þriðjudagur, 27. janúar 2004

Nú verður flutt smásagan um Steina Tröllastrák. Vinsamlegast slökkvið á farsímum og boðtækjum hvers konar.

Einu sinni var lítill tröllastrákur sem hét Steini. Steini var mjög lítill tröllastrákur. Reyndar var Steini aðeins 4cm á hæð. Steini átti heima í stórum stórum helli langt langt langt uppi í stóru stóru stóru fjalli. Steini vildi vera voða voða voða stór og át þess vegna alltaf mikinn mikinn hafragraut. Ja, eins mikinn og fjögurra sentrimetra tröllastrákur getur innbyrt. Einu sinni þegar Steini var úti að ganga uppi í voða voða voða stóra fjallinu sínu kom Gummi Valur á stóru stóru stóru strigaskónum sínum og steig beint ofan á Steina. Þá varð Steini voða voða voða reiður og lamdi Gumma utan í stóran stóran stóran stein. Svo fór hann heim í stóra stóra stóra hellinn sinn og fékk sér fullan pott af hafragraut svo hann yrði stór og sterkur. Allavega sterkur.

Endir.

Mig minnir að þetta sé að einhverju leyti frá bróður mínum en ég er ekki viss lengur. Þetta er allavega eldgömul saga, sett hér í dag af því ég er nokkuð hugmyndasnauður. Er að d/l sautjánda þættinum af Harry og Heimi og hlæja agalega en fyrir utan það er ég bara frekar tómur.

tack tack

--Drekafluga. Ekki frú Díana.--

Engin ummæli: