miðvikudagur, 23. febrúar 2005

So...

Ég tók saumana úr fingrinum á mér í gær. Ég er enn með stöðugan doða í honum en er líka loksins farinn að fá eitthvað sem líkist eðlilegri tilfinningu fyrir framan sárið. Sem er gott. Á föstudaginn fer ég í bústaðarferð með gamla T bekknum. Og það er gott. Ég gekk frá skólanum upp á miðjan Laugarveg í góða veðrinu og á eftir er ég að fara að horfa á Gettu Betur. Líka gott. Dagskráin á Skjá einum er að verða hreint ótrúleg. Cheers og Pimp My Ride eru að fara að koma! Mjög gott. Eftir tvær vikur fer á á stand up með Eddie Izzard. Lífið er betra en maður gerir sér oft grein fyrir.

tack tack

--Drekafluga, góður--

Engin ummæli: