"Það er engin afsökun." Reyndar hef ég ekki pappírsverslun enda eru þetta ekki mín orð heldur þýðing Karls Ísfeld á orðum Jaroslav Hasek. En nóg um það. Ég held ég sé sá eini, fyrir utan systur mína og móður, sem fer inn á þessa síðu sem hefur lesið um Góða dátann Svejk eftir fyrrnefndan höfund. Reyndar get ég ekki verið viss um það þar sem ég veit ekki með vissu hverjir hafa lesið bókina en ég veit heldur ekki hver fer inn á síðuna. Ooh-tah. Hef ekki höggmynd um það. Ég gæti sjálfsagt staðið í því og er reyndar svolítið hissa á sjálfum mér fyrir að hafa ekki athugað það að minnsta kosti einhvern tíman áður en svona er þetta. Oft verð ég undrandi á þeim fjölda sem virðist líta hér við á degi hverjum en grunur minn að eirðarlausir einstaklingar geri slíkt oft á dag hefur nýlega verið staðfestur. Það eru ógrynni upplýsinga sem liggja í jafn einföldum hlutum og ip-tölum. Kom mér eiginlega á óvart. Samt er ekki hægt að treysta á hvaða aðferð sem er. Eftir athugun átti sama tala að vera annars vegar staðsett í vesturbænum og hins vegar í Amsterdam. Sama tala. Heimsóknartalan er semsagt aðeins á skjön við fólksfjöldann, vægt til orða tekið. Ég veit ekki hvort ég gæti frekar látið stíga mér til höfuðs, að 100 manns kíktu einu sinni á dag eða 10 manns kíktu tíu sinnum á dag. Samt held ég að ég kynni betur að meta þessa hundrað.
Annars er ég þessa dagana að velta fyrir mér hvernig ég geti farið að hlakka til jólanna og hvað ég ætti að læra næsta haust. Ef ég læri næsta haust. Á eftir að gera það upp við mig líka. Í fyrsta lagi verð ég að taka tillit til fleiri en sjálfs mín og þá get ég t.d. ekki stokkið í skóla í útlöndum (Canada, Scotland, Canada). Svo veit ég ekki enn hvað ég vildi læra. Grafíska hönnun eða iðnhönnun? Húsasmíði eða arkitektúr? Ísland, Danmörk, Skotland, Kanada? Ég hef meir að segja íhugað Ástralíu. Ég veit bara að mig langar að nota hendurnar. Eins og Jimmy sagði í myndinni Two Hands, "I'm good with me hands." Og það er ég held ég líka.
Annars er ég þessa dagana að velta fyrir mér hvernig ég geti farið að hlakka til jólanna og hvað ég ætti að læra næsta haust. Ef ég læri næsta haust. Á eftir að gera það upp við mig líka. Í fyrsta lagi verð ég að taka tillit til fleiri en sjálfs mín og þá get ég t.d. ekki stokkið í skóla í útlöndum (Canada, Scotland, Canada). Svo veit ég ekki enn hvað ég vildi læra. Grafíska hönnun eða iðnhönnun? Húsasmíði eða arkitektúr? Ísland, Danmörk, Skotland, Kanada? Ég hef meir að segja íhugað Ástralíu. Ég veit bara að mig langar að nota hendurnar. Eins og Jimmy sagði í myndinni Two Hands, "I'm good with me hands." Og það er ég held ég líka.
tack tack
--sko, Drekafluga hefur hripað--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli