sunnudagur, 24. febrúar 2008

Vizione di Europa

Ojæja, þetta er svosem ekki alslæmt. Sigur Eurobandsins er Páli Óskari að þakka. Hann færði textann yfir á ensku og endurútsetti lagið og þvílíkur munur! Það er samt sem áður of Eurovisionlegt fyrir minn smekk og fellur allt of vel inn í hópinn. Friðrik Ómar fær þó loksins sitt.

Hvaða draugur var það svo sem tók að sér bakraddir hjá Mercedes Club?! Rebekka, söngkona bandsins stóð óstyrkum fótum fyrir en bakröddin sló allt út. Var það þessi ljóshærða gella sem hékk með þeim? Hún má þá alveg snúa sér að bútasaumi og hætta að halda að hún geti sungið. Þetta varð væntanlega til þess að fólk hætti við að kjósa lagið og því fór sem fór.

Dr. Spock!!! Mig langaði jafn mikið að þeir ynnu og mig langaði að Botnleðja tæki þetta á sínum tíma. Klárlega langbesta lagið (að mínu mati, auðvitað), skemmtilegasta sviðsframkoman og flutningurinn pottþéttur. Þvílík synd og skömm að kjósa nokkuð fram yfir það.

Nú hef ég einhvern tíman skrifað um hvað mér finnst Evróvision afstyrmislegt orð. Arfaslöpp hálfíslenskun. Af hverju var þá ákveðið að fara á akkúrat hinn pólinn með Eurobandið? Ætti það ekki að heita Evróbandið?

tack tack

--Dr. Drekafluga Spock--

Engin ummæli: