Í dag kláraðist sauðburður á stórbúinu Ásum. 23 lömb allt í allt held ég. Í dag fór ég líka í klippingu. Í dag er 58 ára brúðkaupsafmæli ömmu og afa. Ég fór með henni austur í kirkjugarð áðan og var ekki lengi að tárast þegar ég sá krossinn hans afa. Í dag, áður en ég mundi eftir brúðkaupsafmælinu, var ég þegar búinn að hugsa til afa. Ég reyndi að vinna þannig að hann væri stoltur af mér og ætti að gera það oftar. Það situr enn fast í minningunni þegar hann sagði við mig: “Það gerir enginn betur. Ég veit það.” Þetta var maður sem fékk 10 fyrir dugnað á Hvanneyri og duglegasti vinnukraftur hvaða staðar sem var síðan hann var lítill. Og stundum sagði hann að ég tæki honum fram að sumu leyti. Í dag var ég að átta mig á því að ég er heppinn.
tack tack
--Drekafluga--
Engin ummæli:
Skrifa ummæli