laugardagur, 29. október 2005

Vikulegt?

Æ hvað það er eitthvað slappt. Stefnir í það samt. Einhverjir voru að velta fyrir sér meiri skrifum á borð við síðustu færslu (ok, einhver. Í eintölu.) Ég held ég geti engu lofað. Er í raun enginn rithöfundur heldur náungi sem fær skemmtilegar hugdettur öðru hvoru. Reyndar hef ég fengið svo margar hugdettur nýlega að ég á í vandræðum með að koma með heilstæða færslu. Þetta verður því líklega að vera samhengislítið. Mig langar t.d. að minnast á að ég hvíli fæturna á hitapoka akkúrat núna. Það er best. Það kom minni háttar snjóstormur í gær og fólk gat á engan hátt meðtekið þetta fyrirbrigði. Og ég virðist hafa verið einn fárra sem var á vetrardekkjum. En mikið þykir mér ferlega gaman að keyra í svona færð. Alveg mega.

Og ég fór á djammið í gær. Ég var að hugsa um að hafa upprhópunarmerki aftan við þessa setningu en ákvað að sleppa því við nánari umhugsun. Ég veit ekki alveg hvernig ég skemmti mér. Þetta var allt ágætt svosem en sviti og sígarettureykur og á köflum léleg tónlist drap þetta svolítið. Þá er ég ekki að tala um eigin svita, neibb. Ég er aðallega að tala um svitann á náunganum í hvíta bolnum á Sólon. Svo horfði hann á sjálfan sig dansa í speglunum. Ég fann mig knúinn til að leita annað. Á Kofa Tómasar frænda var karlafest svo þessi bæjarferð endaði á Hverfisbarnum. Skemmtilegasti hluti kvöldsins var líklega upphitunin og stemmningin á Farfuglaheimilinu, en þaðan voru einmit samferðamenn mínir, og svo baðið klukkan langt gengin fimm um nóttina. Frábært það. Ég nenni ekki að hafa þetta mikið lengra núna en sjáiði samt hvað ég á. Ég mun svo eignast þetta innan skamms. Mega.

P.S. Ég fór á Grillhúsið í kvöld. Samdi þetta á meðan beðið var eftir matnum.

Í Grillhúsinu á gleðistund
gaf ég þér undir fótinn.
En þennan ærði ástarfund
Er önnur gekk þar snót inn.

tack tack

--Drekafluga Champloo--

Engin ummæli: