miðvikudagur, 28. desember 2005

Desemberlok (the lid of December)

Ég vildi glaður skrifa eitthvað, koma með silfruð orð og fagurlega samsettar setningar en ég held ég geti og geri það ekki. Ég sit á barstólnum mínum í vinnunni og kemst ekki mikið nær því að vera gjörsamlega og með öllu andlaus. Fyrir jól hafði mér dottið ýmislegt í hug sem skemmtilegt væri að skrifa um en hvað það var man ég ekki. Ætli ég vilji ekki nota tækifærið og óska öllum gleðilegs nýs árs og ég vona að þið hafið haft, og munuð hafa það gott um jólin. Vonandi eruð þið enn í fríi. Þeir sem áttu von á jólakorti frá mér eða Gunnþóru og urðu ef til vill fyrir vonbrigðum skulu ekkert vera sárir. Við erum að hugsa um janúar eða febrúarkort í fullri alvöru. Allavega ég. Kannski það gerist ásamt öllu því sem ég hef trassað að gera undanfarna mánuði. Kannski. Mögulega. En ég á að vera að vinna. Úps.

tack tack

--eftirjólaDrekafluga--

Engin ummæli: