föstudagur, 25. febrúar 2005

Það er sinnepslykt af höndunum á mér

En það kemur ekki til af illu. Eftir því sem ég best veit er ég nefnilega að fara í bústaðarferð og ég er hættur að nenna að hafa bara tilbúna pizzu eða pylsur í svoleiðis ferðir. Áðan keypti ég úrvals kjöt, hvítlauk, sætt sinnep og gerði svo úr þessu, ásamt örlítilli BBQ sósu, rostiere kjúklingakryddi og olíu, dýrindis tilbúið grillefni. Ég keypti líka grillkartöflur en gleymdi hvítlaukssmjöri. Það gengur ekki þannig að ég dansa aftur gegnum sólargeislana út í Nóatún á eftir með Kanye West í eyrunum. Dagurinn er búinn að vera ágætur það sem af er og ég á ekki von á öðru en partýlátum það sem eftir af honum. Góða helgi.

Lag dagsins er Jesus Walks með Kanye West.

tack tack

--Drekafluga, flogið næstum ég gæti--

Engin ummæli: