mánudagur, 3. október 2005

Kattskort

Skattkort? Nei, það er einhvers staðar í næstu íbúð held ég. Ekki mitt sko, því fer fjarri. Hvað veit ég svosem um skattkort? Ég held samt að skatturinn taki 45% ef ég hef ekkert slíkt til að veifa þeim. Ég er hættur hjá Hvelli. Kominn með annað og betra starf. Nú þarf ég bara að hugsa um skatt. Ég hef aldrei hugsað um skatt áður. Ja, ekki svona. Mér finnst það óþægileg tilhugsun. Það var ekkert annað.

Lag dagsins er Doesn't Remind Me með Audioslave.

tack tack

--Drekafluga vinnumaur--

Engin ummæli: