Diskunum mínum er nú skipt í fjögur partition, Green, Blue, Topaz og Base. Ég er að skrifa þetta í nýuppsettu Win XP og ætla að fara almennilega með það núna. Fyrir stuttu keypti ég mér blað sem ber nafnið The PC Building Bible, gefið út af PC Gamer. Þar er margt sem náungar eins og ég höfum gaman af. Í þessu blaði var ég einmitt að lesa greinina Tweak and Optimize Windows to Perfection. Og það ætla ég að gera. En nóg af þessu. Ég vildi bara koma með eitthvað ofurraunverulegt hérna á síðuna. Eitthvað... en samt ekki neitt.
tack tack
--Drekafluga, horfandi á Örninn--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli