föstudagur, 2. desember 2005

Fneh

Fyrir nokkrun dögum fékk ég frábæra hugmynd. Mér fannst hún bara fjandi góð. Ég ætlaði að gera jóladagatal. Mini-útgáfu, s.s. annan hvern dag. Ég er ekki svo veruleikafirrtur að halda að ég gæti splæst einhverju út á hverjum degi til jóla með jafn litlum undirbúningi. Hins vegar virðist sem ég hafi eytt upp hugmyndakvótanum í þessa einu hugmynd því ég hef ekki eina einustu hugmynd um hvað ég á að gera. Það er hægt að útfæra svona lagað á margan hátt, ég hefði líklega valið sögu, hógvært myndskreytta. En sögu um hvað? Ég held það endi með því að ég gefi út janúardagatal í tilefni... umm, nýs árs. Tillögur eru líka vel þegnar. Eða þvegnar. *andvarp* Ég er andlaus. Held ég horfi á Circle með Eddie Izzard. Eða eitthvað með Ricky Gervais. ... *andvarp* Good tie.

Já, P.S. ég keypti miða á þetta. Nokkuð kúl bara. Því miður seldist upp í stúku á 4 mínútum en við Gunnþóra verðum þó þarna. Lag dagsins í dag er svo My Delusions með Ampop.

tack tack

--Drekafluga, 1,47gb--

Engin ummæli: