fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Skullcandy

Sá hörmulegi atburður hefur nú gerst að Sennheiser HD 200 heyrnartólin mín eru hætt að virka. Allt í einu, og án nokkurs tilefnis, dó allt hljóð fyrst öðrum megin og svo hinum megin. Eftir ítarlegar prófanir hefur komið í ljós að vandamálið liggur ekki í snúrunni en hún er útskiptanleg. Innvols heyrnartólanna sjálfra er á einhvern hátt slitið og þykir mér það afskaplega miður því þetta eru bestu heyrnartól sem ég hef átt. Ég örvænti þó ekki því að ég er búinn að finna draumagræjurnar (zomg!w00t!w00t!). Það skal enginn segja mér að þetta sé ekki ótrúlega girnilegt.

tack tack

--hlustandi Drekafluga--

Engin ummæli: