þriðjudagur, 6. janúar 2004

You new-age bastard.

Ég var að enda við að kaupa minn fyrsta hlut af netinu. Ég ákvað að byrja ódýrt og til allrar hamingju fann ég nokkuð sem mig langaði í og var á 66% afslætti, einhvers konar janúarútsölu grunar mig, og kostaði £9.99. Þessi hlutur er tölvuleikurinn SpellForce og það kæmi mér ekki á óvart að þeir sem lesa þetta hér og kannast við leikinn séu innan við tveir. En nú hef ég semsagt fetað í fótspor ekki ómerkari manna og Hrafnsins Gasellunnar, Kengúrunnar og ég veit ekki hvað og hvað. Nú vona ég bara að þetta komi ekki eftir allt of langan tíma og á rétt heimilisfang.

Skólinn byrjaði svo í dag. Ég byrjaði þessa önn með einfaldri strategíu; að sofa afar takmarkað, vakna kl 7:07 og mæta svo ískrandi ferskur í fyrsta tíma, sem í þetta skiptið var líffræðileg sálfræði. Planið heppnaðist og ég komst stórslysalaust í gegn um fyrsta skóladaginn á þessu ári. Ég er með ömurlega stundatöflu, mæti alltaf í fyrsta tíma, alla daga, og er svo í og úr götum eftir það. Ég get réttlætt þennan aukatíma sem mér hefur verið svo rausnarlega gefinn með því að læra fyrir Þýsku en útlit er fyrir að það sé einmitt eina fagið sem ég þarf virkilega að leggja eitthvað í. Einu sinni var ég Þýskuséní en þeir dagar eru löngu horfnir. En sem betur fer er Guðrún Erla að kenna mér. Ég segi það og stend við það: hún er yndislegasti kennari sem staðið hefur framan við töflu í Kvennaskólanum (að rafmagnstöflunni meðtaldri). Ég fíla hana í öreindir, hún er svo mikil snilld.

En nú ætla ég, í fyrsta skipti, að njóta Extended Version af LotR:TTT. Nú vantar mig bara hinar tvær.

(P.S. 1300 heimsóknir á mánuði. Ég verð að segja að ég er bara nokkuð sáttur)

tack tack

--Drekafluga. Ya me voy a hacer absolutamente nada--

Engin ummæli: