How about...
I give you the finger... and we can just skip that phonecall thingy. I'll even sever it off for you. Nice and bloody. Blood gushing everywhere. Oh yes. Paint the room red I shall. With my mighty blade I will make limbs fly and pinkys roll... Ég gæti haldið áfram að segja eitthvað svona, pikkandi með annarri á lyklaborðið en megininntak þessarar færslu er að klukkansirka 14:30 skar ég hreint og snyrtilega í gegn um svona á að giska 1/3 af litla fingri vinstri handar og setti líka sæmilega rispu í baugfingurinn við hliðina. Þetta var gert með dúkahníf. Ég veit ekki ennþá hvernig ég fór að þessu en vissi bara ekki fyrr til en að blóð, mitt eigið blóð, flæddi eins og stórfljót yfir pappíra og grá karton. Svona er að vera of einbeittur að verkefni, maður verður annars hugar. Alda bestasta brunaði með mig upp á Slysó og þar biðum við svo í klukkutíma og þrjú korter undir plakati sem á stóð: "Lengdur biðími. Við erum fáliðuð, vinsamlegast sýnið biðlund." Takk Sjálfstæðisflokkur. Frábært heilbrigðiskerfi. Fínar skattalækkannir. Ef fingurinn hefur skaddast varanlega mun ég kæfa ykkur öll í svefni. Ég get ímyndað mér að einhver hafi kvalist að óþörfu við að bíða svona. Ég hef það ekki sem verst en allan þann tíma sem ég sat þarna var gömul kona með augun full af sorg og aðra höndina í fatla. Hún sat þarna enn þegar ég fór út.
tack tack
--níu fingra Drekafluga--
þriðjudagur, 8. febrúar 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli