Að vakna, fara út í fjós, sjá veiku kvíguna liggjandi steindauða á gólfinu, sjá kúna sem átti síðar um daginn að verða sótt í slátrun hangandi hálfa yfir járngrind, fara að færa rafmagnsgirðinguna hjá kúnum í nístingskulda, setja sláturkúna upp í bílinn, hringja, með milda símahræðslu, í nágrannann til að hjálpa með dauðu kvíguna, reka kálfinn aftur inn á brekku en missa aðra folaldsmerina út, ná henni, binda peysuna um hálsinn á henni, teyma hana þannig í gegn um hliðið, verða að sleppa þegar merin rýkur, ennþá með peysuna um hálsinn, hlaupa svo á eftir henni um alla brekkuna með blóðbragð í munninum, króa hestinn af en þurfa þá að víkja sér undan kálfinum sem kom hlaupandi og bölvandi, missa af hestinum og þurfa að hlaupa meira, ná svo honum og losa peysuna fara inn, fara í sturtu og andvarpa þungt... ...tekur á. Ég vona bara að mamma og pabbi hafi það gott á meðan úti í Portúgal.
tack tack
--Drekafluga bústjóri--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli