Ég vaknaði með verk í handarkrikanum. Eiginlega eins og sinadrátt. Afar undarlegt. Ég hringdi út að Laugarási klukkan níu en þar er hægt að ná í lækni í síma milli níu og hálf tíu á morgnana. Lífsleið eldri kona svaraði, spurði hvað ég vildi, sagði að það væri á tali hjá lækninum og spurði hvort ég vildi bíða og skellti síðan í eyrað á mér hræðilega óljúfum tónum, aðvörunarlaust. Nokkrum mínútum seinna, inni í því sem ég gat aðeins giskað á sem miðjuna á laginu, því ekki var ég farinn að heyra laglínu ennþá, klippti hún á tónaflóðið og spurði: "Þú ert að bíða eftir..?" Mig langaði að segja leigubíl eða réttri staðsetningu stjarnanna en sagði hikandi "Umm... lækni?" "Já." sagði hún og aftur kom lagið. Ég var ekki viss um hvort ég hefði svarað rétt. Svo var mér gefið samband við lækni og það er víst ekkert hægt að gera við torlýsanlegum sinadrætti í hægri handarkrika. Bara bíða, teygja og sjá. Enginn botn í þessari færslu, bara vangaveltur um mig sem líffræðiafbrigði.
tack tack
--Drekafluga, what bloody albatross?--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli