Áðan hélt ég á öðrum lambakónganna hér á bænum. Gullfallegir báðir tveir. Ég er veikur fyrir svona. Sauðburður hér er semsagt byrjaður. Ég er feginn að það var ekki fyrr því veðrið hefur verið með allra kaldasta móti undanfarið. Það frysti t.d. í nótt. Ég get annars ekki skrifað mikið því ég verð að fara að hugsa aftur um hana Gunnþóru mína en hún er veik úr hófi fram. Hún horfir á mig einmitt núna með veiklulegum hvolpaaugum fullum af ást... og vætu. Hún er mjög voteygð þessa stundina. Nóg í bili.
tack tack
--nörtjöríng Drekafluga--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli