled little brat a set of gold engraved platinum horse shoes, a saddle made out of firespider silk, a bridle with just about every ornate stone in existence embedded in it, just to name a few of the simpler items.
They looked towards the entrance to the western caverns, deaf to the shouts of the sentinels above. Over the entrance, carved into the rock was the last meditation of someone long since forgotten. Some of the runners might die, pursuing the rare materials but there were worse things than death. Slaving at Nydaar was one of them, some thought. Taking a deep breath, and with a grim determination, one by one, they took off straight towards the huge shadowy opening. If one listened closely enough, the same words that were carved above the entrance could be heard whispered in the dark. Once I dreamt of death. But now it dreams of me. And only rats and rotting flesh can hear my silent plea. The runners grabbed torches from the wall, still gaining momentum and finally, in a full sprint, they vanished into the darkness.
tack tack
miðvikudagur, 12. október 2005
Ég hef ekki tíma til að skrifa núna, er að taka til, en kíkið endilega á Hönnuromsu. Mér finnst síðasta færsla (þegar þetta er skrifað) alveg frábær og ætla svoleiðis að velta mér upp úr því.
tack tack
--Drekafluga sniðuga--
þriðjudagur, 11. október 2005
fimmtudagur, 6. október 2005
Hugi.is varð fyrir raflosti (eða kannski akkúrat skorti þar á) og þar sem ég geymi nánast allar mínar online myndir á huga þá eru þær utan þjónustusvæðis, ef svo má segja, á meðan hugi liggur niðri. Biðst ég hér með velvirðingar á þessu. P.S. Tékkið á þessu.
tack tack
--huguð Drekafluga--
mánudagur, 3. október 2005
Skattkort? Nei, það er einhvers staðar í næstu íbúð held ég. Ekki mitt sko, því fer fjarri. Hvað veit ég svosem um skattkort? Ég held samt að skatturinn taki 45% ef ég hef ekkert slíkt til að veifa þeim. Ég er hættur hjá Hvelli. Kominn með annað og betra starf. Nú þarf ég bara að hugsa um skatt. Ég hef aldrei hugsað um skatt áður. Ja, ekki svona. Mér finnst það óþægileg tilhugsun. Það var ekkert annað.
Lag dagsins er Doesn't Remind Me með Audioslave.
tack tack
--Drekafluga vinnumaur--
mánudagur, 26. september 2005
Ég hef nú verið netklukkaður af tveimur manneskjum og ætla því að hafa nokkur orð um nákvæmlega ekki neitt. Við lestur á nýjustu færslu Haraldar komst ég að því að við erum um margt líkir og verður allavega einn eftirfarandi liður nokkurn veginn sá sami og hjá honum. Staðreyndir:
1. Ég hef tvisvar farið í augnháralitun og damn hvað ég var sexy. Ég fór bara í klippingu á sama tíma í bæði skiptin þannig að fólk tók bara óbeint eftir þessu. Í staðinn fyrir "Ó þú armi öfuguggi!" fékk ég "Ó þú lítur vel út í dag." Kærastan mín plokkar svo stöku sinnum á mér augabrúnirnar.
2. Ég er sóðalegur snyrtipinni. Ég þoli ekki óreiðu nema kannski ef hún er mín. Halla hefur áræðanlega eytt samanlagt sólarhring af ævi sinni í að gera grín að því hvernig ég raðaði öllu upp á skólaborðið mitt. Samt er ég afskaplega óskipulagður.
3. Besti vinur minn þegar ég var lítill var hundur. Hann hét Tryggur og fylgdi mér í leikskólann (sem vildi til að var fyrir neðan brekkuna hjá mér). Hann lét mér alltaf líða betur ef mér leið illa og mér fannst við skilja hver annan. Ég sakna hans stundum enn í dag.
4. Svo ég segi þetta orðrétt eins og Haraldur: Ég tárast oft yfir bíómyndum. Tilvitnun lýkur. Mér liggur við að segja að ég sé grátgjarn yfir bíómyndum. Og þó. Stundum þarf ég samt að einbeita mér að því að gráta ekki. Ég gæti komið með langan lista með 'Ég grét yfir' myndum en tel enga þörf á því.
5. Ég hef keyrt á mann. Já. Það er satt. Ég held ég hafi verið 17 ára og var að ná í vini mína á ball á Hellu. Það var haldið í stóru tjaldi, umkringdu tjaldbúðum fyrir utan bæinn svo ég beygði inn malarveginn og í áttina að tjöldunum. Þetta var hálfgerður útihátíðarfílingur. Fólk var á rölti með flöskur í hönd og það var almennt bara nokkur gleði á svæðinu. Svo kom á móti mér bíll. Ökumaður þessa bíls gat ekki fyrir sitt litla líf hugsað sér að lækka ljósin, sama hvað ég reyndi að gefa til kynna; fyrst að ég sæi ekki neitt, svo að ég sæi ennþá ekki neitt og loks að hann væri vangefið lítið erkigerpi. Rétt áður en við mættumst gekk svo yfir veginn ölvaður ungur piltur og þar sem blindir ættu ekki að stjórna ökutækjum negldi ég niður of seint, hann rúllaði þokkalítið yfir húddið, beygði spegilinn og lenti með dynk við hliðina á bílstjórahurðinni. Ég var ekki á meiri hraða en svona 15 en þetta var samt óþægilegt fyrir okkur báða. Einmitt þá stoppaði bíllinn sem kom á móti við hliðina á mér og ökumannsrúðan var skrúfuð niður. Bíllinn var af gerðinni Ford Econoline, hvítur að öðru leyti en lögreglumerkingum. Í náfölt andlitið á mér horfðu tvö yfirlætisfull augu og rödd sem ég get bara talið hafa komið frá sama andliti og horfði á mig, þó ég sæi varirnar ekki hreyfast, sagði: "Er ekki allt í lagi hér?" Náunginn sem hafði kynnst stuðaranum mínum svo náið spratt upp eins og stálfjöður og svaraði. "Jú maður. Við erum félagar. Viltu sjúss?" Vinur fórnarlambsins kom svo aðvífandi, álíka ölvaður og bauð líka. Lögregluþjónninn virtist taka smá stund í að gera upp við sig hvort hann ætti að eyða tíma í þetta, eða þiggja sjúss, en tautaði eitthvað, skrúfaði svo upp rúðuna og hélt áfram. "Jæja félagi, þú skuldar okkur nú. Bjargað frá löggunni." Þeir gáfu hvor öðrum five og fannst nokkuð flott að annar þeirra skuli hafa lent í ákeyrslu. Karlalegt. "Umm, já. Má bjóða ykkur far einhvert? Voruð þið á leiðinni upp að tjaldi?" Það var stutt þögn áður en þeir sögðu með gleði að ég færi líka fullur og stukku upp í bílinn. Ég rétti spegilinn, skutlaði þeim upp að tjaldi og allt fór vel að lokum.
Þannig var nú það. Rétt eins og Doktorinn þá klukka ég engan.
tack tack
--Aðeins afhjúpaðri Drekafluga--
þriðjudagur, 20. september 2005
tack tack
--Drekafluga í Reykjavík--
miðvikudagur, 14. september 2005
Ég var búinn að ákveða að í dag átti að vera einhver efnisleg gleðifærsla en sorgarfréttir í gærkvöldi breyttu því. Anna Margrét Guðmundsdóttir , bekkjarsystir mín úr Kvennaskólanum, er dáin. Mér fannst allt í einu eins og ég hefði aldrei kynnst henni nógu vel. Það er líklega alveg rétt. Mér fannst samt alltaf gaman í kring um hana. Hún var öðruvísi og ég dregst að svoleiðis fólki. Ég teiknaði mynd af henni í morgun en hún sýnir Önnu ekki á réttan hátt. Ég vona bara að hún sé slök og grúví á betri stað.
tack tack
--Drekafluga með sting í maganum--
laugardagur, 10. september 2005
tack tack
--Drekafluga, með skjálfta í hnjánum--
þriðjudagur, 6. september 2005
tack tack
--Drekafluga bústjóri--
fimmtudagur, 1. september 2005
Mér hefur lengi fundist að Samfylkingin sé flokkur sem veit ekki hvað hann vill, nema þá kannski helst kjósendur. Hún er að reyna að ná til svo víðtæks hóps að oft á ég erfitt með að greina stefnufestu hjá þeim í hinum ýmsu málefnum. Svo á ég erfitt við að sætta mig við nokkurn flokk sem gaf Kárahnjúkavirkjun grænt ljós. En hvað hún er að borga sig, ha? Þau eru orðin ansi dýr, þessi nokkru störf fyrir austan þegar fyrirtæki eftir fyrirtæki fer á hausinn sem hliðarverkun af framkvæmdunum. Þess utan er engin framsýni, ekki nokkur, í því að virkja þarna. Við erum líklega eina þjóðin í heiminum sem er ennþá nógu vitlaus til að virkja jökulár svo að ég tali ekki um að nánast gefa rafmagnið sem fæst úr virkjuninni. En ég er að missa mig upp í spól.
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunnar um borgarstjórnarkosningarnar í vor fengi Sjálfstæðisflokkur tæp 50% atkvæða og 8 borgarfulltrúa. Samfylkingin fengi tæp 30% og 5 menn og Vinstri Grænir fengju tvo. Hvorki Frjálslyndir né Framsókn næðu inn manni. Til hamingju Vinstri Grænir og Samfylking. Með frekju ykkar (og agalega erfiðum málum þegar stutt er í kosningar) eruð þið að glutra borginni úr höndum ykkar. Vel gert. Nú getið þið allavega með stolti sagt "Sko, Framsókn fær engan mann!" og þá hlýtur ykkur að líða vel.
tack tack
--Svolítið pólitísk Drekafluga--
sunnudagur, 28. ágúst 2005
fimmtudagur, 25. ágúst 2005
sunnudagur, 14. ágúst 2005
Jæja, eftir að hafa dundað mér í einn og hálfan tíma í að setja saman playlista til að hlusta á á meðan ég skrifa þetta, þá er ég byrjaður.
Nóttina fyrir brottför sváfum við Gunnþóra ekki nema rúma tvo tíma. Þetta stafaði hvorki af stressi né tímaskorti heldur gestagangi. Fólk er afskaplega mistregt að taka vísbendingum um að hverfa. Klukkan 5:25 vorum við svo sótt á VIP minibus bróður míns og okkur fannst við vera afar mikilvæg. Eða mér öllu heldur. Mér leið þannig. Gunnþóra var með svefngalsa alla leiðina út á völl og ég átti i fullu fangi með að vera mikilvægur með alla þessa truflun. Við flugum svo kl 7:30 og lentum kl 11:30 eftir þriggja tíma flug. Við gengum niður stiga við flugvélina og yfir steypuna inn í flugstöð en hvernig sem ég reyndi gat ég ekki ímyndað mér að ég væri Bítill eða eitthvað í þeim dúr. Svekkelsi. Við þurftum svo ekki að bíða lengi til að finna fyrir áhrifum sprengjanna Laugardaginn áður. Öll flugstöðin stöðvaðist (og allt landið frétti ég um kvöldið) í tvær mínútur í virðingarskyni við þá sem höfðu fallið eða særst. Mig dauðlangaði að sparka í tvo Austur-Evrópubúa sem flissuðu sín á milli, héldu áfram samræðum sínum og fóru að töskufæribandinu til að ná í bakpoka, allt magnað í dauðaþögninni umhverfis þá.
Í rútunni (sem var þónokkuð ódýrari en lestin en ég held ég taki lestina samt næst) til London var skilti. Á því stóð: “CCTV in operation for your personal safety and security. Ég fylltist strax mikilli öryggiskennd í þeirri vissu að ef rútan yrði sprengd mundi öryggismyndavélin taka höggið fyrir okkur farþegana. Þannig skildi ég það allavega. Við fórum svo út á Baker Street og gengum að hótelinu. Það var hægara sagt en gert þar sem Baker Street var ekki á kortinu í London túristabókinni okkar. Við sjálf, tveir lögregluþjónar og afskaplega hjálplega kona frá Sri Lanka komu okkur svo á leiðarenda. Þetta er líklega sætasta hótel sem ég hef verið á. Húsið var eldgamalt og rúmin líklega enn eldri miðað við vírana sem tóku ástfóstri við bakinu á mér. Gunnþóra fékk betra rúmið og við færðum þau svo saman. Ég gat hafst við í norðaustur horninu á mínu rúmi, á bakinu. Ef ég hélt mig innan þessara marka +/- 5cm svaf ég ágætlega. En það var ekki strax. Við fórum fyrst á afar þægilegan ítalskan veitingastað þar sem ég borðaði allt of mikinn og allt of góðan mat og gaf allt of mikið þjórfé, þetta síðasta að mati Gunnþóru. Þar fengum við okkur líka einhvern besta ís sem ég hef smakkað. Gunnþóra sofnaði svo klukkan 19:30 þannig að ég fór í göngutúr um nágrennið. Þar sá ég fyrstu MacDonalds og Burger King staðina, strax fyrsta daginn. Ég andvarpaði. Eftir að hafa þrætt hinar ýmsu götur með ekkert nema höfuðáttirnar í huganum tók ég stefnuna á Hyde Park sem, samkvæmt kortinu sem við höfðum keypt fyrr um kvöldið, átti að vera sunnan við hótelið. Kortið hjálpaði mér svo aðra leið til baka.
Gunnþóra vaknaði eftir 14 tíma svefn og ég með henni. Við létum taka af okkur passamyndir fyrir Underground vikupassa og komumst svo að því að við þurftum ekki passamyndirnar. Kerfið hafði semsagt breyst miðað við okkar upplýsingar. O jæja, hugsuðum við, þetta voru fínar myndir. Við fórum á Oxford Street og urðum vitni að frumskógi verslunargötu í heimsborg þegar útsölutíminn stóð sem hæst. Að segja að Íslendingar séu brjálaðir í verslunum er að segast ekki hafa komið til London einmitt á þessu tímabili. Við fórum samt í nokkrar búðir og í Top Shop rakst ég, bókstaflega, á Jason Flemyng. Það var kúl. Í Zöru (á maður að segja Zara..?) var svo hálfber manneska í pínlega litlu pínupilsi og með aðra geirvörtuna uppúr frjálslegum vafningi um brjóstin. Hún var eins og sígaunísk portkona af verri gerðinni. Þegar við sáum hana taldist hún líklega vera kvenmaður en ég er ekki sannfærður um að svo hafi alltaf verið. Hún gekk svo um eins og hún ætti búðina, sem gat reyndar vel verið, hvað vissi ég, og bar allt of litlar og að mér fannst illa valdar flíkur að óhuggulegum barminum sem var eins og skrúfaður á hana. Þegar við fórum út gengum við fram hjá verði sem virtist vera að biðja hana að annað hvort vinsamlega fara eða ennþá vinsamlegar kaupa eitthvað utan um sig.
Við tókum svo Undergroundið að Covent Garden og þar átum við á öðrum ítölskum stað. Afar vinalegum en með mis vinalegum mat. Gunnþóra fékk sér Tagliatelle sem ég hefði getað gert betur og er ég þó ekki sérfróður um slíkt. Við gengum svo um Leicester Square en þar í nágrenninu er allt fullt af leikhúsum og bíóum, Chinatown og Soho en þar er allt fullt af klámbúðum og strípistöðum ýmis konar. Svo fórum við heim á hótel. Undergroundið er snilld ef undan eru skilin áhrif sprenginganna og lokanir og tafir vegna þeirra. Við rákum okkur svolítið oft á þessar tilfærslur fyrstu dagana. Svona var leið okkar frá Soho heim á hótel. Leicester Square – Euston, Euston – Warren Street, Warren Street – Euston (smá mistök) Euston, fram hjá King’s Cross (þar sem við ætluðum að skipta) sem var lokuð, að Moorgate, Moorgate – Baker Street, Baker Street – Paddington. Einfalt, ha? Það er það í rauninni. Þarna vorum við bara ennþá óvön og vissum ekki hverju hafði verið lokað. Maður er ekki nema nokkrar mínútur að átta sig á strætó- og sérstaklega lestakerfinu í London.
London.
London?
London.
London?
Yes, London! You know, fish, chips, cup’o tea. Bad food, worse weather, Mary fucking Poppins. London.
---
ps. Allar innsláttarvillur eru ætlaðar sem lestrar- og athyglisæfing og eru alfarið á ábyrgð lesanda.
--Drekafluga ferðalangur--
þriðjudagur, 2. ágúst 2005
tack tack
--Drekafluga, what bloody albatross?--
laugardagur, 30. júlí 2005
tack tack
--Drekafluga. Never mind the albatross--
miðvikudagur, 13. júlí 2005
mánudagur, 11. júlí 2005
fimmtudagur, 7. júlí 2005
Regards from Iceland,
Gummi Valur
tack tack
--The Drekafluga is always right--
mánudagur, 27. júní 2005
þriðjudagur, 21. júní 2005
tack tack
--Drekafluga, farin að sofa--
sunnudagur, 12. júní 2005
miðvikudagur, 1. júní 2005
mánudagur, 30. maí 2005
Jæja, ég er skyldugur til að horfa á næstu þáttaröð af Survivor, Survivor Guatemala, af augljósum ástæðum. Ég er svo feginn fyrir hönd Guatemalabúa því þetta er meiriháttar landkynning.
Quote dagsins: (tricky this time, I think)
You're baby Bowler!
Is there a problem with that?
I'm the guy that gave your daddy the shaft.
Lag dagsins er svo án nokkurs efa Wash Away með Joe Purdy.
tack tack
--útitekin Drekafluga--
laugardagur, 28. maí 2005
fimmtudagur, 26. maí 2005
þriðjudagur, 24. maí 2005
tack tack
--Drekafluga--
sunnudagur, 22. maí 2005
laugardagur, 21. maí 2005
Áfram Noregur og Danmörk í kvöld. Íslendingar, hættið að væla yfir austantjaldsþjóðum sem kjósa hver aðra því þetta höfum við gert í mörg ár fram að þessu og höldum því sjálfsagt áfram. Svo, bara af því lagið er svo agalegt, ætla ég að halda með Makedóníu í kvöld. Ooh tah.
tack tack
--gagnrýnin Drekafluga--
miðvikudagur, 18. maí 2005
tack tack
--nörtjöríng Drekafluga--
laugardagur, 14. maí 2005
"...búinn að vera að tala við náunga í Englandi því álagninginn á þessum hlutum er fáránleg."
"Já, láttu mig þekkja það."
"Allavega... hmm, ég held að þetta sé rútan mín. Ég ætti að fara að koma mér." Þegar hér var komið leit ég á úrið mitt og ályktaði að ég hefði 6 mínútur til að fara út af KFC og ganga þessa 20 metra að rútunni.
"Já, ekki láta mig tefja þig."
"Alls ekki," sagði ég og stóð upp "þetta er ekk..." í stað þess að segja 'ert mál' þagði ég og horfði á rútuna keyra burt. "Hvað er klukkan þín?" sagði ég svo með nokkuri undrun í röddinni.
"Mín er tólf mínútur yfir og hún er þremur mínútum of fljót."
"Þetta hélt ég." tautaði ég og leit aftur á klukkuna mína. Hún var níu mínútur yfir fjögur. "Rútan átti að fara korter yfir. Ég er veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að taka þessu." bætti ég svo við í gegn um hláturrokur vinar míns.
"Ég hef ekki tíma til að skutla þér til Reykjavíkur.."
"Nei, auðvitað, enda ætla ég ekki að biðja um það. Gætirðu kannski hent mér út yfir brú?"
"Já, ekkert mál."
tack tack
--Drekafluga í Reykjavík--
miðvikudagur, 11. maí 2005
"The greatest trick the Devil ever pulled was convincing the world he didn't exist." Og getiði nú.
tack tack
--Drekafluga, farinn að vinna--
fimmtudagur, 5. maí 2005
"The rule of thumb here is..."
"Wait, rule of thumb?! In the early 1900s it was legal for men to beat their wives, as long as they used a stick no wider than their thumb."
"Well, we can't do much damage with that then, can we? Should have been a rule of wrist."
"When I vest my flashing sword, and my hand takes hold in judgment, I will take vengeance upon mine enemies, and I will repay those who haze me. Oh Lord, raise me to thy right hand and count me among thy saints."
tack tack
--Drekafluga í faðmi fjölskyldunnar--
miðvikudagur, 4. maí 2005
tack tack
--Drekafluga óðalsbóndi--
laugardagur, 30. apríl 2005
Yes, hello?
Telegram! I'm looking for Gummi's brain. I've been all over the place and am starting to think it doesn't exist.
Oh I'm afraid it's punched out for the day. Is it something important?
Well I was told so, yes. I'm rather flustered about all of this.
I wish there was somehting I could do...
Well, how about I read it to you and you could deliver it whenever the brain sees fit to return.
Ok. Fine by me.
Alright, here goes. "You are completely daft and stupid. And ugly too." Hmm... that seems a bit rude.
Actually it's pretty acurate. I'll make sure that he hears this.
Thank you kindly.
You're welcome.
Vegna heimsku minnar þurfti ég að hella niður rúmum 700 lítrum af mjólk í morgun. Í stað 1100 lítra innvigtunar var hún á milli 3- og 400.
...
--niðurdregin Drekafluga--
miðvikudagur, 27. apríl 2005
tack tack
--Drekafluga í letiskapi--
þriðjudagur, 26. apríl 2005
tack tack
--Drekafluga bústjóri--
miðvikudagur, 20. apríl 2005
P.S. Er þetta ekki yndislegt?
tack tack
--Drekafluga fiktari--
þriðjudagur, 19. apríl 2005
tack tack
--Drekafluga er alveg að sleppa út í vorið--
fimmtudagur, 14. apríl 2005
tack tack
--týnd og rammvillt Drekafluga--
föstudagur, 8. apríl 2005
miðvikudagur, 6. apríl 2005
I scurry. That's not all I do but I think it sums it all up rather nicely. I've tried sketching but petrified I skittle away from it, whipped on by demanding teachers. I chain myself to the desk, glue the pencil in my hand and meditate on life, the universe and everything. Coming not even near a vague conclusion I decide to listen to Douglas Adams talk about life, the universe and everything and soon his words soothe my troubled mind. I absent-mindedly tear the pencil from my palm, taking a hefty part of my skin with it. I put it besides the blank paper, think about my assignment due by tomorrow. I think about my birthday which conveniently was only three days ago. I say conveniently because my memory struggles with most things larger than equations of somewhere around three. Thinking of that I realize that I'm behind my schedule on what must be five or six assignments by now (well, my guess is five or six but because of the aforementioned I might be way off). At least in the way that I would have liked to work them out. I'm tired. I slump over my desk spilling ink over the paper on it. Well, I'll just see that as my assignment. Sadly it's no good as a deviation. I am deviant, odd, different, in the way that I don't seem to produce any deviantions. Don't seem to have the time and hardly the ability. Hopefully it will come to me eventually. For now, I think I'll sleep for three or four hours.
tack tack
--Drekafluga músímús--
laugardagur, 2. apríl 2005
Hér er hann. Fyrir 100.000 krónur sléttar fengum við Gunnþóra þennan indæla, ótrúlega vel með farna bíl. Við munum taka á móti hamingjuóskum hér á síðunni og í tölvupósti. Ég er þegar kominn með löngun í allar mögulegar græjur til að setja í og á bílinn. Síður eins og Millionbuy, Rochford Tyres og STX Styling, svo ég nefni fáeinar, eru snyrtilega flokkaðar í uppáhald hjá mér og eru mikið skoðaðar þessa dagana. En ætli ég byrji ekki á að finna mér hjólkoppa.
tack tack
--Ljósgræn og lifandi Drekafluga--
fimmtudagur, 31. mars 2005
tack tack
--Drekafluga með bílahuga--
fimmtudagur, 24. mars 2005
Deviant Art er yndislegt samfélag. Tvær myndir frá mér höfðu verið settar í uppáhald innan við hálftíma eftir að ég setti þær á síðuna. Ég átta mig á að einmitt þá eru líkurnar á að fólk sjái þær mestar en mér er slétt sama. Á nokkrum mínútum fékk ég fimm jákvæð komment (mikið vantar mig almennilegt orð yfir þetta. komment er agalegt) og tvær ljósmynda minna komnar á uppáhaldslista hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Mér var meir að segja bætt í vinalista. Magnað. They love me. They really love me. Ég vil þakka Margréti Malenu fyrir ómetanlega hjálp við töku á þessum myndum. Og nú er ég farinn að sofa enda löngu kominn tími til.
tack tack
--Drekafluga, magnaður--
fimmtudagur, 17. mars 2005
Einmitt... Og hvað ætti ég nú að setja þarna? Hugmyndir?
tack tack
--Drekafluga, dívíus--
þriðjudagur, 15. mars 2005
tack tack
--Drekafluga, með útbrot og kláða á maganum, farinn að læra meira--
miðvikudagur, 9. mars 2005
Yes, exclamation marks aplenty. Hann tók í höndina á mér (og guð forði þér frá því að fá Stuðmannalag á heilann) og brosti þegar ég rétti honum box settið. Þorsteinn kom á óvart, Pétur var fínn en Eddie var Eddie. Og ég hitti hann! Við Doddi vorum klárlega æðri öðrum nördum þetta kvöld á þann hátt að við flögruðum um í nágrenni bakdyra Broadway (en það gerði enginn annar) og náðum því að hitta goðið. Ég hafði lagt lykkju á leið mína í dag og til að kaupa dýrindis silfurpenna sem var eins og sniðinn til að skrifa á harðann svartann pappann en auðvitað datt hann úr vasanum í einhverju af hláturrokunum og bakföllunum á meðan á uppistandinu stóð. Ég fékk því áritun með kúlupenna úr vasa fyndnasta manns í heimi. "To Gummi, Love Eddie."
tack tack
--Drekafluga, alsæll--
þriðjudagur, 8. mars 2005
Pétur Jóhann Sigfússon og, því miður, Þorsteinn Guðmundsson munu hita upp. Við Gunnþóra munum mæta galvösk kl. 19:00 en húsið opnar kl. 20:00 og herlegheitin eru sögð byrja klukkan 21:00. Þar sem ég hef ekki fengið krónu til baka af einum einasta miða vona ég að einhverjir (sem flestir) sjái sér fært að mæta með 3500kr. í vasanum. Ég tek enga ábyrgð á því að taka frá sæti, endilega mætið bara með okkur klukkan 19:00 og höfum gaman.
tack tack
--Drekafluga, out of breath--
föstudagur, 4. mars 2005
En lífið er ekki tóm vonbrigði. Í gær fann ég, eftir margra ára leit, The Hitch Hiker's Guide to the Galaxy í réttri, óamerískaðri útgáfu. Þessi útgáfa bestu trílógíu í fimm pörtum sem til er, er til sölu í Iðu á 3000 kall. Hin útgáfan var þarna reyndar líka, á 1500kr en ég leit ekki við henni. Og nú skal lesið.
tack tack
--Drekafluga, mostly harmless--
þriðjudagur, 1. mars 2005
Captain?
Er, yes?
I want to go faster.
Uhoh, but Mr. Prickllle, we're already going fast.
Yes I know, but I want to go unreasonably faster, faster than what's safe, do you hear me?
Umm, eheh, very well. All hear thisss! Increase speed beyond reasonnn! Happy?
Yes, I believe I am.
Seinna í myndinni:
Captain
Ooh?
I demand we sink faster.
What?!
Surely we can submerge this beast with a faster clip. I shall die the fastest!
Er...
Please excuse me, I'm heading for the low end. Ta ta.
Annað atriði:
Tvær persónur sjást fljóta innan um aðra hluti sem... fljóta... í hafinu.
tack tack
--Drekafluga, feeling the heat--
föstudagur, 25. febrúar 2005
Lag dagsins er Jesus Walks með Kanye West.
tack tack
--Drekafluga, flogið næstum ég gæti--
miðvikudagur, 23. febrúar 2005
tack tack
--Drekafluga, góður--
mánudagur, 21. febrúar 2005
tack tack
--Drekafluga sölumaður og dreifingaraðili--
laugardagur, 19. febrúar 2005
tack tack
--Græjufluga (hljómar einhvern veginn ekki jafn vel og Drekafluga)--
miðvikudagur, 16. febrúar 2005
Endursamsettur með gerviefni reyndar en svona var hann í gær, með vikugömul meiðsli.
Izzardaðdáendur smellið hér!
tack tack
--Drekafluga að gróa--
mánudagur, 14. febrúar 2005
tack tack
--Drekafluga með magahnút og verk í fingri--
fimmtudagur, 10. febrúar 2005
tack tack
--Drekafluga með níu og hálfan fingur til Guðs--
þriðjudagur, 8. febrúar 2005
I give you the finger... and we can just skip that phonecall thingy. I'll even sever it off for you. Nice and bloody. Blood gushing everywhere. Oh yes. Paint the room red I shall. With my mighty blade I will make limbs fly and pinkys roll... Ég gæti haldið áfram að segja eitthvað svona, pikkandi með annarri á lyklaborðið en megininntak þessarar færslu er að klukkansirka 14:30 skar ég hreint og snyrtilega í gegn um svona á að giska 1/3 af litla fingri vinstri handar og setti líka sæmilega rispu í baugfingurinn við hliðina. Þetta var gert með dúkahníf. Ég veit ekki ennþá hvernig ég fór að þessu en vissi bara ekki fyrr til en að blóð, mitt eigið blóð, flæddi eins og stórfljót yfir pappíra og grá karton. Svona er að vera of einbeittur að verkefni, maður verður annars hugar. Alda bestasta brunaði með mig upp á Slysó og þar biðum við svo í klukkutíma og þrjú korter undir plakati sem á stóð: "Lengdur biðími. Við erum fáliðuð, vinsamlegast sýnið biðlund." Takk Sjálfstæðisflokkur. Frábært heilbrigðiskerfi. Fínar skattalækkannir. Ef fingurinn hefur skaddast varanlega mun ég kæfa ykkur öll í svefni. Ég get ímyndað mér að einhver hafi kvalist að óþörfu við að bíða svona. Ég hef það ekki sem verst en allan þann tíma sem ég sat þarna var gömul kona með augun full af sorg og aðra höndina í fatla. Hún sat þarna enn þegar ég fór út.
tack tack
--níu fingra Drekafluga--
sunnudagur, 6. febrúar 2005
tack tack
--Drekafluga, horfandi á Örninn--
mánudagur, 31. janúar 2005
Maðurinn sem ég hef litið upp til og fylgt síðan ég man eftir mér ákvað að skilja við þessa veröld. Allar sögurnar og öll viskan sem bjó á bak við fallegustu og bláustu augu sem ég þekki er orðin að minningu. Ef afi minn var fyrirmynd mín, má þá ekki segja að ég sé nokkurs konar eftirmynd hans?
Stærsta hrós í lífi mínu var líkega þegar mér var sagt að ég minnti á afa minn, bæði í vexti og útliti. Ég hljóp strax til afa og sagði honum þetta og ég veit ekki hvor okkar var ánægðari. Við vorum báðir hálf klökkir. Ég vona að það sé sannleikur í þessu og að Guð gefi að ég eldist jafn vel og afi. Ég verð þá kannski stökkvandi ofan af heystabba, nokkura metra fall, niður í vagn fyrir neðan til að troða betur í hann. Ég gleymi aldrei svipnum á vini mínum þegar hann sá þetta gert fyrst af þessum gamla góðlega manni. Hann gekk ákveðnum skrefum að stiganum, vippaði sér upp þannig að honum yngri menn hefðu átt erfitt með að fylgja eftir, sveiflaði svo skeranum af áratuga þekkingu og reynslu og var búinn að fylla vagninn aftur á svipstundu, raulandi allan tímann.
Við vinnu hlífði hann yfirleitt verkfærunum en tók sjálfur á sig þá byrði sem þurfti að bera. Eitt af því sem fór hvað mest í taugarnar á honum var þegar verkfæri sem hann hafði oftar en ekki smíðað að mestu leyti sjálfur voru brotin. Þá var eins gott að standa kyrr og fylgjast með því þegar hann sýndi manni hvernig ætti að bera sig að. Stundum töldu þeir ungu sig vita betur en næstum alltaf sáu þeir að sér og sáu að það var margt til í því sem afi sagði.
Hann fékk 10 fyrir dugnað á Hvanneyri og má hver sem vill reyna að leika það eftir. En þrátt fyrir það treysti hann ekki eingöngu á sjálfan sig heldur var hann mjög nýjungagjarn og framsækinn í hugsun en svo notaði hann auðvitað sínar aðferðir með það. Þegar verið var að bakka með stóra vagna var hann ætíð til hliðar að segja til og gaf bendingar í höfuðáttunum. ”Austar, aðeins austar. ‘Ettergott!” Áður en við vissum af var öll yngri deildin búin að taka þetta upp eftir honum.
Mér finnst eins og það sé ekkert sem hægt sé að skrifa sem lýsir afa vel. Hann gat allt og vissi allt. Þegar ég kom heim úr skólanum, grátandi yfir að eiga ekki borðtennisspaða eins og hinir fór hann út í skemmu og kom stuttu síðar með heimagerðann spaða handa mér. Ég grét af gleði.
Ég á alltaf eftir að sakna hans þó hann eigi alltaf eftir að vera hjá mér. Við eigum eftir að hittast aftur og þá munum við syngja saman. Einhvern tíman.
Guðmundur Valur Viðarsson
fimmtudagur, 27. janúar 2005
miðvikudagur, 26. janúar 2005
mánudagur, 24. janúar 2005
fimmtudagur, 20. janúar 2005
tack tack
--Drekafluga the Doomed--
mánudagur, 17. janúar 2005
tack tack
--Drekafluga delludrengur--
sunnudagur, 16. janúar 2005
tack tack
--Drekafluga Mpio--