sunnudagur, 18. janúar 2004

"..Find the halfling..!"

Ég dett stundum í Uruk-Hai og er einmitt þannig núna. Næ að beita röddinni þannig að Lurtz sjálfur mundi hugsa sig um tvisvar áður en hann legði í mig. Daði nær þessu líka magnað vel. Þannig peppuðum við (allavega ég og hann) okkur upp fyrir innkomuna í Lýsiströtu. Ég: "Whom do you serve?" Daði: "Saruman!" Ég veit ekki hvað hann gerir án mín þetta leikárið en kannski er hann að leika e-n rólegheitagaur, andstæðuna við Uruk-Hai og þannig væri þetta vel sloppið.

Orkar henta mér hinsvegar betur svona til hvers dags nota. Þeir eru bara ekki jafn svalir þannig að ég er einhvern veginn búinn að blanda þeim saman í einn karakter sem ég nota óspart, einn þar sem enginn sér til. En talandi um ævintýrapersónur þá horfði ég á The League of Extraordinary Gentlemen í gær og með rétta hugarfarinu er hún hin ágætasta skemmtun. Hinsvegar var ónefnd kvenómynd að horfa á hana líka og lét hún þessi orð falla á einum tímapunkti: "Þetta er að verða jafn langdregið og leiðinlegt og Lord of the Rings." Hnúarnir á mér hvítnuðu og það eru ennþá handaför á stólnum. Svo í morgun var hún að horfa á Meet Joe Black og kom með annan gullmola: "Þetta er einhver langdregnasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð." Og hvað? Hvernig gæti hún öðruvísi verið en löng og róleg?

"Hello Bill. I'm Death. I'd ask you to call me Joe Black but the producers decided to make this a miniature film so there isn't time. To save time I would also like you to excuse me while I have sex with your daughter, posing a bit in the process, then I will come and claim you. Sound ok?" Bill hafði aldrei tíma til að svara þar sem sú stutta filma sem kvikmyndafyrirtækið hafði úthlutað hafði klárast.

So fuck off and stick to watching Spice Girls, The Movie. Ég hef einstaklega illan bifur á þessari manneskju og það er út af fleiru en þessu. En ég ætla ekki að hanga í því. Ég ætla frekar að pirrast á blogspot ógeðs leiðindafyrirtæki fyrir að þurrka út íslensku stafina mína og stroka út endann af templatinu mínu. Þessi texti varð þannig. Ég ýtti á 'post' og æ, í, ú, ð, ð og allt það varð að þessu: '?' sem mér finnst vera ömurlegt. Það er ekki gaman að fara aftur í gegn um textann til þess eins að laga hann og nánast endurskrifa. Ef eitthvert ykkar hafið lent í þessu mæli ég með að þið blokkið allan textann og copyið. En allt fer í fuck þá getið þið bara editað og peistað aftur þangað til þetta kemur rétt út. Ég er samt kominn yfir pirringinn núna af því ég ætla ekki að gleyma þessu aftur. Og mér líður reyndar furðu vel miðað við að hafa farið að sofa klukkan 6 í morgun og vaknað ekki löngu eftir það. Dagurinn bara búinn að vera rólegur og ég verð góður í skólann á morgun. Lllllllljúffengt.

tack tack

--Drekafluga. He does not know pain. He does not know fear. He will taste manflesh!--

Engin ummæli: