miðvikudagur, 9. mars 2005

Ég tók í höndina á Eddie Izzard!!!

Yes, exclamation marks aplenty. Hann tók í höndina á mér (og guð forði þér frá því að fá Stuðmannalag á heilann) og brosti þegar ég rétti honum box settið. Þorsteinn kom á óvart, Pétur var fínn en Eddie var Eddie. Og ég hitti hann! Við Doddi vorum klárlega æðri öðrum nördum þetta kvöld á þann hátt að við flögruðum um í nágrenni bakdyra Broadway (en það gerði enginn annar) og náðum því að hitta goðið. Ég hafði lagt lykkju á leið mína í dag og til að kaupa dýrindis silfurpenna sem var eins og sniðinn til að skrifa á harðann svartann pappann en auðvitað datt hann úr vasanum í einhverju af hláturrokunum og bakföllunum á meðan á uppistandinu stóð. Ég fékk því áritun með kúlupenna úr vasa fyndnasta manns í heimi. "To Gummi, Love Eddie."



tack tack

--Drekafluga, alsæll--

Engin ummæli: