Áðan var ég við það sem mætti kallast áhugamál hjá mér. Ég hóf þennan sprett í stigaganginum, fór svo yfir í Austurver, þræddi Nóatún og var líklega 20 mínútur að ákveða hvað ég vildi, leið svo aftur yfir götuna og fór inn til mín aftur. Ég var að dansa á almannafæri. Með í för voru eitt stykki Sennheiser HD 200, rúmlega eitt stykki FL 100 mp3 spilari, Black Eyed Peas og Rammstein. Þetta er alveg mögnuð tilfinning. Ég hlykkjaðist í gegn um útpælda blöndu af Pump It, Disco Club, Bebot, Zerstören, Te Quiero Puta. Snilld að Rammstein hafi gert lag á spænsku. Og flott lag þar að auki. Og Black Eyed Peas er 85% snilld. Ég ætlaði að hafa þetta lengra en er farinn í heimsókn. Því miður fyrir þau sem voru orðnir yfir sig spennt yfir næsta atriði Drekaflugusápunnar. Yuck.
tack tack
--Drekafluga, zwitter--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli