1. World of Warcraft er kominn út. Ég er að gera mitt besta til að leiða það hjá mér því ég mundi týna mér í honum. Sorglegt. Og satt. 2. Eftir að hafa sent fyrst Broadway og svo event.is fyrirspurnir hefur mér verið tjáð að yfirlýsing um uppistand Eddie Izzard og þá væntanlega miðasöluna líka verði gefin út á morgun. Ég mun segja frekar frá þessu hér um leið og ég frétti eitthvað og vona að aðrir geri hið sama ef þeir frétta það á undan mér.
Ég hef það eftir óstaðfestum fréttum að miðasala byrji eftir helgi í Skífunni og á event.is!
tack tack
--Drekafluga með magahnút og verk í fingri--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli