Djöfull fer þetta í mig. En ég hef þó þetta til að hugga mig við:
Já, í morgun keypti ég átta miða á margumtalaða sýningu og er búinn að finna sjö þeirra eigendur. Ég á semsagt einn aukamiða ef einhver hefur áhuga. 18 ára aldurstakmark (eins og á uppistandinu sjálfu). Áður en ég get selt hann (á upprunalegu verði auðvitað) verð ég þó að heyra frá Hrafni frænda mínum en ég veit ekki hvort hann vill miðann. Þegar ég sótti þá í Skífunni áðan sagði stelpan sem var að afgreiða að þetta hefði rokið út og fáir miðar væru eftir. Og aðalsalan er ekki einu sinni hafin! Þetta er magnað.
tack tack
--Drekafluga sölumaður og dreifingaraðili--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli