Vinsældir
Deviant Art er yndislegt samfélag. Tvær myndir frá mér höfðu verið settar í uppáhald innan við hálftíma eftir að ég setti þær á síðuna. Ég átta mig á að einmitt þá eru líkurnar á að fólk sjái þær mestar en mér er slétt sama. Á nokkrum mínútum fékk ég fimm jákvæð komment (mikið vantar mig almennilegt orð yfir þetta. komment er agalegt) og tvær ljósmynda minna komnar á uppáhaldslista hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. Mér var meir að segja bætt í vinalista. Magnað. They love me. They really love me. Ég vil þakka Margréti Malenu fyrir ómetanlega hjálp við töku á þessum myndum. Og nú er ég farinn að sofa enda löngu kominn tími til.
tack tack
--Drekafluga, magnaður--
fimmtudagur, 24. mars 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli