Mér líður ekki vel í vinnunni. Ég sit inni á skrifstofu núna, í stuttri kaffipásu, og er að velta því fyrir mér hvort ég sé aumingi. Ég er verslunarstjóri. Ég hef verið verslunarstjóri í rúman dag og fannst það allt í lagi til að byrja með. Alveg svona fyrstu sex tímana. En ég hef loksins bara hreinlega játað það fyrir sjálfum mér að ég hefði miklu frekar viljað vinna á lagernum hjá Nýherja. Mér leist svakalega vel á mig þar. Hluti af mér væri meira en til í að vera bara í heimspeki í Háskólanum. Ég held þetta sé ekki bara stress yfir fyrstu dögunum í nýju starfi. Það er hérna líka og ég væri líka með þá tilfinningu á lagernum hjá Nýherja. Þetta eru hrein ónot ég mér líkar þau ekki.
tack tack
--Drekafluga í Reykjavík--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli